Íslensk jarðarber seljast ekki Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2017 20:20 Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber því það selst lítið sem ekkert af berjunum. Jarðaberjabóndi á Flúðum er hættur að týna ber í nokkrum gróðurhúsum enda hefur það engan tilgang þegar þau seljast ekki. Á hverju ári eru um tuttugu tonn af íslenskum jarðarberjum ræktuð á Silfurtúni á Flúðum. Ástandið hefur aldrei verið jafn dapurt og í sumar. „Það hefur gengið erfiðlega að koma þessu út. Við höfum orðið að lækka verð töluvert og við erum að velta á undan okkur allt of miklu magni af berjum. Þar af leiðandi verður þetta gamalt og ekki nógu seljanleg vara í búðunum. Þetta helgast af því að það er flutt alveg gríðarlegt magn inn af jarðarberjum. Það má segja að með tilkomu þessarar nýju verslunarkeðju sem kom núna um miðjan júní, að þá breyttist öll staðan hjá okkur íslenskum framleiðendum,“ segir Eiríkur Ágústsson. Hann segir afar erfitt að sjá garðyrkjustöðina sína koðna smátt og smátt niður þegar jarðarberin seljast svona illa. „Það er hundfúlt að vera að vinna hérna allan daginn og langt fram á kvöld og vita ekkert hvað verður um vöruna. Við þurfum jafnvel að henda og það er bara svona.“ Eiríkur segist fagna því að fá Costco inn á markaðinn og segir samkeppnina af hinu góða. „En mér finnst allt of lítil áhersla lögð á íslensku vöruna, íslensku berin, í þessum gömlu góðu búðum okkar. Sem voru að sinna okkur mjög vel og eru enn að sinna okkur. Ég vil bara sjá góða framstillingu á íslenskri vöru,“ segir Eiríkur. Til að bregðast við ástandinu hefur fjölskyldan í Silfurtúni ákveðið að bjóða fólki að koma í gróðurhúsin sín á morgun frá 11:00 til 15:00 og týna jarðarber fyrir sig og sína, í stað þess að þeim verði hent. „Við ætlum að gera það. Ég ætla bara að vona að það verði ekki allt of margt, en þetta er skemmtileg tilbreyting, að fá fólk hingað og leyfa því að týna.“ Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ófremdarástand er að skapast hjá þeim garðyrkjubændum sem rækta íslensk jarðaber því það selst lítið sem ekkert af berjunum. Jarðaberjabóndi á Flúðum er hættur að týna ber í nokkrum gróðurhúsum enda hefur það engan tilgang þegar þau seljast ekki. Á hverju ári eru um tuttugu tonn af íslenskum jarðarberjum ræktuð á Silfurtúni á Flúðum. Ástandið hefur aldrei verið jafn dapurt og í sumar. „Það hefur gengið erfiðlega að koma þessu út. Við höfum orðið að lækka verð töluvert og við erum að velta á undan okkur allt of miklu magni af berjum. Þar af leiðandi verður þetta gamalt og ekki nógu seljanleg vara í búðunum. Þetta helgast af því að það er flutt alveg gríðarlegt magn inn af jarðarberjum. Það má segja að með tilkomu þessarar nýju verslunarkeðju sem kom núna um miðjan júní, að þá breyttist öll staðan hjá okkur íslenskum framleiðendum,“ segir Eiríkur Ágústsson. Hann segir afar erfitt að sjá garðyrkjustöðina sína koðna smátt og smátt niður þegar jarðarberin seljast svona illa. „Það er hundfúlt að vera að vinna hérna allan daginn og langt fram á kvöld og vita ekkert hvað verður um vöruna. Við þurfum jafnvel að henda og það er bara svona.“ Eiríkur segist fagna því að fá Costco inn á markaðinn og segir samkeppnina af hinu góða. „En mér finnst allt of lítil áhersla lögð á íslensku vöruna, íslensku berin, í þessum gömlu góðu búðum okkar. Sem voru að sinna okkur mjög vel og eru enn að sinna okkur. Ég vil bara sjá góða framstillingu á íslenskri vöru,“ segir Eiríkur. Til að bregðast við ástandinu hefur fjölskyldan í Silfurtúni ákveðið að bjóða fólki að koma í gróðurhúsin sín á morgun frá 11:00 til 15:00 og týna jarðarber fyrir sig og sína, í stað þess að þeim verði hent. „Við ætlum að gera það. Ég ætla bara að vona að það verði ekki allt of margt, en þetta er skemmtileg tilbreyting, að fá fólk hingað og leyfa því að týna.“
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira