Viðskipti innlent

Sláandi hve fáar konur séu í iðn- og verknámi

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Tækniskólinn stendur fyrir átakinu #kvennastarf.
Tækniskólinn stendur fyrir átakinu #kvennastarf.
Tækniskólinn, í samstarfi við alla iðn- og verkmenntaskóla á landinu, stendur nú fyrir átakinu #kvennastarf sem vísar til mýtunnar um að starfsgreinar geti flokkast í kvennastörf og karlastörf. Tveir kvenkynsnemar í matreiðslu- og atvinnuflugi segja sláandi hve fáar konur séu í iðnnámi.

Iðn- og verkgreinar eru karllægustu starfsgreinar atvinnulífsins og þar er mikil vöntun á fagmenntuðu fólki. Í dag er staðan þannig að heildarfjöldi karlmanna á Íslandi sem lokið hafa sveinsprófi í löggildri iðngrein eru 32.641. Heildarfjöldi kvenna er 5.151.

Í dag er 51 nemandi skráður í nám á skipstjórnarbraut í Tækniskólanum. Þar af eru 3 konur. 55 nemendur er skráðir í nám í pípulögnum og þar af ein kona. Þá eru konur í miklum minnihluta þeirra sem læra og vinna við forritun í dag. Engin kona hefur lokið sveinsprófi í stálsmíði en karlarnir eru 463.

Á vefsíðu átaksins segir að kynferði eigi ekki aðþurfa að  hafa áhrif á námsval eða starfsvettvang. Hefðbundin verkaskipting kynjanna séúrelt og eigi ekki lengur viðí nútímasamfélagi. 

Skólarnir vilja vekja athygli áþví að konur geti starfað við það sem þeim sýnist og það sama gildi um karlmenn. Lilja Hrund Jóhannsdóttir og Birna Borg Gunnarsdóttir eru að læra matreiðslu og atvinnuflug en þær hafa tekiðþátt íátakinu. Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal við þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×