„Þetta er mikið og þungt högg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. maí 2017 16:23 Vilhjálmur Birgisson var á fundi starfsmanna í dag. Vísir/Anton „Þetta eru mjög mikilvæg störf sem við erum hér að missa,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eftir að tilkynnt var um að 86 starfsmenn HB Granda sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp.Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni félagsins í Reykjavík. Viðræður höfðu staðið yfir á milli HB Granda, Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna um nauðsynlegar endurbætur á höfninni. Stóðu vonir til þess að þær viðræður myndu verða til þess að ekki þyrfti að segja starsfólki upp. „Nú er komin niðurstaða í það og þetta gekk ekki eftir. Þetta er sorgardagur að hér sé verið að hætta landvinnslu á Akranesi eftir um hundrað ár. Þetta fyrirtæki hefur verið starfrækt hérna frá 1906 þannig að þetta er dapurt,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningu frá HB Granda til kauphallar segir að starfsfólki verði boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vilhjálmur segir þó að erfitt geti verið fyrir marga af þeim sem sagt var upp að þiggja starf í Reykjavík. „Aðstæður þessara kvenna sem um ræðir, þetta eru margar konur með börn í skóla og leikskóla. Það verður mjög erfitt,“ segir Vilhjálmur en stór hluti þeirra sem sagt verður upp eru konur. „Þetta eru að stórum hluta kvennastörf þó það sé vissulega séu karlmenn undir líka. Þetta er þungt högg fyrir okkur og við þurfum að sjá hvernig úr þessu vinnst,“ segir Vilhjálmur sem bendir á að fyrirtæki, ekki síst þau sem starfi í sjávarútvegi þurfi að sinna samfélagslegri skyldu gagnvart sveitarfélögum og starfsfólki. „Þetta eru langmikilvægustu störfin og þetta hefur verið fjöregg okkar Skagamanna, landvinnslan. Þetta er mikið og þungt högg.“ Brim Tengdar fréttir Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
„Þetta eru mjög mikilvæg störf sem við erum hér að missa,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, eftir að tilkynnt var um að 86 starfsmenn HB Granda sem allir starfa í botnfiskvinnslu verði sagt upp.Vinnslan á Akranesi lokar þann 1. september næstkomandi og verður þá sameinuð vinnslunni félagsins í Reykjavík. Viðræður höfðu staðið yfir á milli HB Granda, Akraneskaupstaðar og Faxaflóahafna um nauðsynlegar endurbætur á höfninni. Stóðu vonir til þess að þær viðræður myndu verða til þess að ekki þyrfti að segja starsfólki upp. „Nú er komin niðurstaða í það og þetta gekk ekki eftir. Þetta er sorgardagur að hér sé verið að hætta landvinnslu á Akranesi eftir um hundrað ár. Þetta fyrirtæki hefur verið starfrækt hérna frá 1906 þannig að þetta er dapurt,“ segir Vilhjálmur. Í tilkynningu frá HB Granda til kauphallar segir að starfsfólki verði boðið að sækja um önnur störf hjá HB Granda og dótturfélögum í Reykjavík og á Akranesi. Vilhjálmur segir þó að erfitt geti verið fyrir marga af þeim sem sagt var upp að þiggja starf í Reykjavík. „Aðstæður þessara kvenna sem um ræðir, þetta eru margar konur með börn í skóla og leikskóla. Það verður mjög erfitt,“ segir Vilhjálmur en stór hluti þeirra sem sagt verður upp eru konur. „Þetta eru að stórum hluta kvennastörf þó það sé vissulega séu karlmenn undir líka. Þetta er þungt högg fyrir okkur og við þurfum að sjá hvernig úr þessu vinnst,“ segir Vilhjálmur sem bendir á að fyrirtæki, ekki síst þau sem starfi í sjávarútvegi þurfi að sinna samfélagslegri skyldu gagnvart sveitarfélögum og starfsfólki. „Þetta eru langmikilvægustu störfin og þetta hefur verið fjöregg okkar Skagamanna, landvinnslan. Þetta er mikið og þungt högg.“
Brim Tengdar fréttir Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Nærri tveir milljarðar í arð hjá Granda Ein króna á hvern hlut í HB Granda verður greidd í arð vegna ársins 2016. Samtals nemur fjárhæðin 1,8 milljörðum króna. Arðurinn verður greiddur þann 31. maí næstkomandi. Þetta var samþykkt á aðalfundi HB Granda í gær. 6. maí 2017 07:00
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14