Formúla 1

Haas F1 liðið kynnir sinn annan bíl

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
VF-17 bíll Haas liðsins.
VF-17 bíll Haas liðsins. Vísir/SkySportsF1.com
Haas F1 liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan bíl sinn. Bíllinn er önnur kynslóðin af Haas bíl sem tekur þátt í Formúlu 1. Haas liðið kom nýtt inn í Formúlu 1 á síðasta tímabili.

Bíllinn sem ber heitið VF-17, er með ugga semm og aðrir bílar. Engan T-væng er að finna sem er ögn óvænt og kannski merki þess að samstarf Ferrari og Haas liðsins sé að minnka. Ferrari bíllinn skartar T-væng og fyrir síðasta tímabil aðstoðaði Ferrari Haas liðið talsvert við hönnun bílsins.

VF-17.Vísir/Skysportsf1.com
Litasamsetning bílsins hefur breyst aðeins og meira er af steingráum í yfirbyggingu bílsins en áður. Athygli vekur einnig að enginn höfuð styrktaraðili er á bílnum. Haas liðið hlýtur að þurfa að fara að finna stóra styrktaraðila.

Ökumenn Haas liðsins verða Romain Grosjean sem einnig ók fyrir liðið í fyrra en við hlið hans mun aka hinn danski Kevin Magnussen. Magnussen var á mála hjá Renault liðinu á síðasta tímabili.


Tengdar fréttir

Red Bull kynnir nýjan bíl

Red Bull liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan bíl sinn fyrir komandi tímabil. Bíllinn ber nafni RB13.

Ferrari frumsýnir nýjan fák

Ferrari liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan keppnisbíl sinn á Fiorano braut liðsins á Ítalíu. Bíllinn ber nafnið SF70H

McLaren frumsýnir appelsínugulan MCL32

McLaren liðið í Formúlu 1 frumsýndi í dag nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn ber heitið MCL32 og er appelsínugulur að mestu leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×