Instagram þykir góður vettvangur fyrir listamenn sem vilja koma sér á framfæri. Hin spænska Cinta Tort Cartró málar svokölluð regnbogaslit, en hún fyllir upp í húðslit og önnur húðeinkenni með fallegum litum. Þessu, og annarri ádeilu deilir hún á Instagram síðu sinni. Henni finnst þörf á að hvetja konur til að fagna sínum húðeinkennum og slitum, og er það fallegur boðskapur hjá Cinta.
ASOS er hætt að fjarlægja húðslit og ör með Photoshop, og í tónlistarmyndbandi Kendrick Lamar við lagið ,,Humble" sáust húðslit í öllum myndum. Það virðist sem fleiri og fleiri fagni húðslitum, eins fullkomnlega eðlilegt einkenni og það er.