Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 12:19 Maðurinn sem grunaður er um aðild að málinu er hér leiddur fyrir dómara í nóvember síðastliðnum. Vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. Par, íslenskur karl og kona frá Perú, er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna málsins en varðhaldið rennur út á morgun. Konan er á fertugsaldri en maðurinn á fimmtugsaldri. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en verið að yfirheyra parið og verður ákvörðun um varðhaldið tekin þegar yfirheyrslum er lokið. Undanfarið hefur rannsóknin miðað að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur dagsins.Allar konurnar frá Perú Greint hefur verið frá því að grunur leiki á því að parið hafi gert þrjár konur út í vændi. Þær eru allar frá Perú, líkt og konan sem er í haldi vegna málsins, og hafa þær yfirgefið landið. Aðspurður hvort það liggi fyrir hvort að konurnar þrjár séu þolendur mansals segir Grímur það hluta af rannsókninni. „Það kom líka fram í upphafi að þeim voru boðin viðeigandi úrræði ef um slíkt væri að ræða en þær þáðu þau ekki og fóru af landi,“ segir Grímur.En eru einhver tengsl á milli kvennanna þriggja og hinnar grunuðu í málinu? „Það er líka til rannsóknar í þessu máli hvort að það sé einhver milliganga eða þvingun en það er allavega ljóst að konurnar voru með sín vegabréf þannig að þær gátu farið af landinu,“ segir Grímur.Konurnar þrjár áttu hluta af peningunum sem lagt var hald á Konurnar hafi ekki verið ólöglega hér á landi en ríkisborgarar frá Perú þurfa ekki vegabréfaáritun til að koma hingað til Íslands. Konurnar hafi komið hingað sem ferðamenn og hafi verið innan þeirra 90 daga marka sem ferðamenn utan Schengensvæðisins mega dvelja inni á svæðinu. Komið hefur fram að lögreglan telji sig vita um tugi kaupenda í málinu. Grímur segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram yfir neinum þeirra en það standi til. Hann vill ekki svara því hvernig lögreglan komst á snoðir um það hverjir eru hugsanlegir kaupendur, til að mynda hvort að parið hafi haldið skrá yfir viðskiptavini. „Þetta er bara eitthvað sem rannsóknin hefur leitt að einhverju leyti hverjir þetta eru án þess að ég fari nánar út í það,“ segir Grímur. Í húsleitunum var lagt hald á tölvur, síma og fjármuni. Grímur segir upphæðina sem hald var lagt á nema um þremur milljónum króna. „Þetta voru um þrjár milljónir í heildina en eitthvað af því áttu þessar konur sem eru farnar af landi brott og fengu þær til baka það sem þær áttu.“ Grímur vill ekki svara því hvort að játning liggi fyrir í málinu. Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33 Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. Par, íslenskur karl og kona frá Perú, er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna málsins en varðhaldið rennur út á morgun. Konan er á fertugsaldri en maðurinn á fimmtugsaldri. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en verið að yfirheyra parið og verður ákvörðun um varðhaldið tekin þegar yfirheyrslum er lokið. Undanfarið hefur rannsóknin miðað að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur dagsins.Allar konurnar frá Perú Greint hefur verið frá því að grunur leiki á því að parið hafi gert þrjár konur út í vændi. Þær eru allar frá Perú, líkt og konan sem er í haldi vegna málsins, og hafa þær yfirgefið landið. Aðspurður hvort það liggi fyrir hvort að konurnar þrjár séu þolendur mansals segir Grímur það hluta af rannsókninni. „Það kom líka fram í upphafi að þeim voru boðin viðeigandi úrræði ef um slíkt væri að ræða en þær þáðu þau ekki og fóru af landi,“ segir Grímur.En eru einhver tengsl á milli kvennanna þriggja og hinnar grunuðu í málinu? „Það er líka til rannsóknar í þessu máli hvort að það sé einhver milliganga eða þvingun en það er allavega ljóst að konurnar voru með sín vegabréf þannig að þær gátu farið af landinu,“ segir Grímur.Konurnar þrjár áttu hluta af peningunum sem lagt var hald á Konurnar hafi ekki verið ólöglega hér á landi en ríkisborgarar frá Perú þurfa ekki vegabréfaáritun til að koma hingað til Íslands. Konurnar hafi komið hingað sem ferðamenn og hafi verið innan þeirra 90 daga marka sem ferðamenn utan Schengensvæðisins mega dvelja inni á svæðinu. Komið hefur fram að lögreglan telji sig vita um tugi kaupenda í málinu. Grímur segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram yfir neinum þeirra en það standi til. Hann vill ekki svara því hvernig lögreglan komst á snoðir um það hverjir eru hugsanlegir kaupendur, til að mynda hvort að parið hafi haldið skrá yfir viðskiptavini. „Þetta er bara eitthvað sem rannsóknin hefur leitt að einhverju leyti hverjir þetta eru án þess að ég fari nánar út í það,“ segir Grímur. Í húsleitunum var lagt hald á tölvur, síma og fjármuni. Grímur segir upphæðina sem hald var lagt á nema um þremur milljónum króna. „Þetta voru um þrjár milljónir í heildina en eitthvað af því áttu þessar konur sem eru farnar af landi brott og fengu þær til baka það sem þær áttu.“ Grímur vill ekki svara því hvort að játning liggi fyrir í málinu.
Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33 Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30
Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33
Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33