Fjölni Þorgeirs langaði að kyssa Berg Telma Tómasson skrifar 10. febrúar 2017 15:30 Vel fór á með þeim félögum Fjölni og Bergi eftir keppni í gær. Stöð 2 Sport Bergur Jónsson á hinni mögnuðu Kötlu frá Ketilsstöðum átti frábæra sýningu í forkeppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í gærkvöldi, en þurfti síðan að eftirláta Elinu Holst efsta sætið í A-úrslitum. Það varð Bergi dýrkeypt að meirihluti knapa ákvað að úrslitin yrði riðin upp á vinstri hönd, en Katla er mun sterkari upp á hægri, á ögn í erfiðleikum með vinstra stökk og fetið er einnig lakara, að sögn Bergs. Bergur lét þó alls ekki taka sig í bólinu með þetta, landaði silfrinu með flotta einkunn 7.60 í A-úrslitum og var verulega sáttur. „Mig langar að kyssa þig,“ sagði Fjölnir Þorgeirsson, en hann varð fyrir miklum hughrifum eftir sýningu Bergs og Kötlu í forkeppninni og sjá má viðtal Fjölnis við Berg í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Elin Holst sem fór með sigur af hólmi, er starfsmaður hjá Gangmyllunni, fyrirtæki Bergs og Olil Amble, en Elin og Bergur keppa bæði undir merkjum þess. Þriðji liðsmaður Gangmyllunar, Freyja Amble Gísladóttir, á hryssunni Áflastjörnu frá Syðri – Gegnishólum, komst einnig í A-úrslit, stóð liðið því efst að stigum eftir þessa fyrstu keppni í mótaröðinni og hampaði hinum eftirsótta liðaskildi eftir fjórganginn. Sjá má sýningu Bergs Jónssonar á Kötlu frá Ketilsstöðum í meðfylgjandi myndskeiði en keppnin var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Niðurstöður A-úrslita voru eftirfarandi: 1. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 8.07 2. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.60 3. Jakob S. Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Top Reiter - 7.33 4. Guðm. F. Björgvinsson - Straumur frá Feti - Hestvit/Árbakki/Svarthöfði - 7.33 5. Freyja Amble Gíslad. - Álfastjárna frá S-Gegnishólum - Gangmyllan - 7.30 6. Sigurður V. Matthíass. - Arður frá Efri-Þverá - Ganghestar/Margrétarhof - 7.10 7. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 6.77 Hestar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Bergur Jónsson á hinni mögnuðu Kötlu frá Ketilsstöðum átti frábæra sýningu í forkeppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í gærkvöldi, en þurfti síðan að eftirláta Elinu Holst efsta sætið í A-úrslitum. Það varð Bergi dýrkeypt að meirihluti knapa ákvað að úrslitin yrði riðin upp á vinstri hönd, en Katla er mun sterkari upp á hægri, á ögn í erfiðleikum með vinstra stökk og fetið er einnig lakara, að sögn Bergs. Bergur lét þó alls ekki taka sig í bólinu með þetta, landaði silfrinu með flotta einkunn 7.60 í A-úrslitum og var verulega sáttur. „Mig langar að kyssa þig,“ sagði Fjölnir Þorgeirsson, en hann varð fyrir miklum hughrifum eftir sýningu Bergs og Kötlu í forkeppninni og sjá má viðtal Fjölnis við Berg í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni. Elin Holst sem fór með sigur af hólmi, er starfsmaður hjá Gangmyllunni, fyrirtæki Bergs og Olil Amble, en Elin og Bergur keppa bæði undir merkjum þess. Þriðji liðsmaður Gangmyllunar, Freyja Amble Gísladóttir, á hryssunni Áflastjörnu frá Syðri – Gegnishólum, komst einnig í A-úrslit, stóð liðið því efst að stigum eftir þessa fyrstu keppni í mótaröðinni og hampaði hinum eftirsótta liðaskildi eftir fjórganginn. Sjá má sýningu Bergs Jónssonar á Kötlu frá Ketilsstöðum í meðfylgjandi myndskeiði en keppnin var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Niðurstöður A-úrslita voru eftirfarandi: 1. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 8.07 2. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.60 3. Jakob S. Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Top Reiter - 7.33 4. Guðm. F. Björgvinsson - Straumur frá Feti - Hestvit/Árbakki/Svarthöfði - 7.33 5. Freyja Amble Gíslad. - Álfastjárna frá S-Gegnishólum - Gangmyllan - 7.30 6. Sigurður V. Matthíass. - Arður frá Efri-Þverá - Ganghestar/Margrétarhof - 7.10 7. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 6.77
Hestar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira