Tekur við sem talskona Stígamóta á ný Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júlí 2017 11:50 Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir/GVA Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. Farið var í matið í kjölfar þess að Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun sinni af ofbeldi og einelti á vinnustaðnum. Í tilkynningu frá Stígamótum segir að stjórn og starfshópur hafi tekið þessa umræðu um neikvæða starfsupplifun af fyllstu alvöru. Leitað var til vinnustaðasálfræðinga, Vinnueftirlitsins og vinnustaðalögfræðinga og ákveðið var að fylgja í einu og öllu ráðleggingum þeirra um fagleg vinnubrögð. Fyrirtæki Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis, Forvarnir, sem hefur réttindi frá Vinnueftirlitinu til að gera sálfélagslegt áhættumat, var í kjölfarið fengið til að greina ástandið á vinnustaðnum. [...] Niðurstöður Forvarna liggja nú fyrir en þær gefa til kynna að samstaða, sveigjanleiki og góður starfsandi einkenni vinnuumhverfið hjá Stígamótum. Eftirfarandi flokkar voru kannaðir: Starfsálag; stjórnun; ofbeldi; samskipti og starfsandi; einkalíf; sveigjanleiki; og streita. Spurningarnar voru að hluta til staðlaðar samkvæmt þeim þáttum sem Vinnueftirlit ríkisins hefur mælt með en að auki voru lagðir fyrir spurningalistar sem meta ítarlegar andlega líðan, samskipti, stjórnun og streitu. Allt starfsfólk Stígamóta tók þátt í ferlinu en upplýsingar voru ónafngreindar og öruggt að þær væru ekki persónugreinanlegar í úrvinnsluferlinu. Þetta tryggir trúnað og kemur í veg fyrir þöggun,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að í ljósi niðurstaðna matsins þyki stjórn Stígamóta það hafið yfir allan vafa að „traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks Stígamóta. Ekkert gaf til kynna að einn eða fleiri starfsmenn sýndu samstarfsfólki sínu óviðeigandi hegðun, ráðríki eða yfirgang. Í framhaldinu óskaði stjórn Stígamóta í samráði við starfshópinn eftir því að Guðrún Jónsdóttir tæki við hlutverki talskonu á ný. Samþykkti Guðrún að verða við því.“ Tilkynningu Stígamóta má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Í ljósi þessara niðurstaðna þykir stjórn Stígamóta yfir allan vafa hafið að traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks Stígamóta. Ekkert gaf til kynna að einn eða fleiri starfsmenn sýndu samstarfsfólki sínu óviðeigandi hegðun, ráðríki eða yfirgang. Í framhaldinu óskaði stjórn Stígamóta í samráði við starfshópinn eftir því að Guðrún Jónsdóttir tæki við hlutverki talskonu á ný. Samþykkti Guðrún að verða við því. Sálfélagslega áhættumatinu fylgja tillögur um hvernig matið geti nýst við eflingu starfsumhverfisins á Stígamótum. Ein þeirra snýr að því að gerð verði forvarnaáætlun samkvæmt lögum um vinnuvernd. Hún innihaldi fræðslu um streitu, forvarnir, samskipti, einelti og kynferðislega áreitni ásamt skýrum leiðbeiningum um viðbrögð komi slíkt upp. Vinna er hafin við gerð forvarnaáætlunarinnar og er áætlað að henni ljúki innan tveggja vikna. Stjórn og starfshópur Stígamóta fagna niðurstöðum úttektarinnar en það er alltaf hægt að gera betur. Við lítum á matið sem góðan grunn til að viðhalda og efla heilbrigt starfsumhverfi á Stígamótum.Stjórn og starfshópur Stígamóta hafa tekið umræðu um neikvæða starfsupplifun af fyllstu alvöru en í kjölfar hennar var leitað til vinnustaðasálfræðinga, vinnustaðalögfræðinga og Vinnueftirlitsins. Ákveðið var að ráðleggingum þeirra um fagleg viðbrögð yrði fylgt í einu og öllu.Fyrirtæki Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis, Forvarnir, sem hefur réttindi frá Vinnueftirlitinu til að gera sálfélagslegt áhættumat, var í kjölfarið fengið til að greina ástandið á vinnustaðnum. Talskona Stígamóta vék til hliðar á meðan matið fór fram.Niðurstöður Forvarna liggja nú fyrir en þær gefa til kynna að samstaða, sveigjanleiki og góður starfsandi einkenni vinnuumhverfið hjá Stígamótum. Eftirfarandi flokkar voru kannaðir: Starfsálag; stjórnun; ofbeldi; samskipti og starfsandi; einkalíf; sveigjanleiki; og streita. Spurningarnar voru að hluta til staðlaðar samkvæmt þeim þáttum sem Vinnueftirlit ríkisins hefur mælt með en að auki voru lagðir fyrir spurningalistar sem meta ítarlegar andlega líðan, samskipti, stjórnun og streitu. Allt starfsfólk Stígamóta tók þátt í ferlinu en upplýsingar voru ónafngreindar og öruggt að þær væru ekki persónugreinanlegar í úrvinnsluferlinu. Þetta tryggir trúnað og kemur í veg fyrir þöggun.Í samantekt á niðurstöðum matsins má lesa eftirfarandi:„Í sálfélagslega matinu kemur fram að starfsmenn búa við talsvert starfsálag en virðast ráða vel við það og hafa góðan stuðning. Stjórnun er skýr og starfsmenn öruggir um sig. Engar vísbendingar komu fram um ofbeldi á vinnustað eins og einelti eða kynferðislega áreitni. Samskipti virðast vera með góðu móti og stuðningur í starfi er góður. Samræming einkalífs og starfs er hugleikin starfsfólki og það þarf að hafa fyrir jafnvægi á milli starfs og einkalífs sem þeim þó virðist takast ágætlega að tileinka sér. Starfsmenn njóta handleiðslu í hópi og hefur þetta vafalítið góð áhrif. Góður sveigjanleiki er í starfi fyrir starfsmenn. Streita er til staðar og stundum líka álag heima fyrir en þetta virðist ekki hafa farið úr böndum hjá neinum starfsmanni og ekki verður vart við sjúkleg streitueinkenni hjá neinum starfsmanni.”Guðrún Jónsdóttir tekur við hlutverki talskonu á nýÍ ljósi þessara niðurstaðna þykir stjórn Stígamóta yfir allan vafa hafið að traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks Stígamóta. Ekkert gaf til kynna að einn eða fleiri starfsmenn sýndu samstarfsfólki sínu óviðeigandi hegðun, ráðríki eða yfirgang. Í framhaldinu óskaði stjórn Stígamóta í samráði við starfshópinn eftir því að Guðrún Jónsdóttir tæki við hlutverki talskonu á ný. Samþykkti Guðrún að verða við því.Sálfélagslega áhættumatinu fylgja tillögur um hvernig matið geti nýst við eflingu starfsumhverfisins á Stígamótum. Ein þeirra snýr að því að gerð verði forvarnaáætlun samkvæmt lögum um vinnuvernd. Hún innihaldi fræðslu um streitu, forvarnir, samskipti, einelti og kynferðislega áreitni ásamt skýrum leiðbeiningum um viðbrögð komi slíkt upp. Vinna er hafin við gerð forvarnaáætlunarinnar og er áætlað að henni ljúki innan tveggja vikna. Stjórn og starfshópur Stígamóta fagna niðurstöðum úttektarinnar en það er alltaf hægt að gera betur. Við lítum á matið sem góðan grunn til að viðhalda og efla heilbrigt starfsumhverfi á Stígamótum. Tengdar fréttir Starfshópur Stígamóta ber fullt traust til hæstráðanda samtakanna Stjórn og starfshópur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils sem Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir ritaði á Facebook-síðu sína í nótt en þar gagnrýnir hún samtökin harðlega. 21. júní 2017 15:07 Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Helga Baldvins Bjargar, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skrifar ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína í nótt þar sem hún segir frá upplifun sinni og reynslu af því að starfa fyrir Stígamót, grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 21. júní 2017 08:45 Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Guðrún Jónsdóttir mun taka aftur við hlutverki talskonu Stígamóta en hún steig til hliðar í síðasta mánuði á meðan fram fór sálfélagslegt áhættumat til að greina ástandið á vinnustaðnum. Farið var í matið í kjölfar þess að Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, fyrrverandi starfskona Stígamóta, steig fram og lýsti upplifun sinni af ofbeldi og einelti á vinnustaðnum. Í tilkynningu frá Stígamótum segir að stjórn og starfshópur hafi tekið þessa umræðu um neikvæða starfsupplifun af fyllstu alvöru. Leitað var til vinnustaðasálfræðinga, Vinnueftirlitsins og vinnustaðalögfræðinga og ákveðið var að fylgja í einu og öllu ráðleggingum þeirra um fagleg vinnubrögð. Fyrirtæki Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis, Forvarnir, sem hefur réttindi frá Vinnueftirlitinu til að gera sálfélagslegt áhættumat, var í kjölfarið fengið til að greina ástandið á vinnustaðnum. [...] Niðurstöður Forvarna liggja nú fyrir en þær gefa til kynna að samstaða, sveigjanleiki og góður starfsandi einkenni vinnuumhverfið hjá Stígamótum. Eftirfarandi flokkar voru kannaðir: Starfsálag; stjórnun; ofbeldi; samskipti og starfsandi; einkalíf; sveigjanleiki; og streita. Spurningarnar voru að hluta til staðlaðar samkvæmt þeim þáttum sem Vinnueftirlit ríkisins hefur mælt með en að auki voru lagðir fyrir spurningalistar sem meta ítarlegar andlega líðan, samskipti, stjórnun og streitu. Allt starfsfólk Stígamóta tók þátt í ferlinu en upplýsingar voru ónafngreindar og öruggt að þær væru ekki persónugreinanlegar í úrvinnsluferlinu. Þetta tryggir trúnað og kemur í veg fyrir þöggun,“ segir í tilkynningu. Þar segir jafnframt að í ljósi niðurstaðna matsins þyki stjórn Stígamóta það hafið yfir allan vafa að „traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks Stígamóta. Ekkert gaf til kynna að einn eða fleiri starfsmenn sýndu samstarfsfólki sínu óviðeigandi hegðun, ráðríki eða yfirgang. Í framhaldinu óskaði stjórn Stígamóta í samráði við starfshópinn eftir því að Guðrún Jónsdóttir tæki við hlutverki talskonu á ný. Samþykkti Guðrún að verða við því.“ Tilkynningu Stígamóta má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Í ljósi þessara niðurstaðna þykir stjórn Stígamóta yfir allan vafa hafið að traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks Stígamóta. Ekkert gaf til kynna að einn eða fleiri starfsmenn sýndu samstarfsfólki sínu óviðeigandi hegðun, ráðríki eða yfirgang. Í framhaldinu óskaði stjórn Stígamóta í samráði við starfshópinn eftir því að Guðrún Jónsdóttir tæki við hlutverki talskonu á ný. Samþykkti Guðrún að verða við því. Sálfélagslega áhættumatinu fylgja tillögur um hvernig matið geti nýst við eflingu starfsumhverfisins á Stígamótum. Ein þeirra snýr að því að gerð verði forvarnaáætlun samkvæmt lögum um vinnuvernd. Hún innihaldi fræðslu um streitu, forvarnir, samskipti, einelti og kynferðislega áreitni ásamt skýrum leiðbeiningum um viðbrögð komi slíkt upp. Vinna er hafin við gerð forvarnaáætlunarinnar og er áætlað að henni ljúki innan tveggja vikna. Stjórn og starfshópur Stígamóta fagna niðurstöðum úttektarinnar en það er alltaf hægt að gera betur. Við lítum á matið sem góðan grunn til að viðhalda og efla heilbrigt starfsumhverfi á Stígamótum.Stjórn og starfshópur Stígamóta hafa tekið umræðu um neikvæða starfsupplifun af fyllstu alvöru en í kjölfar hennar var leitað til vinnustaðasálfræðinga, vinnustaðalögfræðinga og Vinnueftirlitsins. Ákveðið var að ráðleggingum þeirra um fagleg viðbrögð yrði fylgt í einu og öllu.Fyrirtæki Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknis, Forvarnir, sem hefur réttindi frá Vinnueftirlitinu til að gera sálfélagslegt áhættumat, var í kjölfarið fengið til að greina ástandið á vinnustaðnum. Talskona Stígamóta vék til hliðar á meðan matið fór fram.Niðurstöður Forvarna liggja nú fyrir en þær gefa til kynna að samstaða, sveigjanleiki og góður starfsandi einkenni vinnuumhverfið hjá Stígamótum. Eftirfarandi flokkar voru kannaðir: Starfsálag; stjórnun; ofbeldi; samskipti og starfsandi; einkalíf; sveigjanleiki; og streita. Spurningarnar voru að hluta til staðlaðar samkvæmt þeim þáttum sem Vinnueftirlit ríkisins hefur mælt með en að auki voru lagðir fyrir spurningalistar sem meta ítarlegar andlega líðan, samskipti, stjórnun og streitu. Allt starfsfólk Stígamóta tók þátt í ferlinu en upplýsingar voru ónafngreindar og öruggt að þær væru ekki persónugreinanlegar í úrvinnsluferlinu. Þetta tryggir trúnað og kemur í veg fyrir þöggun.Í samantekt á niðurstöðum matsins má lesa eftirfarandi:„Í sálfélagslega matinu kemur fram að starfsmenn búa við talsvert starfsálag en virðast ráða vel við það og hafa góðan stuðning. Stjórnun er skýr og starfsmenn öruggir um sig. Engar vísbendingar komu fram um ofbeldi á vinnustað eins og einelti eða kynferðislega áreitni. Samskipti virðast vera með góðu móti og stuðningur í starfi er góður. Samræming einkalífs og starfs er hugleikin starfsfólki og það þarf að hafa fyrir jafnvægi á milli starfs og einkalífs sem þeim þó virðist takast ágætlega að tileinka sér. Starfsmenn njóta handleiðslu í hópi og hefur þetta vafalítið góð áhrif. Góður sveigjanleiki er í starfi fyrir starfsmenn. Streita er til staðar og stundum líka álag heima fyrir en þetta virðist ekki hafa farið úr böndum hjá neinum starfsmanni og ekki verður vart við sjúkleg streitueinkenni hjá neinum starfsmanni.”Guðrún Jónsdóttir tekur við hlutverki talskonu á nýÍ ljósi þessara niðurstaðna þykir stjórn Stígamóta yfir allan vafa hafið að traust, trúnaður og starfsánægja ríki meðal starfsfólks Stígamóta. Ekkert gaf til kynna að einn eða fleiri starfsmenn sýndu samstarfsfólki sínu óviðeigandi hegðun, ráðríki eða yfirgang. Í framhaldinu óskaði stjórn Stígamóta í samráði við starfshópinn eftir því að Guðrún Jónsdóttir tæki við hlutverki talskonu á ný. Samþykkti Guðrún að verða við því.Sálfélagslega áhættumatinu fylgja tillögur um hvernig matið geti nýst við eflingu starfsumhverfisins á Stígamótum. Ein þeirra snýr að því að gerð verði forvarnaáætlun samkvæmt lögum um vinnuvernd. Hún innihaldi fræðslu um streitu, forvarnir, samskipti, einelti og kynferðislega áreitni ásamt skýrum leiðbeiningum um viðbrögð komi slíkt upp. Vinna er hafin við gerð forvarnaáætlunarinnar og er áætlað að henni ljúki innan tveggja vikna. Stjórn og starfshópur Stígamóta fagna niðurstöðum úttektarinnar en það er alltaf hægt að gera betur. Við lítum á matið sem góðan grunn til að viðhalda og efla heilbrigt starfsumhverfi á Stígamótum.
Tengdar fréttir Starfshópur Stígamóta ber fullt traust til hæstráðanda samtakanna Stjórn og starfshópur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils sem Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir ritaði á Facebook-síðu sína í nótt en þar gagnrýnir hún samtökin harðlega. 21. júní 2017 15:07 Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Helga Baldvins Bjargar, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skrifar ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína í nótt þar sem hún segir frá upplifun sinni og reynslu af því að starfa fyrir Stígamót, grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 21. júní 2017 08:45 Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Starfshópur Stígamóta ber fullt traust til hæstráðanda samtakanna Stjórn og starfshópur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils sem Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir ritaði á Facebook-síðu sína í nótt en þar gagnrýnir hún samtökin harðlega. 21. júní 2017 15:07
Fyrrverandi starfskona Stígamóta segist hafa upplifað ofbeldi á vinnustaðnum Helga Baldvins Bjargar, lögfræðingur og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtakanna ´78, skrifar ítarlegan pistil á Facebook-síðu sína í nótt þar sem hún segir frá upplifun sinni og reynslu af því að starfa fyrir Stígamót, grasrótarsamtök fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 21. júní 2017 08:45
Trúa ásökunum um einelti og ofbeldi: Níu konur segjast hafa sambærilega reynslu Níu fyrrverandi starfskonur Stígamóta hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna pistils Helgu Baldvinsdóttur Bjargardóttur sem hún ritaði á Facebook í síðustu viku en þar kvaðst Helga hafa upplifað einelti og ofbeldi í starfi sínu. 27. júní 2017 15:22