Innlent

Dragsúgur með glimmer í Gleðigöngu

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Hápunktur hinsegin daga er á morgun þegar Gleðigangan fer um miðbæinn með tilheyrandi fjöri. Hún fer þó öfugan hring þetta árið og hefst stundvíslega klukkan tvö neðst á Hverfisgötunni, fer Lækjargötuna, meðfram Tjörninni og endar í Hljómskálagarðinum.

Setta María er göngustjórinn og segir 33 hópa vera í göngunni í ár, sem er svipaður fjöldi og síðustu ár - en það eru einhverjir nýliðar.

„Eikynhneigðir, eða Asexual, eru í fyrsta skipti með eigin hóp í göngunni í ár," segir hún.

Í dag voru allir hópar önnum kafnir að hafa til vagnana sína. Á Ægisgarði var fjöllistahópurinn Dragsúgur að mála, blása í blöðrur og hengja upp fána.

Hópurinn samanstendur af 20-30 dragkóngum og dragdrottningum - og vagninn verður í þeirra anda. Blöðrur, glimmer og konfetti. Þau eru fullviss um að sprengja alla gleði- og glimmerskala á morgun eins og sjá má í myndskeiðinu að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×