Kókaínsmyglari í haldi þar til dómur fellur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. júlí 2017 19:36 Maðurinn neitaði að hafa staðið að innflutningnum. Vísir/GVA Brasilískur maður, sem í síðustu viku var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning, þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í máli hans. Úrskurður þess efnis var staðfestur í Hæstarétti í dag.Fíkniefnin í snyrtivörubrúsum Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur lítrum af fljótandi kókaíni, sem var af 69 prósent styrkleika í mars síðastliðnum. Hann er sagður hafa flutt fíkniefnin hingað til lands með flugi frá Amsterdam í Hollandi, en fíkniefnin fundust í fjórum brúsum undir snyrtivörur. Sjálfur sagði maðurinn að í brúsunum væri sjampó, sápa og munnskol, en þegar hann var spurður nánar út í innihaldið kannaðist hann ekki við brúsana og vissi ekki hver hefði sett þá í farangur hans. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa ætlað að ferðast á Íslandi. Hann hefði aldrei séð snjó og ætlað að reyna að fara á snjóbretti. Þá sagðist hann vera atvinnuljósmyndari og ætlað að mynda norðurljósin.Ólíklegt að hann sé menntaður ljósmyndari Lögregla rannsakaði farsímanotkun mannsins en engin samskipti reyndust á milli hans og annarra símanúmera hér á landi. Maðurinn kvaðst heimila lögreglu að rannsaka gögn á netfangi sínu, en aðgangsorð sem hann gaf upp reyndist ekki rétt og því var ekki unnt að opna netfangið. Minniskort úr myndavél mannsins var einnig skoðað, en það sem vakti athygli rannsakanda var að ljósmyndirnar á kortinu bentu til þess að maðurinn hefði litla sem enga menntun eða reynslu á sviði ljósmyndunar. Dómnum þótti framburður mannsins ótrúverðugur og sakfelldi hann. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og mótmælti því sömuleiðis að þurfa að sæta haldi á meðan mál hans var til meðferðar. Hæstiréttur hafnaði kröfu hans og verður manninum gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar, en eigi lengur en til 10. október næstkomandi. Tengdar fréttir Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Brasilískur maður, sem í síðustu viku var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fíkniefnainnflutning, þarf að sæta gæsluvarðhaldi þar til Hæstiréttur kveður upp dóm í máli hans. Úrskurður þess efnis var staðfestur í Hæstarétti í dag.Fíkniefnin í snyrtivörubrúsum Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa staðið að innflutningi á tæplega tveimur lítrum af fljótandi kókaíni, sem var af 69 prósent styrkleika í mars síðastliðnum. Hann er sagður hafa flutt fíkniefnin hingað til lands með flugi frá Amsterdam í Hollandi, en fíkniefnin fundust í fjórum brúsum undir snyrtivörur. Sjálfur sagði maðurinn að í brúsunum væri sjampó, sápa og munnskol, en þegar hann var spurður nánar út í innihaldið kannaðist hann ekki við brúsana og vissi ekki hver hefði sett þá í farangur hans. Maðurinn neitaði sök og sagðist hafa ætlað að ferðast á Íslandi. Hann hefði aldrei séð snjó og ætlað að reyna að fara á snjóbretti. Þá sagðist hann vera atvinnuljósmyndari og ætlað að mynda norðurljósin.Ólíklegt að hann sé menntaður ljósmyndari Lögregla rannsakaði farsímanotkun mannsins en engin samskipti reyndust á milli hans og annarra símanúmera hér á landi. Maðurinn kvaðst heimila lögreglu að rannsaka gögn á netfangi sínu, en aðgangsorð sem hann gaf upp reyndist ekki rétt og því var ekki unnt að opna netfangið. Minniskort úr myndavél mannsins var einnig skoðað, en það sem vakti athygli rannsakanda var að ljósmyndirnar á kortinu bentu til þess að maðurinn hefði litla sem enga menntun eða reynslu á sviði ljósmyndunar. Dómnum þótti framburður mannsins ótrúverðugur og sakfelldi hann. Maðurinn áfrýjaði dómnum til Hæstaréttar og mótmælti því sömuleiðis að þurfa að sæta haldi á meðan mál hans var til meðferðar. Hæstiréttur hafnaði kröfu hans og verður manninum gert að sæta gæsluvarðhaldi á meðan mál hans er til meðferðar, en eigi lengur en til 10. október næstkomandi.
Tengdar fréttir Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Sjá meira
Þrjú og hálft ár fyrir innflutning á kókaíni Brasilískur ríkisborgari með óvenju sterkt kókaín í farangri sínum. 20. júlí 2017 15:08