Jón Steinar fagnar útgáfu bókar sinnar Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2017 12:29 Jón Steinar áritar nýútkomna bók sína. visir/anton brink Í gær kom út bókin „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ eftir lögmanninn Jón Steinar Gunnlaugsson. Bókin er hrollvekja. Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki. Í bókinni setur höfundur fram grjótharða gagnrýni á nafngreinda Hæstaréttardómara, segir þá stunda lýðskrum með dómum sínum og að þeir dæmi ekki lögum samkvæmt. Höfundur telur spurður ekki efni til meiðyrða á hendur sér í bókinni en segir þeim þá bara að koma sem vilja. Svo segir meðal annars í ítarlegu viðtali við Jón Steinar sem birtist á Vísi í gær. En, það var enginn hrollur í þeim sem mættu í útgáfuhóf Jóns Steinars og Almenna bókafélagsins í gær. Þar var margt um manninn, vinir og vandamenn sem fögnuðu útgáfunni með höfundi sem lék á als oddi í Eymundsson Kringlunni. Þar áritaði höfundur bækur og sagði gamansögur. En notaði jafnframt tækifærið til að taka betur utan um erindi bókarinnar. Að þarna væru staddir lögfræðingar og aðrir sem hefðu eitt sameiginlegt áhugamál sem væri að vilja að dómsstórnir virki lögum samkvæmt. Og starfi eftir þeim leikreglum sem um þá gilda sama hvar menn standa í pólitík. Furðulegt að stjórnvöld skuli ekki beita sér fyrir því að svo megi verða, segir Jón Steinar. Nú er að bresta á með jólabókaflóði og víst er að mönnum er orðið mál að koma bókunum sínum að en kosningarnar hafa óneitanlega verið stífla á að þær hafi náð máli til þessa.Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri og Jónas Sigurgeirsson útgefandi hjá Almenna bókafélaginu. Jón Steinar fer ítarlega í mál Baldurs í bókinni og fullyrðir að framið hafi verið dómsmorð á Baldri.visir/anton brinkGunnlaugur Jónsson, sonur höfundar, er ánægður með föður sinn, segir hann grjótharðan og óttast ekki dóm sögunnar þegar Jón Steinar er annars vegar.visir/anton brinkGunnar V. Andrésson ljósmyndari og Óskar Magnússon athafnamaður og rithöfundur. Gunnar er mikill vinur Jóns Steinars, en þeir spila golf saman. Óskar var svo í aðalhlutverki í gamansögu sem Jón Steinar sagði af veiðiferð í Svartá fyrir margt löngu.visir/anton brinkFjölmiðlafólkið Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kolbrún Bergþórsdóttir láta sig ekki vanta þegar útgáfuhófin eru annars vegar. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður er gamall félagi Jóns Steinars.visir/gvaHöfundur ásamt þeim vopnabræðrum Sigurður G. Guðjónssyni lögmanni og Karli Garðarssyni framkvæmdastjóra. Þeir höfðu margt að spjalla.visir/anton brinkÞeir voru ábúðarfullir, þessir grjóthörðu Sjálfstæðismenn, Óli Björn Kárason þingmaður og Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.visir/anton brinkHrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður og Einar Kárason rithöfundur, en þeir Jón Steinar eru báðir ákafir stuðningsmenn Fram.visir/anton brink Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í gær kom út bókin „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“ eftir lögmanninn Jón Steinar Gunnlaugsson. Bókin er hrollvekja. Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki. Í bókinni setur höfundur fram grjótharða gagnrýni á nafngreinda Hæstaréttardómara, segir þá stunda lýðskrum með dómum sínum og að þeir dæmi ekki lögum samkvæmt. Höfundur telur spurður ekki efni til meiðyrða á hendur sér í bókinni en segir þeim þá bara að koma sem vilja. Svo segir meðal annars í ítarlegu viðtali við Jón Steinar sem birtist á Vísi í gær. En, það var enginn hrollur í þeim sem mættu í útgáfuhóf Jóns Steinars og Almenna bókafélagsins í gær. Þar var margt um manninn, vinir og vandamenn sem fögnuðu útgáfunni með höfundi sem lék á als oddi í Eymundsson Kringlunni. Þar áritaði höfundur bækur og sagði gamansögur. En notaði jafnframt tækifærið til að taka betur utan um erindi bókarinnar. Að þarna væru staddir lögfræðingar og aðrir sem hefðu eitt sameiginlegt áhugamál sem væri að vilja að dómsstórnir virki lögum samkvæmt. Og starfi eftir þeim leikreglum sem um þá gilda sama hvar menn standa í pólitík. Furðulegt að stjórnvöld skuli ekki beita sér fyrir því að svo megi verða, segir Jón Steinar. Nú er að bresta á með jólabókaflóði og víst er að mönnum er orðið mál að koma bókunum sínum að en kosningarnar hafa óneitanlega verið stífla á að þær hafi náð máli til þessa.Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri og Jónas Sigurgeirsson útgefandi hjá Almenna bókafélaginu. Jón Steinar fer ítarlega í mál Baldurs í bókinni og fullyrðir að framið hafi verið dómsmorð á Baldri.visir/anton brinkGunnlaugur Jónsson, sonur höfundar, er ánægður með föður sinn, segir hann grjótharðan og óttast ekki dóm sögunnar þegar Jón Steinar er annars vegar.visir/anton brinkGunnar V. Andrésson ljósmyndari og Óskar Magnússon athafnamaður og rithöfundur. Gunnar er mikill vinur Jóns Steinars, en þeir spila golf saman. Óskar var svo í aðalhlutverki í gamansögu sem Jón Steinar sagði af veiðiferð í Svartá fyrir margt löngu.visir/anton brinkFjölmiðlafólkið Sigmundur Ernir Rúnarsson og Kolbrún Bergþórsdóttir láta sig ekki vanta þegar útgáfuhófin eru annars vegar. Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður er gamall félagi Jóns Steinars.visir/gvaHöfundur ásamt þeim vopnabræðrum Sigurður G. Guðjónssyni lögmanni og Karli Garðarssyni framkvæmdastjóra. Þeir höfðu margt að spjalla.visir/anton brinkÞeir voru ábúðarfullir, þessir grjóthörðu Sjálfstæðismenn, Óli Björn Kárason þingmaður og Baldvin Jónsson, tengdafaðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra.visir/anton brinkHrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður og Einar Kárason rithöfundur, en þeir Jón Steinar eru báðir ákafir stuðningsmenn Fram.visir/anton brink
Tengdar fréttir Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Segir dómara stunda lýðskrum með ranglátum dómum Jón Steinar storkar dómurum í nýrri bók og segir þeim að koma bara vilji þeir fara í mál við sig. 2. nóvember 2017 12:37