Enski boltinn

Ísland og 25 ára saga ensku úrvalsdeildarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen er markahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi.
Eiður Smári Guðjohnsen er markahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi. Vísir/AFP
Enska úrvalsdeildin fagnar 25 ára afmæli sínu um þessar mundir og það er því ekki úr vegi að skoða þátttöku íslenskra knattspyrnumanna í deildinni á þessum aldarfjórðungi. Hér fyrir neðan eru nokkrar íslenskar staðreyndir um ensku úrvalsdeildina frá 1992 til 2017.

Þorvaldur Örlygsson.Vísir/Getty
31. ágúst 1992

Þorvaldur Örlygsson er fyrsti Íslendingurinn til að spila í ensku úrvalsdeildinni þegar hann spilaði allar 90 mínúturnar í 3-1 tapi Nott. Forest á móti Norwich á Carrow Road.

16. janúar 1993

Þorvaldur Örlygsson er fyrsti Íslendingurinn sem skorar í ensku úrvalsdeildinni þegar hann innsiglar 3-0 sigur Nottingham Forest á Chelsea á City Ground fimm mínútum eftir að hann kom inn á.



Hermann Hreiðarsson og Carlos Tevez.Vísir/AFP
 

332

Hermann Hreiðarsson er sá Íslendingur sem hefur spilað flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni en hann lék ellefu tímabil í deildinni með liðunum Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich, Charlton og Portsmouth.

Eiður Smári Guðjohnsen og John Terry.Vísir/Getty
 

55

Eiður Smári Guðjohnsen er sá Íslendingur sem hefur skorað flest mörk í ensku úrvalsdeildinni fyrir Chelsea (54) og Tottenham (1).

 

Gylfi Þór Sigurðsson.Vísir/Getty
 

33

Gylfi Þór Sigurðsson er sá Íslendingur sem hefur gefið flestar stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni.

Heiðar Helguson í leik með Watford á móti Liverpool.Vísir/AFP


2

Tveir íslenskir leikmenn hafa náð að skora í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni en það eru Heiðar Helguson með Watford á móti Liverpool 15. janúar 2000 og Jóhannes Karl Guðjónsson með Aston Villa á móti Middles­brough 28. janúar 2003.


Tengdar fréttir

Manchester er miðpunkturinn á ný í baráttunni um titilinn

Enska úrvalsdeildin hefst í kvöld og það með sögulegum föstudagsleik þegar Arsenal tekur á móti Leicester City. Chelsea vann titilinn á síðasta tímabili en flestir spekingar eru á því að baráttan í ár verði á milli City og United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×