Haukakonur fylgja toppliði Vals fast eftir eftir fjögurra marka sigur á botnliði Gróttu á Ásvöllum í kvöld.
Haukakonur unnu leikinn 23-19 og hafa þar með unnið fimm sigra og gert eitt jafntefli í síðustu sex deildarleikjum sínum. Haukaliðið minnkaði forskot Vals á toppnum í þrjú stig með þessum sigri.
Gróttukonur hafa enn ekki unnið leik í vetur en þær voru einu marki yfir í hálfleik, 11-10.
Góður fyrri hálfleikur og stórleikur Lovísa Thompson sem skoraði ellefu mörk í leiknum, dugði hinsvegar ekki til.
Haukaliðið var sterkari í seinni hálfleik og landaði góðum heimasigri.
Haukar - Grótta 23-19 (10-11)
Mörk Hauka: Maria Ines Silva Pereira 8, Berta Rut Harðardóttir 6, Sigrún Jóhannsdóttir 4, Guðrún Erla Bjarnadóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1, Erla Eiríksdóttir 1, Vilborg Pétursdóttir 1.
Mörk Gróttu: Lovísa Thompson 11, Elva Björg Arnarsdóttir 5, Kristjana Björk Steinarsdóttir 2, Savica Mrkikj 1.

