Katrín kallar flokksráð ekki saman nema hún geti lagt fram raunverulegan valkost Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2017 19:00 Mikið þarf út af að bera svo ekki verði af stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. Væntanlegur forsætisráðherra segir að hún boði ekki til fundar í flokksstofnunum í næstu viku nema hún hafi trú á að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður fram væri raunverulegur valkostur fyrir hennar félaga. Formenn flokkanna þriggja hafa átt í viðræðum um stjórnarmyndun í Ráðherrabústaðnum undanfarna daga og svo var einnig í dag. En nú er ljóst að ekkert verður af stjórnarmyndun fyrr en upp úr miðri næstu viku. Formennirnir höfðu ætlað sér að reyna að ljúka gerð stjórnarsáttmála um komandi helgi. En Katrín Jakobsdóttir segir margt valda því að það takist ekki, meðal annars að kosið hafi verið á óvenjulegum tíma. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endan á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ segir Katrín. Hún muni væntanlega ákveða dagsetningu flokksráðsfundar endanlega á morgun en miðvikudagurinn er líklegastur. Það séu því allar líkur á að ný ríkisstjórn taki við á fimmtudag eða föstudag. „En við erum ekki búin að leysa alla hnúta. Það verður líka að fylgja sögunni. Þannig að það verkefni bíður okkar næstu sólarhringa.“En eruð þið komin samt þangað að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að staðan breyttist og ekkert verði af þessu samstarfi? „Við sitjum öll við borðið með þann einbeitta ásetning að finna lausnir á þeim vandamálum sem eru uppi. En eins og allir vita þá eru þetta mjög ólíkir flokkar. Þannig að þau hafa kannski verið fleiri ágreiningsefnin en þegar flokkar sem standa nær vinna saman,“ segir Katrín. Töluverð ólga er innan Vinstri grænna vegna væntanlegs samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.Þegar þú kemur út úr þessu og ef allt tekst, að þá ertu að koma út með sáttamála sem þú getur kinnroðalaust mælt með fyrir þitt fólk? „Ég fer ekki að boða til fundar í mínum flokksstofnunum nem aég hafi trú á því að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður til væri raunverulegur valkostur fyrir mína félaga,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Sjá meira
Mikið þarf út af að bera svo ekki verði af stjórnarsamstarfi Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þótt enn sé ekki búið að útkljá öll mál á milli flokkana. Væntanlegur forsætisráðherra segir að hún boði ekki til fundar í flokksstofnunum í næstu viku nema hún hafi trú á að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður fram væri raunverulegur valkostur fyrir hennar félaga. Formenn flokkanna þriggja hafa átt í viðræðum um stjórnarmyndun í Ráðherrabústaðnum undanfarna daga og svo var einnig í dag. En nú er ljóst að ekkert verður af stjórnarmyndun fyrr en upp úr miðri næstu viku. Formennirnir höfðu ætlað sér að reyna að ljúka gerð stjórnarsáttmála um komandi helgi. En Katrín Jakobsdóttir segir margt valda því að það takist ekki, meðal annars að kosið hafi verið á óvenjulegum tíma. „Þannig að ný ríkisstjórn þyrfti líka að vera tilbúin með fjárlagatillögur. Það er það sem við erum að fara að einbeita okkur að næstu daga. Ásamt því að setjast yfir síðustu stóru málin í málefnasáttmála. Þannig að við ættum að sjá fyrir endan á þessu upp úr helginni og við gerum ráð fyrir því, ef við náum svo á endanum saman, að það verði hægt að boða flokksstofnanir til funda um miðja næstu viku,“ segir Katrín. Hún muni væntanlega ákveða dagsetningu flokksráðsfundar endanlega á morgun en miðvikudagurinn er líklegastur. Það séu því allar líkur á að ný ríkisstjórn taki við á fimmtudag eða föstudag. „En við erum ekki búin að leysa alla hnúta. Það verður líka að fylgja sögunni. Þannig að það verkefni bíður okkar næstu sólarhringa.“En eruð þið komin samt þangað að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að staðan breyttist og ekkert verði af þessu samstarfi? „Við sitjum öll við borðið með þann einbeitta ásetning að finna lausnir á þeim vandamálum sem eru uppi. En eins og allir vita þá eru þetta mjög ólíkir flokkar. Þannig að þau hafa kannski verið fleiri ágreiningsefnin en þegar flokkar sem standa nær vinna saman,“ segir Katrín. Töluverð ólga er innan Vinstri grænna vegna væntanlegs samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.Þegar þú kemur út úr þessu og ef allt tekst, að þá ertu að koma út með sáttamála sem þú getur kinnroðalaust mælt með fyrir þitt fólk? „Ég fer ekki að boða til fundar í mínum flokksstofnunum nem aég hafi trú á því að sá málefnasáttmáli sem þar yrði lagður til væri raunverulegur valkostur fyrir mína félaga,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00 Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Sjá meira
Ný ríkisstjórn gæti tekið til starfa í næstu viku "Það er sá tími sem við horfum til,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. 23. nóvember 2017 13:00
Sífellt teygist á viðræðum Enn liggur ekki fyrir hvort eða hvenær Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur mynda ríkisstjórn. 23. nóvember 2017 07:00