Erlent

Karlrembunni á Evrópuþinginu refsað fyrir ummæli sín

Atli Ísleifsson skrifar
Janusz Korwin-Mikke, pólskur Evrópuþingmaður.
Janusz Korwin-Mikke, pólskur Evrópuþingmaður. Vísir/EPA
Pólska Evrópuþingmanninum Janusz Korwin-Mikke verður refsað fyrir ummæli sem hann lét falla um konur á þingræðu á Evrópuþinginu í byrjun mánaðar.

Antonio Tajano, forseti Evrópuþingsins, greindi frá því við upphaf þingfundar í Strasbourg í morgun að Korwin-Mikke muni ekki fá dagpeninga vegna starfa sinna næstu þrjátíu daga, bannað að taka þátt í störfum þingsins næstu tíu daga og meinað að koma fram fyrir hönd Evrópuþingsins næsta árið.

Í tilkynningu frá Evrópuþinginu segir að um fordæmislausa refsiaðgerðir gegn þingmanni sé að ræða, enda málið mjög alvarlegt.

Þingmaðurinn tjáði sig um launamun kynjanna í ræðunni þann 2. mars þar sem hann viðraði þá skoðun sína að konur ættu einfaldlega að fá lægri laun vegna þess að þær væru „minni, veikari og heimskari“. „Auðvitað eiga konur að fá lægri laun en karlmenn því þær eru veikari, minni og heimskari og þær eiga að fá lægri laun. Fleira var það ekki,“ sagði Korwin-Mikke.

Þingforsetinn sagði í morgun að með ummælum sínum hafi þingmaðurinn misboðið öllum konum og að slík hegðun verði ekki liðin. Þingmaðurinn hafi sýnt af sér hegðun sem gengi gegn grundvallargildum sambandsins.

Sjá má brot úr umræddri ræðu Korwin-Mikke að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×