Vonast til að opna á næstu dögum en taka forskot á sæluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 12:45 Meðgangan hefur verið erfið, að sögn framkvæmdastjóra Hlemms Mathallar, en nú sér fyrir endann á framkvæmdunum. Hlemmur Mathöll Framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, matar- og veitingamarkaðs á Hlemmi, vonast til þess að mathöllin opni á næstu dögum. Tekið verður forskot á sæluna um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, en ís úr fljótandi köfnunarefni verður til sölu við Hlemm. Þá er búið að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni.Strembin meðganga en opna á næstu dögumRagnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, segir í samtali við Vísi að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum sem höfðu tafist nokkuð vegna ófyrirsjánlegra viðhaldsmála í húsnæðinu. „Framkvæmdum er í raun lokið og við erum bara að vinna með leyfisstofnunum að bæta það sem þarf að bæta og vonumst til að opna á næstu dögum,” segir Ragnar. „Við erum öll gríðarlega spennt fyrir þessu og stolt af því hvernig þetta er að smella saman þrátt fyrir að meðgangan hafi verið dálítið strembin.“Grænmetissalinn og veitingastaðurinn Rabbar Barinn verður með bás á Hlemmi Mathöll. Þá verður hann með veitingasölu við Hlemm um helgina.Hlemmur MathöllJómfrúin opnar sinn fyrsta nýja stað og Brauð og co bæta við pizzumBúið er að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni. Þeirra á meðal eru hinn gamalgróni smurbrauðsstaður Jómfrúin, súrdegisfrömuðirnir í Brauð og co og „alvöru tacostaður beint frá Mexíkó,“ La Poblana. „Jómfrúin verður hjá okkur með sinn fyrsta nýja stað frá upphafi. Þau munu bjóða upp á sín landsþekktu smurbrauð. Svo verðum við með La Poblana, alvöru tacostað beint frá Mexíkó með úrval af tacos, alvöru tortillaflögur og „tamales,““ segir Ragnar. „Brauð og co opna sinn þriðja stað hjá okkur þar sem þau munu henda út þessum goðsagnakenndu súrdeigsbrauðum, ávanabindandi snúðum sínum og einhvers staðar heyrði ég að þeir ætluðu að bæta pizzum á matseðlinn.“ Þá verður boðið upp á vörur og veitingar frá Banh Mi, víetnömskum samlokustað, Borðinu úr vesturbæ Reykjavíkur, bjór- og kokteilastaðnum Skál, Te og Kaffi Micro Roast og Kröst.Allt er að verða tilbúið við bás Ísleifs heppna í Mathöllinni. Ísleifur verður með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum um helgina.Hlemmur MathöllTaka forskot á sæluna um Pride-helginaÍsstaðurinn Ísleifur heppni og grænmetissalinn Rabbar Barinn verða einnig með bása í mathöllinni þegar hún opnar. Svangir vegfarendur geta þó fengið forsmekkinn af því sem koma skal og gætt sér á ís og hollum súpum frá téðum stöðum um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, bæði í Reykjavík og á Selfossi. „Rabbar Barinn verður með opið frá fimm síðdegis og fram á nótt á Selfossi í dag, og frá tólf á hádegi og fram á nótt á laugardeginum,“ segir Ragnar en í vagni Rabbar Barsins verða hollar súpur og samlokur til sölu. Ísleifur heppni verður hins vegar með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum á Hlemmi. „Það verður opið hjá Ísleifi frá tólf á hádegi og til sex á laugardaginn og sunnudaginn,“ segir Ragnar enn fremur en boðið verður upp á ýmsar ístegundir. „Íslendingar eru ísóðir allt árið um kring og ég á eftir að verða fastagestur þarna.“ Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, matar- og veitingamarkaðs á Hlemmi, vonast til þess að mathöllin opni á næstu dögum. Tekið verður forskot á sæluna um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, en ís úr fljótandi köfnunarefni verður til sölu við Hlemm. Þá er búið að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni.Strembin meðganga en opna á næstu dögumRagnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, segir í samtali við Vísi að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum sem höfðu tafist nokkuð vegna ófyrirsjánlegra viðhaldsmála í húsnæðinu. „Framkvæmdum er í raun lokið og við erum bara að vinna með leyfisstofnunum að bæta það sem þarf að bæta og vonumst til að opna á næstu dögum,” segir Ragnar. „Við erum öll gríðarlega spennt fyrir þessu og stolt af því hvernig þetta er að smella saman þrátt fyrir að meðgangan hafi verið dálítið strembin.“Grænmetissalinn og veitingastaðurinn Rabbar Barinn verður með bás á Hlemmi Mathöll. Þá verður hann með veitingasölu við Hlemm um helgina.Hlemmur MathöllJómfrúin opnar sinn fyrsta nýja stað og Brauð og co bæta við pizzumBúið er að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni. Þeirra á meðal eru hinn gamalgróni smurbrauðsstaður Jómfrúin, súrdegisfrömuðirnir í Brauð og co og „alvöru tacostaður beint frá Mexíkó,“ La Poblana. „Jómfrúin verður hjá okkur með sinn fyrsta nýja stað frá upphafi. Þau munu bjóða upp á sín landsþekktu smurbrauð. Svo verðum við með La Poblana, alvöru tacostað beint frá Mexíkó með úrval af tacos, alvöru tortillaflögur og „tamales,““ segir Ragnar. „Brauð og co opna sinn þriðja stað hjá okkur þar sem þau munu henda út þessum goðsagnakenndu súrdeigsbrauðum, ávanabindandi snúðum sínum og einhvers staðar heyrði ég að þeir ætluðu að bæta pizzum á matseðlinn.“ Þá verður boðið upp á vörur og veitingar frá Banh Mi, víetnömskum samlokustað, Borðinu úr vesturbæ Reykjavíkur, bjór- og kokteilastaðnum Skál, Te og Kaffi Micro Roast og Kröst.Allt er að verða tilbúið við bás Ísleifs heppna í Mathöllinni. Ísleifur verður með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum um helgina.Hlemmur MathöllTaka forskot á sæluna um Pride-helginaÍsstaðurinn Ísleifur heppni og grænmetissalinn Rabbar Barinn verða einnig með bása í mathöllinni þegar hún opnar. Svangir vegfarendur geta þó fengið forsmekkinn af því sem koma skal og gætt sér á ís og hollum súpum frá téðum stöðum um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, bæði í Reykjavík og á Selfossi. „Rabbar Barinn verður með opið frá fimm síðdegis og fram á nótt á Selfossi í dag, og frá tólf á hádegi og fram á nótt á laugardeginum,“ segir Ragnar en í vagni Rabbar Barsins verða hollar súpur og samlokur til sölu. Ísleifur heppni verður hins vegar með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum á Hlemmi. „Það verður opið hjá Ísleifi frá tólf á hádegi og til sex á laugardaginn og sunnudaginn,“ segir Ragnar enn fremur en boðið verður upp á ýmsar ístegundir. „Íslendingar eru ísóðir allt árið um kring og ég á eftir að verða fastagestur þarna.“
Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira