Innlent

Tölvuþrjótar reyndu að svíkja út milljónir úr íslensku fyrirtæki

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Glæpamenn fremja oft kortasvik í gegn um tölvur.
Glæpamenn fremja oft kortasvik í gegn um tölvur. Vísir/Getty
Tölvuþrjótar gerðu í gær tilraun til að svíkja hátt í sex milljónir króna út úr íslensku fyrirtæki með því að senda fölsk fyrirmæli í nafni framkvæmdastjórans. Starfsmaður fyrirtækisins sá í gegnum svikamylluna.

Þetta kemur fram á vef Landsbankans en fyrirtækið sem um ræðir er í viðskiptum við Landsbankann. Höfðu starfsmenn Landsbankans og fyrirtækisins samvinnu um viðbrögð við svikatilrauninni.

Fölsku fyrirmælin bárust í tölvupósti frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins til annars yfirmanns hjá fyrirtækinu. Í póstinum var viðkomandi beðinn um að millifæra andvirði tæplega sex milljóna króna á reikning hjá banka á meginlandi Evrópu.

Starfsmaðurinn sá hins vegar í gegnum svikamylluna og ekkert fé tapaðist. Þegar bið varð á að millifærslan skilaði sér sendu þrjótarnir ítrekanir og ráku á eftir greiðslu.

Á vef Landsbankans segir að tilraunum til að svíkja fé út úr fyrirtækjum með því að falsa tölvupósta og gefa fölsk fyrirmæli um greiðslur hafi fjölgað undanfarin ár. Telur Landsbankinn fulla ástæðu til að vara fyrirtæki við tilraunum á borð við þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×