Ætla að bjóða gjaldfrjáls námsgögn á næsta skólaári Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 15:21 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, mælir nú fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar á fundi borgarstjórnar. Vísir/anton Meirihluti borgarstjórnar hefur lagt til að bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum borgarinnar á næsta skólaári, 2018 til 2019. Verði þessi tillaga samþykkt , sem yfirgnæfandi líkur eru á, á fundi borgarstjórnar í dag bætist Reykjavíkurborg í hóp sveitarfélaga sem bjóða grunnskólabörnum gjaldfrjáls námsgögn. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá þessari tillögu í ræðu sem hann hélt á fundi borgarstjórnar í dag þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er nú til umræðu. „Með þessu er verið að bregðast meðal annars við ákalli Barnaheilla og foreldrafélaganna í Breiðholti og líka Framsóknar og flugvallarvina sem lögðu þetta til fyrr á þessu ári,“ sagði Dagur í ræðu sinni. Farið verður í útboð fyrir alla grunnskóla í Reykjavík og verður fjárheimildum skóla-og frístundasviðs breytt í samræmi við niðurstöður útboðsins, segir í tillögu meirihlutans. Þó nokkur umræða hefur farið fram undanfarin ár um gjaldfrjáls námsgögn og hafa Barnaheill bent á það kostnaður foreldra og forráðamanna grunnskólabarna vegna námsgagna geti hlaupið á tugum þúsunda. Þá benti Barnaheill á það í maí í fyrra að innkaupalistar grunnskólabarna samræmist ekki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem hann kveður á um að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds og að ekki megi mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Á meðal sveitarfélaga sem bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn eru Akranes, Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Blönduós og Akureyri en á vef Barnaheilla má finna nánari upplýsingar um það hvaða sveitarfélög bjóða upp á þessa þjónustu. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fundi borgarstjórnar í beinni. Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og sjá hvort það er eitthvað sem hefði geta farið betur í samskiptum við birgja vegna tafa á afhendingu skólagagna til Víðistaðaskóla. 21. september 2017 13:02 Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn Sveitarstjórnir Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveitarfélög sem hyggjast bjóða grunnskólanemendum gjaldfrjáls námsgögn á komandi skólaári. 2. ágúst 2017 10:00 Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa enn ekki fengið námsgögn en Hafnarfjarðarbær ákvað um miðjan júlí að grunnskólinn yrði gjaldfrjáls. Kennarar hafa misst alla þolinmæði og foreldrar furða sig á seinaganginum. 20. september 2017 20:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar hefur lagt til að bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn í grunnskólum borgarinnar á næsta skólaári, 2018 til 2019. Verði þessi tillaga samþykkt , sem yfirgnæfandi líkur eru á, á fundi borgarstjórnar í dag bætist Reykjavíkurborg í hóp sveitarfélaga sem bjóða grunnskólabörnum gjaldfrjáls námsgögn. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, greindi frá þessari tillögu í ræðu sem hann hélt á fundi borgarstjórnar í dag þar sem fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er nú til umræðu. „Með þessu er verið að bregðast meðal annars við ákalli Barnaheilla og foreldrafélaganna í Breiðholti og líka Framsóknar og flugvallarvina sem lögðu þetta til fyrr á þessu ári,“ sagði Dagur í ræðu sinni. Farið verður í útboð fyrir alla grunnskóla í Reykjavík og verður fjárheimildum skóla-og frístundasviðs breytt í samræmi við niðurstöður útboðsins, segir í tillögu meirihlutans. Þó nokkur umræða hefur farið fram undanfarin ár um gjaldfrjáls námsgögn og hafa Barnaheill bent á það kostnaður foreldra og forráðamanna grunnskólabarna vegna námsgagna geti hlaupið á tugum þúsunda. Þá benti Barnaheill á það í maí í fyrra að innkaupalistar grunnskólabarna samræmist ekki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem hann kveður á um að öll börn eigi rétt á grunnmenntun án endurgjalds og að ekki megi mismuna börnum vegna stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Á meðal sveitarfélaga sem bjóða upp á gjaldfrjáls námsgögn eru Akranes, Reykjanesbær, Hafnarfjörður, Blönduós og Akureyri en á vef Barnaheilla má finna nánari upplýsingar um það hvaða sveitarfélög bjóða upp á þessa þjónustu. Í spilaranum hér fyrir neðan má fylgjast með fundi borgarstjórnar í beinni.
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og sjá hvort það er eitthvað sem hefði geta farið betur í samskiptum við birgja vegna tafa á afhendingu skólagagna til Víðistaðaskóla. 21. september 2017 13:02 Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn Sveitarstjórnir Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveitarfélög sem hyggjast bjóða grunnskólanemendum gjaldfrjáls námsgögn á komandi skólaári. 2. ágúst 2017 10:00 Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa enn ekki fengið námsgögn en Hafnarfjarðarbær ákvað um miðjan júlí að grunnskólinn yrði gjaldfrjáls. Kennarar hafa misst alla þolinmæði og foreldrar furða sig á seinaganginum. 20. september 2017 20:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Penninn Eymundson harmar mistök við afhendingu skólagagna í Hafnarfirði Hafnarfjarðarbær ætlar að skoða innri verkferla og sjá hvort það er eitthvað sem hefði geta farið betur í samskiptum við birgja vegna tafa á afhendingu skólagagna til Víðistaðaskóla. 21. september 2017 13:02
Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn Sveitarstjórnir Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveitarfélög sem hyggjast bjóða grunnskólanemendum gjaldfrjáls námsgögn á komandi skólaári. 2. ágúst 2017 10:00
Nemendur hafa verið án námsgagna í fimm vikur Nemendur Víðistaðaskóla í Hafnarfirði hafa enn ekki fengið námsgögn en Hafnarfjarðarbær ákvað um miðjan júlí að grunnskólinn yrði gjaldfrjáls. Kennarar hafa misst alla þolinmæði og foreldrar furða sig á seinaganginum. 20. september 2017 20:00