Ríkisstjórnin lýkur afgreiðslu fjárlagafrumvarps að mestu í dag Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2017 11:30 Frá fyrsta fundi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur á föstudag. vísir/eyþór Forsætisráðherra reiknar með að ríkisstjórninni takist að ganga frá öllum helstu fjárlagatillögum sínum á fundi sem hófst í forsætisráðuneytinu í morgun. Þá eigi eftir að ganga frá fjárlagafrumvarpinu en reiknað sé með að Alþingi komi saman um miðjan desember. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund á lýðveldisdaginn 1. desember á föstudag, daginn eftir að hún tók formlega við á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til að allar helstu fjárlagatillögur verði afgreiddar á fundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan hálf tíu. „Ég vona það. Við auðvitað settum alla til verka núna á föstudaginn, á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar. Auðvitað vorum við aðeins búin að undirbúa stóru línurnar í stjórnarmyndunarviðræðunum.Þetta er auðvitað mikið verk en ég veit að það hefur verið unnið alla helgina í öllum ráðuneytum. Þannig að ég vonast til að við getum gengið frá þessu að mestu leyti á eftir,“ sagði forsætisráðherra rétt áður en ríkisstjórnarfundurinn hófst. Nú eru átján dagar til jóla og innan þeirra daga eru tvær helgar. Reiknað er með að Alþingi starfi einnig á milli jóla og nýárs en þrír virkir dagar eru á milli hátíðanna að þessu sinni. „Það tekur tíma eftir afgreiðslu fjárlaga út úr ríkisstjórn að ganga frá fjárlagafrumvarpinu þannig að það sé tækt til útbýtingar á Alþingi. Þannig að Alþingi mun ekki geta komið saman fyrr en um miðjan desmeber. Við munum ræða þingsetninguna hér á fundi á eftir,“ segir forsætisráðherra. Reikna þurfi upp allar stærðir, uppfæra töflur og talnagrunn frumvarpsins frá grunni og semja nýjan stefnutexta. Þá eiga þingflokkar stjórnarflokkanna eftir að afgreiða frumvarpið. Venjulega tekur marga mánuði að setja saman fjárlagafrumvarp og Alþingi hefur það síðan alla jafna til meðferðar í um fjóra mánuði þannig að aðstæður eru all óvenjulegar að þessu sinni vegna kosninganna í lok október. Katrín segir miklar breytingar verða á fjárlagafrumvarpinu frá frumvarpi síðustu stjórnar. „Að sjálfsögðu verða verulegar breytingar og væntanlega verður lögð fram samhliða frumvarpinu fjármálastefna til lengri tíma þar sem líka mun kveða við nýjan tón. En síðan má segja að stóra stefnumótunin liggi fyrir í vor þegar fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram.“Þannig að þetta er allt að smella saman hjá ykkur? „Ég vænti þess að við getum komist mjög langt á fundinum á eftir,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Sjá meira
Forsætisráðherra reiknar með að ríkisstjórninni takist að ganga frá öllum helstu fjárlagatillögum sínum á fundi sem hófst í forsætisráðuneytinu í morgun. Þá eigi eftir að ganga frá fjárlagafrumvarpinu en reiknað sé með að Alþingi komi saman um miðjan desember. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hélt sinn fyrsta ríkisstjórnarfund á lýðveldisdaginn 1. desember á föstudag, daginn eftir að hún tók formlega við á Bessastöðum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vonast til að allar helstu fjárlagatillögur verði afgreiddar á fundi ríkisstjórnarinnar sem hófst klukkan hálf tíu. „Ég vona það. Við auðvitað settum alla til verka núna á föstudaginn, á fyrsta fundi ríkisstjórnarinnar. Auðvitað vorum við aðeins búin að undirbúa stóru línurnar í stjórnarmyndunarviðræðunum.Þetta er auðvitað mikið verk en ég veit að það hefur verið unnið alla helgina í öllum ráðuneytum. Þannig að ég vonast til að við getum gengið frá þessu að mestu leyti á eftir,“ sagði forsætisráðherra rétt áður en ríkisstjórnarfundurinn hófst. Nú eru átján dagar til jóla og innan þeirra daga eru tvær helgar. Reiknað er með að Alþingi starfi einnig á milli jóla og nýárs en þrír virkir dagar eru á milli hátíðanna að þessu sinni. „Það tekur tíma eftir afgreiðslu fjárlaga út úr ríkisstjórn að ganga frá fjárlagafrumvarpinu þannig að það sé tækt til útbýtingar á Alþingi. Þannig að Alþingi mun ekki geta komið saman fyrr en um miðjan desmeber. Við munum ræða þingsetninguna hér á fundi á eftir,“ segir forsætisráðherra. Reikna þurfi upp allar stærðir, uppfæra töflur og talnagrunn frumvarpsins frá grunni og semja nýjan stefnutexta. Þá eiga þingflokkar stjórnarflokkanna eftir að afgreiða frumvarpið. Venjulega tekur marga mánuði að setja saman fjárlagafrumvarp og Alþingi hefur það síðan alla jafna til meðferðar í um fjóra mánuði þannig að aðstæður eru all óvenjulegar að þessu sinni vegna kosninganna í lok október. Katrín segir miklar breytingar verða á fjárlagafrumvarpinu frá frumvarpi síðustu stjórnar. „Að sjálfsögðu verða verulegar breytingar og væntanlega verður lögð fram samhliða frumvarpinu fjármálastefna til lengri tíma þar sem líka mun kveða við nýjan tón. En síðan má segja að stóra stefnumótunin liggi fyrir í vor þegar fjármálaáætlun til fimm ára verður lögð fram.“Þannig að þetta er allt að smella saman hjá ykkur? „Ég vænti þess að við getum komist mjög langt á fundinum á eftir,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Sjá meira