Dýrtíð í Reykjavík: „Jemundur minn almáttugur það á að rýja mann inn að skinni“ Jakob Bjarnar skrifar 21. júlí 2017 10:24 Guðríður bauð sonum sínum tveimur á kaffihús í Skeifunni en saup hveljur þegar reikningurinn kom. Guðríði Sigurjónsdóttur af Skaganum brá í brún í kjölfar þess að hafa brugðið sér á kaffihús í Reykjavík ásamt sonum sínum tveimur. „Í dag bauð ég prinsunum mínum á kaffihús. Þar sem við vorum stödd í Skeifunni varð gamla góða Cafi Milano fyrir valinu.En jemundur minn almáttugur það á að rýja mann lifandi inn að skinni,“ sagði Guðríður á Facebook-síðu sinni.Erfitt að sjá verðmerkingarnar Guðríður birti mynd af reikningnum þar sem fram kemur að hún borgaði 6.540 krónur fyrir kaffibolla, gosglas, samloku með skinku og osti, eplaböku og kjúklingaböku. Guðríður fór svo í golf. Hún lyfti brúnum þegar hún kom heim aftur því þá var búið deila færslu hennar 30 sinnum og í athugasemdum mátti ljóst vera að fólki blöskraði dýrtíðin í henni Reykjavík. Guðríður tekur skýrt fram í samtali við Vísi að hún hafi ekki neitt út á þjónustuna að setja, afgreiðslustúlkurnar hafi verið liðlegar og elskulegar, þetta snýst ekki um það en hún setur spurningarmerki við að ekki var gott að sjá verðmerkingar á téðum varningi. Annar sonur hennar hafði reyndar verið búinn að sjá matseðil en það var eftir að þau voru búin að panta.Kaffihúsin ekki fyrir venjulega Íslendinga „Ég held hreinlega að það sé ekki orðið boðlegt fyrir okkur frónbúana að heimsækja kaffihús í okkar eigin landi. Eplabaka, kjúklingabaka (sem hituð var upp í örrara) og samloka með skinku og osti ásamt einum gos og kaffibolla kostaði okkur 6540 kr- Það skal tekið fram að ekkert var verðmerkt í borðinu og borguðum við eftirá. En nú spyr landsbyggðartúttan sem ekki er vön að nota þennan miðil til að kvarta, er þetta eðlilegt verðlag á kaffihúsi í dag?“ Hin miklu viðbrögð við þessari umfjöllun komu Guðríði í opna skjöldu, sem áður sagði og taka margir undir með henni hvað varðar dýrtíðina. En, þó eru engin viðbrögð frá þeim sem málið varðar. „Þetta er með því hæsta sem ég hef rekist á,“ segir Guðríður sem aldrei hefur sett neitt slíkt inná Facebooksíðu sína; stundum potað einhverri pólitík þarna inn og einhverjum skoðunum á henni,“ en hún telur tvímælalaust neytendavakningu sem greina má á Ísland jákvæða sem slíka. Neytendur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Guðríði Sigurjónsdóttur af Skaganum brá í brún í kjölfar þess að hafa brugðið sér á kaffihús í Reykjavík ásamt sonum sínum tveimur. „Í dag bauð ég prinsunum mínum á kaffihús. Þar sem við vorum stödd í Skeifunni varð gamla góða Cafi Milano fyrir valinu.En jemundur minn almáttugur það á að rýja mann lifandi inn að skinni,“ sagði Guðríður á Facebook-síðu sinni.Erfitt að sjá verðmerkingarnar Guðríður birti mynd af reikningnum þar sem fram kemur að hún borgaði 6.540 krónur fyrir kaffibolla, gosglas, samloku með skinku og osti, eplaböku og kjúklingaböku. Guðríður fór svo í golf. Hún lyfti brúnum þegar hún kom heim aftur því þá var búið deila færslu hennar 30 sinnum og í athugasemdum mátti ljóst vera að fólki blöskraði dýrtíðin í henni Reykjavík. Guðríður tekur skýrt fram í samtali við Vísi að hún hafi ekki neitt út á þjónustuna að setja, afgreiðslustúlkurnar hafi verið liðlegar og elskulegar, þetta snýst ekki um það en hún setur spurningarmerki við að ekki var gott að sjá verðmerkingar á téðum varningi. Annar sonur hennar hafði reyndar verið búinn að sjá matseðil en það var eftir að þau voru búin að panta.Kaffihúsin ekki fyrir venjulega Íslendinga „Ég held hreinlega að það sé ekki orðið boðlegt fyrir okkur frónbúana að heimsækja kaffihús í okkar eigin landi. Eplabaka, kjúklingabaka (sem hituð var upp í örrara) og samloka með skinku og osti ásamt einum gos og kaffibolla kostaði okkur 6540 kr- Það skal tekið fram að ekkert var verðmerkt í borðinu og borguðum við eftirá. En nú spyr landsbyggðartúttan sem ekki er vön að nota þennan miðil til að kvarta, er þetta eðlilegt verðlag á kaffihúsi í dag?“ Hin miklu viðbrögð við þessari umfjöllun komu Guðríði í opna skjöldu, sem áður sagði og taka margir undir með henni hvað varðar dýrtíðina. En, þó eru engin viðbrögð frá þeim sem málið varðar. „Þetta er með því hæsta sem ég hef rekist á,“ segir Guðríður sem aldrei hefur sett neitt slíkt inná Facebooksíðu sína; stundum potað einhverri pólitík þarna inn og einhverjum skoðunum á henni,“ en hún telur tvímælalaust neytendavakningu sem greina má á Ísland jákvæða sem slíka.
Neytendur Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira