Enski boltinn

Swansea upp að hlið Leicester og Burnley vann | Úrslit kvöldsins í enska | Sjáðu mörkin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson var hetja Swansea í kvöld. vísir/getty
Sigurmark Gylfa Þór Sigurðssonar sá til þess að Swansea sat ekki í fallsæti eftir leiki kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni því Crystal Palace vann 2-0 útisigur á Bournemouth á sama tíma.

Þetta var gott kvöld fyrir Chelsea þrátt fyrir 1-1 jafntefli á móti Liverpool á Anfield því liðin í næstum sætum töpuðu öll stigum og Chelsea náði að auka forskot sitt í níu stig.

Tottenham náði bara markalausu jafntefli á útivelli á móti Sunderland og Arsenal tapaði 2-1 á heimavelli á móti Watford.



Watford vann sinn fyrsta útisigur í langan tíma þökk sé mörkum frá Younes Kaboul og Troy Deeneyá fyrstu þrettán mínútum leiksins. Arsenal klúðraði því góðu færi til að minnka forskot Chelsea á toppnum.  

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Swansea í öðrum leiknum í röð og lagði einnig upp fyrra markið í 2-1 heimasigri á Southampton. Swansea er þar með komið með 21 stig og upp að hlið Middlesbrough og Leicester City.

Burnley vann 1-0 heimasigur á Englandsmeisturum Leicester City en Sam Vokes skoraði sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Burnley hefur náð 25 af 26 stigum sínum á heimavelli í vetur en Leicester á enn eftir að vinna á útivelli.



Scott Dann og Christian Benteke tryggðu Crystal Palace 2-0 útisigur á Bournemouth en mark Benteke kom ekki fyrr en í blálokin.



Diego Costa gat tryggt Chelsea sigur á Liverpool á Anfield en varði vítaspyrnu frá honum þrettán mínútum fyrir leikslok. David Luiz kom Chelsea í 1-0 með marki úr aukaspyrnu en Georginio Wijnaldum skoraði jöfnunarmarkið í seinni hálfleiknum.



Úrslit og markaskorarar úr ensku úrvalsdeildinni í kvöld:

Bournemouth - Crystal Palace    0-2

0-1 Scott Dann (47.), 0-2 Christian Benteke (90.)

Sunderland - Tottenham    0-0

Arsenal - Watford    1-2

0-1 Younes Kaboul (10.), 0-2 Troy Deeney (13.), 1-2 Alex Iwobi (58.)

Swansea - Southampton    2-1

1-0 Alfie Mawson (38.), 1-1 Shane Long (58.), 2-1 Gylfi Þór Sigurðsson (70.).

Middlesbrough - West Bromwich    1-1

0-1 James Morrison (6.), 1-1 Álvaro Negredo, víti (17.)

Burnley - Leicester    1-0

1-0 Sam Vokes (87.)

Liverpool - Chelsea    1-1

0-1 David Luiz (25.), 1-1 Georginio Wijnaldum (57.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×