Innlent

Engin starfsleyfi gefin út

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Einstaklingur sem býður heimagistingu þarf að staðfesta við skráningu hjá sýslumanni að til staðar sé starfsleyfi heilbrigðisnefndar.
Einstaklingur sem býður heimagistingu þarf að staðfesta við skráningu hjá sýslumanni að til staðar sé starfsleyfi heilbrigðisnefndar. vísir/vilhelm
„Það hafa borist rúmlega 50 umsóknir frá áramótum um starfsleyfi vegna nýju heimagistingarinnar. Við höfum enn ekki gefið út nein starfsleyfi en munum afgreiða um 10 leyfi núna í vikunni,“ segir Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Þar hafa heilbrigðisfulltrúar verið önnum kafnir við að gera úttekt á húsnæði einstaklinga sem leigja ferðamönnum.

„Við ráðumst á þennan skafl eins og hægt er. Við erum enn að afgreiða þá sem sóttu um fyrir áramót,“ tekur Óskar fram.

Samkvæmt reglugerð sem tók gildi um áramótin var rekstrarleyfisskylda afnumin af heimagistingu en einstaklingur sem býður heimagistingu þarf að staðfesta við skráningu hjá sýslumanni að til staðar sé starfsleyfi heilbrigðisnefndar. Endurnýja þarf skráningu á hverju ári.

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun annast eftirlit með skráðum og skráningarskyldum aðilum. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu verður listi yfir skráðar heimagistingar birtur á næstu dögum og verður hann aðgengilegur á vefsíðu sýslumanna. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttalbaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×