Tveir menn grunaðir um að ráðast á fimm ára barn í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 23. nóvember 2017 10:41 Tveir menn eru í haldi lögreglu vegna málsins og verða yfirheyrðir síðar í dag. Vísir Tveir karlmenn um þrítugt eru í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa veist að dreng á fimmta aldursári í miðborg Reykjavíkur á sjötta tímanum í gær. Drengurinn sat í barnastól í aftursæti bíls sem móðir hans ók. Konan var stödd á rauðu ljósi við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar þegar tveir menn í annarlegu ástandi gengu að bílnum. Annar þeirra er sagður hafa rifið upp hurð bílsins og hrópaði þá konan á þá að loka dyrunum og koma sér í burtu. Lögreglan segir mennina hafa orðið við því. Þegar konan var komin neðar á Laugaveginn áttaði hún sig á því að hin hurðin hafði einnig verið rifin upp og sér þá að sonur hennar er alblóðugur í framan og virðist hafa verið laminn í andlitið. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að mennirnir hefðu verið handteknir stuttu síðar og hefðu verið mjög erfiðir við handtökuna. „Það þurfti að beita töluverðu valdi því þeir voru erfiðir,“ segir Guðmundur og nefnir að átta lögreglumenn hafi komið að málinu. Mennirnir eru sem fyrr segir um þrítugt en Guðmundur segir lögreglu kannast við þá. Þeir verða yfirheyrðir síðar í dag. Samkvæmt heimildum Vísis slasaðist barnið ekki alvarlega en er í miklu áfalli. Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Tveir karlmenn um þrítugt eru í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa veist að dreng á fimmta aldursári í miðborg Reykjavíkur á sjötta tímanum í gær. Drengurinn sat í barnastól í aftursæti bíls sem móðir hans ók. Konan var stödd á rauðu ljósi við gatnamót Laugavegs og Snorrabrautar þegar tveir menn í annarlegu ástandi gengu að bílnum. Annar þeirra er sagður hafa rifið upp hurð bílsins og hrópaði þá konan á þá að loka dyrunum og koma sér í burtu. Lögreglan segir mennina hafa orðið við því. Þegar konan var komin neðar á Laugaveginn áttaði hún sig á því að hin hurðin hafði einnig verið rifin upp og sér þá að sonur hennar er alblóðugur í framan og virðist hafa verið laminn í andlitið. Guðmundur Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að mennirnir hefðu verið handteknir stuttu síðar og hefðu verið mjög erfiðir við handtökuna. „Það þurfti að beita töluverðu valdi því þeir voru erfiðir,“ segir Guðmundur og nefnir að átta lögreglumenn hafi komið að málinu. Mennirnir eru sem fyrr segir um þrítugt en Guðmundur segir lögreglu kannast við þá. Þeir verða yfirheyrðir síðar í dag. Samkvæmt heimildum Vísis slasaðist barnið ekki alvarlega en er í miklu áfalli.
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira