Vonast til að opna á næstu dögum en taka forskot á sæluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 12:45 Meðgangan hefur verið erfið, að sögn framkvæmdastjóra Hlemms Mathallar, en nú sér fyrir endann á framkvæmdunum. Hlemmur Mathöll Framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, matar- og veitingamarkaðs á Hlemmi, vonast til þess að mathöllin opni á næstu dögum. Tekið verður forskot á sæluna um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, en ís úr fljótandi köfnunarefni verður til sölu við Hlemm. Þá er búið að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni.Strembin meðganga en opna á næstu dögumRagnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, segir í samtali við Vísi að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum sem höfðu tafist nokkuð vegna ófyrirsjánlegra viðhaldsmála í húsnæðinu. „Framkvæmdum er í raun lokið og við erum bara að vinna með leyfisstofnunum að bæta það sem þarf að bæta og vonumst til að opna á næstu dögum,” segir Ragnar. „Við erum öll gríðarlega spennt fyrir þessu og stolt af því hvernig þetta er að smella saman þrátt fyrir að meðgangan hafi verið dálítið strembin.“Grænmetissalinn og veitingastaðurinn Rabbar Barinn verður með bás á Hlemmi Mathöll. Þá verður hann með veitingasölu við Hlemm um helgina.Hlemmur MathöllJómfrúin opnar sinn fyrsta nýja stað og Brauð og co bæta við pizzumBúið er að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni. Þeirra á meðal eru hinn gamalgróni smurbrauðsstaður Jómfrúin, súrdegisfrömuðirnir í Brauð og co og „alvöru tacostaður beint frá Mexíkó,“ La Poblana. „Jómfrúin verður hjá okkur með sinn fyrsta nýja stað frá upphafi. Þau munu bjóða upp á sín landsþekktu smurbrauð. Svo verðum við með La Poblana, alvöru tacostað beint frá Mexíkó með úrval af tacos, alvöru tortillaflögur og „tamales,““ segir Ragnar. „Brauð og co opna sinn þriðja stað hjá okkur þar sem þau munu henda út þessum goðsagnakenndu súrdeigsbrauðum, ávanabindandi snúðum sínum og einhvers staðar heyrði ég að þeir ætluðu að bæta pizzum á matseðlinn.“ Þá verður boðið upp á vörur og veitingar frá Banh Mi, víetnömskum samlokustað, Borðinu úr vesturbæ Reykjavíkur, bjór- og kokteilastaðnum Skál, Te og Kaffi Micro Roast og Kröst.Allt er að verða tilbúið við bás Ísleifs heppna í Mathöllinni. Ísleifur verður með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum um helgina.Hlemmur MathöllTaka forskot á sæluna um Pride-helginaÍsstaðurinn Ísleifur heppni og grænmetissalinn Rabbar Barinn verða einnig með bása í mathöllinni þegar hún opnar. Svangir vegfarendur geta þó fengið forsmekkinn af því sem koma skal og gætt sér á ís og hollum súpum frá téðum stöðum um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, bæði í Reykjavík og á Selfossi. „Rabbar Barinn verður með opið frá fimm síðdegis og fram á nótt á Selfossi í dag, og frá tólf á hádegi og fram á nótt á laugardeginum,“ segir Ragnar en í vagni Rabbar Barsins verða hollar súpur og samlokur til sölu. Ísleifur heppni verður hins vegar með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum á Hlemmi. „Það verður opið hjá Ísleifi frá tólf á hádegi og til sex á laugardaginn og sunnudaginn,“ segir Ragnar enn fremur en boðið verður upp á ýmsar ístegundir. „Íslendingar eru ísóðir allt árið um kring og ég á eftir að verða fastagestur þarna.“ Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, matar- og veitingamarkaðs á Hlemmi, vonast til þess að mathöllin opni á næstu dögum. Tekið verður forskot á sæluna um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, en ís úr fljótandi köfnunarefni verður til sölu við Hlemm. Þá er búið að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni.Strembin meðganga en opna á næstu dögumRagnar Egilsson, framkvæmdastjóri Hlemms Mathallar, segir í samtali við Vísi að nú sjái fyrir endann á framkvæmdunum sem höfðu tafist nokkuð vegna ófyrirsjánlegra viðhaldsmála í húsnæðinu. „Framkvæmdum er í raun lokið og við erum bara að vinna með leyfisstofnunum að bæta það sem þarf að bæta og vonumst til að opna á næstu dögum,” segir Ragnar. „Við erum öll gríðarlega spennt fyrir þessu og stolt af því hvernig þetta er að smella saman þrátt fyrir að meðgangan hafi verið dálítið strembin.“Grænmetissalinn og veitingastaðurinn Rabbar Barinn verður með bás á Hlemmi Mathöll. Þá verður hann með veitingasölu við Hlemm um helgina.Hlemmur MathöllJómfrúin opnar sinn fyrsta nýja stað og Brauð og co bæta við pizzumBúið er að semja við tíu kaupmenn um sölu á vörum og veitingum í mathöllinni. Þeirra á meðal eru hinn gamalgróni smurbrauðsstaður Jómfrúin, súrdegisfrömuðirnir í Brauð og co og „alvöru tacostaður beint frá Mexíkó,“ La Poblana. „Jómfrúin verður hjá okkur með sinn fyrsta nýja stað frá upphafi. Þau munu bjóða upp á sín landsþekktu smurbrauð. Svo verðum við með La Poblana, alvöru tacostað beint frá Mexíkó með úrval af tacos, alvöru tortillaflögur og „tamales,““ segir Ragnar. „Brauð og co opna sinn þriðja stað hjá okkur þar sem þau munu henda út þessum goðsagnakenndu súrdeigsbrauðum, ávanabindandi snúðum sínum og einhvers staðar heyrði ég að þeir ætluðu að bæta pizzum á matseðlinn.“ Þá verður boðið upp á vörur og veitingar frá Banh Mi, víetnömskum samlokustað, Borðinu úr vesturbæ Reykjavíkur, bjór- og kokteilastaðnum Skál, Te og Kaffi Micro Roast og Kröst.Allt er að verða tilbúið við bás Ísleifs heppna í Mathöllinni. Ísleifur verður með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum um helgina.Hlemmur MathöllTaka forskot á sæluna um Pride-helginaÍsstaðurinn Ísleifur heppni og grænmetissalinn Rabbar Barinn verða einnig með bása í mathöllinni þegar hún opnar. Svangir vegfarendur geta þó fengið forsmekkinn af því sem koma skal og gætt sér á ís og hollum súpum frá téðum stöðum um Pride-helgina, sem hefst formlega í dag, bæði í Reykjavík og á Selfossi. „Rabbar Barinn verður með opið frá fimm síðdegis og fram á nótt á Selfossi í dag, og frá tólf á hádegi og fram á nótt á laugardeginum,“ segir Ragnar en í vagni Rabbar Barsins verða hollar súpur og samlokur til sölu. Ísleifur heppni verður hins vegar með ís úr fljótandi köfnunarefni á boðstólnum á Hlemmi. „Það verður opið hjá Ísleifi frá tólf á hádegi og til sex á laugardaginn og sunnudaginn,“ segir Ragnar enn fremur en boðið verður upp á ýmsar ístegundir. „Íslendingar eru ísóðir allt árið um kring og ég á eftir að verða fastagestur þarna.“
Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira