Innlent

Leitinni að Arturi verður framhaldið í dag

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hátt í 70 björgunarsveitamenn leituðu í gær. Guðmundur Páll segir að álíka fjöldi muni taka þátt í leitinni í dag.
Hátt í 70 björgunarsveitamenn leituðu í gær. Guðmundur Páll segir að álíka fjöldi muni taka þátt í leitinni í dag. vísir/eyþór
Leitinni að Arturi Jarmoszko, 26 ára karlmanni, verður framhaldið í dag. Lögregla og björgunaraðilar munu funda um stöðu mála í hádeginu og verða þá teknar ákvarðanir um næstu skref.

Þyrla Landhelgisgæslunnar mun taka þátt í leitinni auk björgunarsveita, kafbáts og dróna. Gert er ráð fyrir að leitað verði á svipuðum slóðum og í gær, eða frá Nauthólsvík að Kópavogshöfn.

Vonast er að hægt verði að þrengja leitarsvæðið þegar lögregla hefur aflað gagna úr tölvu Arturs. Þau gögn liggja hins vegar ekki  fyrir að svo stöddu, að sögn Guðmundar Páls Jónssonar, lögreglumanns sem stýrir rannsókninni.

Arturs hefur verið saknað frá mánaðamótum. Málið er rannsakað sem mannshvarf og ekki er grunur um saknæmt athæfi. 


Tengdar fréttir

Nýta lágfjöru til leitar að Arturi

Leit að Arturi Jarmoszko, 25 ára karlmanni frá Póllandi, mun hefjast að nýju í hádeginu í dag. Leitað verður á sama svæði og í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×