Kæri Lars Agnar Tómas Möller skrifar 8. febrúar 2017 07:30 Í grein sem þú skrifaðir í Markaðinn í Fréttablaðinu þann 25. janúar síðastliðinn fjallar þú um ástæður þess að ekki sé skynsamlegt að Seðlabanki Íslands slaki á peningalegu aðhaldi sínu, nema síður sé. Þar segir þú meðal annars:„Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.“ Einnig hjó ég eftir því í grein þinni frá 26. desember síðastliðnum, að þú sagðir að meginástæða þess að ekki mætti slaka á hörðu aðhaldi Seðlabankans væri sú að þrátt fyrir mjög lága verðbólgu um þó nokkurt skeið, væru verðbólguvæntingar enn háar, eða:„Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar.“ Nú er það svo að Seðlabankinn hefur fært okkur raunvaxtastig undanfarin þrjú ár sem er svo hátt að þess eru varla fordæmi meðal þjóða í svipaðri aðstöðu og við. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar aldrei verið jafn lágar og stöðugar í jafn langan tíma. Nánar tiltekið hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins til næstu fimm ára verið mjög lágar og stöðugar undanfarin misseri eða rétt yfir 2% og umtalsvert lægri ef dregin er frá áhættuþóknun sem skuldabréfaeigendur vilja jafnan fá fyrir að halda á óverðtryggðum skuldabréfum í stað verðtryggðra (Seðlabankinn hefur sjálfur metið þá áhættuþóknun sem 0,5% á ári). Verðbólga er í dag 1,9% og -0,9% án húsnæðisliðar. Ólíkt þensluárunum fyrir hrun er hækkun húsnæðisverðs ekki drifin áfram af lánsfjárbólu heldur miklum framboðsskorti af húsnæði samhliða gríðarlegri aukningu ferðamanna sem þurrkar upp framboð af húsnæði í Reykjavík. Með öðrum orðum er undirliggjandi verðbólga undir frostmarki. Útlán til heimila og fyrirtækja halda áfram að dragast saman sem hlutfall af landsframleiðslu og hefur einkaneysla sjaldan ef nokkru sinni verið lægri, eða rúmlega 50% af landsframleiðslu, langt undir því sem þekkist í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem margir kalla „þenslu“ ætti frekar að kalla „velmegun“ vegna innreiðar nýrrar atvinnugreinar samhliða miklum viðskiptakjarabata og góðrar niðurstöðu í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Ákvörðun vaxta hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvæg og nú þegar við siglum inn í jafnvægi sem við vitum í raun ekki hvar liggur vegna breyttrar samsetningar hagkerfisins. Þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu á seinasta ári og ótrúlega forðasöfnun Seðlabankans, bendir flest til þess að viðskiptaafgangur muni ekki byrja að dragast saman í bráð þar sem þjónustuafgangur vex hraðar en vöruskiptahallinn og mikill vaxtamunur hefur ýtt undir gríðarlegt fjármagnsinnflæði, líkt og sést í tölum Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi seinasta árs. Raunvaxtamunur við Evrópu er í dag um 5% og þarf að minnka en ekki aukast, á sama tíma og við afléttum gjaldeyrishöftum að fullu. Annars er hættan sú að nýtt jafnvægi krónunnar og hagkerfisins verði óstöðugt og brotni vegna ofriss krónunnar sökum of hárra vaxta. Blessunarlega virðist hluti peningastefnunefndar smám saman vera að átta sig á þessari þróun og vonandi mun hún ekki láta úrtölumenn hafa áhrif á sig horft fram á veginn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Í grein sem þú skrifaðir í Markaðinn í Fréttablaðinu þann 25. janúar síðastliðinn fjallar þú um ástæður þess að ekki sé skynsamlegt að Seðlabanki Íslands slaki á peningalegu aðhaldi sínu, nema síður sé. Þar segir þú meðal annars:„Að mínu áliti eru peningamarkaðsskilyrði á Íslandi nú þegar of lausbeisluð og þrátt fyrir gríðarlegan þrýsting á Seðlabankann að lækka stýrivexti er ekkert svigrúm til að losa um peningamálstefnuna ef Seðlabankanum er alvara með að tryggja 2,5% verðbólgumarkmið sitt til meðallangs tíma.“ Einnig hjó ég eftir því í grein þinni frá 26. desember síðastliðnum, að þú sagðir að meginástæða þess að ekki mætti slaka á hörðu aðhaldi Seðlabankans væri sú að þrátt fyrir mjög lága verðbólgu um þó nokkurt skeið, væru verðbólguvæntingar enn háar, eða:„Raunar eru verðbólguvæntingar til meðallangs tíma áfram hærri og ef við lítum lengra en 2-3 ár fram í tímann þá vænta fjármálamarkaðirnir þess að verðbólgan verði vel yfir verðbólgumarkmiðinu. En það virðist erfitt fyrir Seðlabankann að útskýra þetta fyrir þeim hópum sem krefjast stýrivaxtalækkunar.“ Nú er það svo að Seðlabankinn hefur fært okkur raunvaxtastig undanfarin þrjú ár sem er svo hátt að þess eru varla fordæmi meðal þjóða í svipaðri aðstöðu og við. Á sama tíma hafa verðbólguvæntingar aldrei verið jafn lágar og stöðugar í jafn langan tíma. Nánar tiltekið hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins til næstu fimm ára verið mjög lágar og stöðugar undanfarin misseri eða rétt yfir 2% og umtalsvert lægri ef dregin er frá áhættuþóknun sem skuldabréfaeigendur vilja jafnan fá fyrir að halda á óverðtryggðum skuldabréfum í stað verðtryggðra (Seðlabankinn hefur sjálfur metið þá áhættuþóknun sem 0,5% á ári). Verðbólga er í dag 1,9% og -0,9% án húsnæðisliðar. Ólíkt þensluárunum fyrir hrun er hækkun húsnæðisverðs ekki drifin áfram af lánsfjárbólu heldur miklum framboðsskorti af húsnæði samhliða gríðarlegri aukningu ferðamanna sem þurrkar upp framboð af húsnæði í Reykjavík. Með öðrum orðum er undirliggjandi verðbólga undir frostmarki. Útlán til heimila og fyrirtækja halda áfram að dragast saman sem hlutfall af landsframleiðslu og hefur einkaneysla sjaldan ef nokkru sinni verið lægri, eða rúmlega 50% af landsframleiðslu, langt undir því sem þekkist í Norður-Evrópu og Bandaríkjunum. Það sem margir kalla „þenslu“ ætti frekar að kalla „velmegun“ vegna innreiðar nýrrar atvinnugreinar samhliða miklum viðskiptakjarabata og góðrar niðurstöðu í samningum við kröfuhafa föllnu bankanna. Ákvörðun vaxta hefur líklega sjaldan verið jafn mikilvæg og nú þegar við siglum inn í jafnvægi sem við vitum í raun ekki hvar liggur vegna breyttrar samsetningar hagkerfisins. Þrátt fyrir mikla gengisstyrkingu á seinasta ári og ótrúlega forðasöfnun Seðlabankans, bendir flest til þess að viðskiptaafgangur muni ekki byrja að dragast saman í bráð þar sem þjónustuafgangur vex hraðar en vöruskiptahallinn og mikill vaxtamunur hefur ýtt undir gríðarlegt fjármagnsinnflæði, líkt og sést í tölum Seðlabankans á þriðja ársfjórðungi seinasta árs. Raunvaxtamunur við Evrópu er í dag um 5% og þarf að minnka en ekki aukast, á sama tíma og við afléttum gjaldeyrishöftum að fullu. Annars er hættan sú að nýtt jafnvægi krónunnar og hagkerfisins verði óstöðugt og brotni vegna ofriss krónunnar sökum of hárra vaxta. Blessunarlega virðist hluti peningastefnunefndar smám saman vera að átta sig á þessari þróun og vonandi mun hún ekki láta úrtölumenn hafa áhrif á sig horft fram á veginn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar