Mikilli spennu á vinnumarkaði mætt með innflutningi á fólki Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2017 12:59 Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi. Vísir/Vilhelm Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki.Hagsjá Landsbankans hefur tekið saman tölur frá Hagstofu Íslands um stöðuna á vinnumarkaðnum. Í marsmánuði voru rúmlega 199 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafði fjölgað um 8.000 frá mánuðinum áður og um 15.500 frá því í mars 2016, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir spennuna á vinnumarkaði endurspeglast í starfsemi stofnunarinnar. „Það má segja það. Það hefur orðið mikil breyting á starfseminni. Atvinnuleysi hefur náttúrlega dregist mikið saman. Um leið hefur orðið mikil ásókn í starfsfólk erlendis frá því við önnum ekki þessari miklu þenslu. Það vantar fólk í vinnu,“ segir Unnur. Landsmönnum fjölgaði um 5.800 milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils á þessu ári. Stór hluti af fjölguninni skýrist af miklum flutningi fólks til landsins. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 manns frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið.VinnumálastofnunVísir/hannaSjáið þið fólk hverfa hröðum skrefum af atvinnuleysisskrá?„Já, já við höfum gert það undanfarin tvö til þrjú ár. Fólki á atvinnuleysisskrá hefur stöðugt fækkað og það er mikið af fólki komið í vinnu,“ segir Unnur. Í Hagsjá Landsbankans segir að mikil eftirspurn eftir vinnuafli hafi fram að þessu ekki skilað sér í auknum verðbólguþrýstingi nema að litlu leyti. Það skýrist að hluta til af styrkingu krónunnar en að verulegu leyti af miklum innflutningi erlends vinnuafls sem hafi aukið framleiðslugetu þjóðarbúsins. Fyrr á árum hafi mikil eftirspurn eftir vinnuafli jafnan leitt til mikils launaskriðs og verðhækkana en svo virðist sem mikill innflutningur vinnuafls haldi aftur af þeirri þróun.Erum við komin í það sem kallað hefur verið náttúrulegt atvinnuleysi, þar sem atvinnuleysi getur verið minnst?„Ég er ekki sérfræðingur í því en ég gæti sem best trúað því já. Ég held að við séum að nálgast töluna eins og hún var 2007. Eða hvort við erum komin undir hana. Ég er ekki alveg með það á hreinu. En við erum örugglega komin mjög nálægt því,“ segir Unnur Sverrisdóttir. Tengdar fréttir Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Gífurleg eftirspurn er eftir vinnuafli á Íslandi um þessar mundir og fjölgaði starfandi fólki á vinnumarkaði um átta þúsund manns frá febrúar til mars. Atvinnuleysi hefur ekki verið minna frá hruni en aukinni eftirspurn eftir vinnuafli hefur verið mætt með auknum innflutningi á fólki.Hagsjá Landsbankans hefur tekið saman tölur frá Hagstofu Íslands um stöðuna á vinnumarkaðnum. Í marsmánuði voru rúmlega 199 þúsund manns starfandi á íslenskum vinnumarkaði og hafði fjölgað um 8.000 frá mánuðinum áður og um 15.500 frá því í mars 2016, eða um 8,4 prósent. Atvinnuþátttaka er mjög há í sögulegu samhengi og að sama skapi hefur atvinnuleysi minnkað verulega og var einungis 1,7 prósent í mars, samkvæmt mælingum Hagstofunnar. Unnur Sverrisdóttir, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, segir spennuna á vinnumarkaði endurspeglast í starfsemi stofnunarinnar. „Það má segja það. Það hefur orðið mikil breyting á starfseminni. Atvinnuleysi hefur náttúrlega dregist mikið saman. Um leið hefur orðið mikil ásókn í starfsfólk erlendis frá því við önnum ekki þessari miklu þenslu. Það vantar fólk í vinnu,“ segir Unnur. Landsmönnum fjölgaði um 5.800 milli fyrsta ársfjórðungs í fyrra og sama tímabils á þessu ári. Stór hluti af fjölguninni skýrist af miklum flutningi fólks til landsins. Þannig fjölgaði erlendum ríkisborgurum með búsetu hér á landi um 3.800 manns frá mars í fyrra til mars á þessu ári og Íslendingum á vinnumarkaði hefur líka fjölgað mikið.VinnumálastofnunVísir/hannaSjáið þið fólk hverfa hröðum skrefum af atvinnuleysisskrá?„Já, já við höfum gert það undanfarin tvö til þrjú ár. Fólki á atvinnuleysisskrá hefur stöðugt fækkað og það er mikið af fólki komið í vinnu,“ segir Unnur. Í Hagsjá Landsbankans segir að mikil eftirspurn eftir vinnuafli hafi fram að þessu ekki skilað sér í auknum verðbólguþrýstingi nema að litlu leyti. Það skýrist að hluta til af styrkingu krónunnar en að verulegu leyti af miklum innflutningi erlends vinnuafls sem hafi aukið framleiðslugetu þjóðarbúsins. Fyrr á árum hafi mikil eftirspurn eftir vinnuafli jafnan leitt til mikils launaskriðs og verðhækkana en svo virðist sem mikill innflutningur vinnuafls haldi aftur af þeirri þróun.Erum við komin í það sem kallað hefur verið náttúrulegt atvinnuleysi, þar sem atvinnuleysi getur verið minnst?„Ég er ekki sérfræðingur í því en ég gæti sem best trúað því já. Ég held að við séum að nálgast töluna eins og hún var 2007. Eða hvort við erum komin undir hana. Ég er ekki alveg með það á hreinu. En við erum örugglega komin mjög nálægt því,“ segir Unnur Sverrisdóttir.
Tengdar fréttir Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Sjá meira
Spá því að einkaneysla og hagvöxtur muni aukast Vöxtur í fjárfestingu, ferðaþjónustu og neyslu er meiri en áætlað var og styrking gengisins mun svo hafa þau áhrif að verðbólga mun aukast seinna en upphaflega var haldið. 4. nóvember 2016 11:12