Bíó og sjónvarp

Áhorfendur brjálaðir út í BBC fyrir að sýna draug Díönu prinsessu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Skjáskot úr sjónvarpsmyndinni af draugi Díönu prinsessu.
Skjáskot úr sjónvarpsmyndinni af draugi Díönu prinsessu.
Breskir sjónvarpsáhorfendur eru vægast sagt ósáttir við ríkissjónvarpið sitt, BBC, eftir að draugur Díönu prinsessu birtist í nýrri sjónvarpsmynd um Karl Bretakonung en myndin fjallar um þann tíma þegar Karl Bretaprins er orðinn kóngur. Hún er byggð á samnefndu leikriti, King Charles III, sem vakti mikla athygli þegar það var frumsýnt í London árið 2014.

Sjónvarpsmyndin var sýnd á BBC Two í gærkvöldi og hefur vakið blendin viðbrögð. Þannig blöskrar mörgum að í myndinni sé draugur Díönu prinsessu sýndur þar sem hann ásækir Karl og syni þeirra Díönu, prinsana Vilhjálm og Harry.

Fjallað er um málið á vef breska blaðsins The Telegraph þar sem segir að sumir áhorfendur hafa kallað þetta „konunglegt einelti.“ Þá segja aðrir að myndin dragi ekki upp rétta mynd af konungsfjölskyldunni.

Hér að neðan má sjá nokkur tíst frá áhorfendum sem voru ekki par hrifnir af myndinni, þvert á gagnrýnanda The Telegraph sem gaf henni fimm stjörnur.

Hér að neðan má svo sjá stiklu fyrir myndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×