Fótbolti

Herrera: Við erum komnir í úrslit og það er það sem telur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ander Herrera í baráttunni í kvöld.
Ander Herrera í baráttunni í kvöld. vísir/getty
Manchester United er komið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta eftir 1-1 jafntefli á móti Celta Vigo frá Spáni í seinni leik liðanna í kvöld en United vann fyrri leikinn, 1-0, á Spáni.

Celta fékk nóg af færum í kvöld, meðal annars algjört dauðafæri á síðustu sekúndu leiksins þegar John Guidetti, leikmaður gestanna, skaut boltanum upp í höndina á sér fyrir opnu marki.

„Þetta var brjálaður leikur. Við vorum betri í fyrri leiknum og áttum að vinna stærra þar. Við áttum í vandræðum í kvöld,“ sagði Ander Herrera, við BT Sport eftir leikinn í kvöld.

„En við erum komnir í úrslitaleikinn og það er það sem telur. Það er ekki auðvelt að vinna undanúrslitaleiki. Við erum búnir að leggja mikið á okkur til að komast svona langt.“

„Við erum búnir að spila marga leiki. Við vitum að það er nánast ómögulegt fyrir okkur að komast í Meistradeildina í gegnum ensku úrvalsdeildina þannig við munum gefa allt í úrslitaleikinn,“ segir Ander Herrera.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×