Jordan Spieth með tveggja högga forskot á opna breska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 19:49 Jordan Spieth þurfti að hafa regnhlíf með sér í dag. Vísir/Getty Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er í forystu eftir tvo hringi á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Konungslega Birkdale vellinum í Lancashire á Englandi en þetta er eitt af fjórum risamótum ársins. Jordan Spieth lék á einu höggi undir pari í dag og er þar með samanlagt á sex höggum undir pari. Spieth lék á 69 höggum í dag en 65 höggum í gær. Hann hefur bæði risamótin sín til þess þar sem hann hefur spilað tvo fyrsti hringina á undir 70 höggum. Spieth er með tveggja högga forskot á landa sinn Matt Kuchar sem deildi með honum efsta sætinu með honum eftir fyrsta daginn. Matt Kuchar lék á einu höggi yfir pari í dag og er á fjórum höggum undir pari samanlagt. Jafnir í þriðja sætinu eru síðan jafnir Englendingurinn Ian Poulter og Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka á þremur höggum undir pari eða þremur höggum á eftir fyrsta manni. Veðrið og aðstæðurnar voru mörgum kylfingum erfiðar í dag. Köppum eins og Phil Mickelson, Padraig Harrington, Darren Clarke, Louis Oosthuizen, Todd Hamilton, John Daly, Mark O'Meara, David Duval, Stewart Cink, Paul Lawrie og Tom Lehman tókst þannig ekki að ná niðurskurðinum.Efstu menn eftir tvo hringi: -6: Spieth -4: Kuchar -3: Koepka, Poulter -2: Ramsay -1: McIlroy, Woodland, Connelly, Bland, Chan Kim, KangAðrir útvaldir: Á pari: Hoffman, Matsuyama; +1: Els; +2: Garcia, Fowler, Stenson, Fitzpatrick; +3: Rahm, D Johnson, C Wood. Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth er í forystu eftir tvo hringi á opna breska meistaramótinu í golfi sem fer fram á Konungslega Birkdale vellinum í Lancashire á Englandi en þetta er eitt af fjórum risamótum ársins. Jordan Spieth lék á einu höggi undir pari í dag og er þar með samanlagt á sex höggum undir pari. Spieth lék á 69 höggum í dag en 65 höggum í gær. Hann hefur bæði risamótin sín til þess þar sem hann hefur spilað tvo fyrsti hringina á undir 70 höggum. Spieth er með tveggja högga forskot á landa sinn Matt Kuchar sem deildi með honum efsta sætinu með honum eftir fyrsta daginn. Matt Kuchar lék á einu höggi yfir pari í dag og er á fjórum höggum undir pari samanlagt. Jafnir í þriðja sætinu eru síðan jafnir Englendingurinn Ian Poulter og Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka á þremur höggum undir pari eða þremur höggum á eftir fyrsta manni. Veðrið og aðstæðurnar voru mörgum kylfingum erfiðar í dag. Köppum eins og Phil Mickelson, Padraig Harrington, Darren Clarke, Louis Oosthuizen, Todd Hamilton, John Daly, Mark O'Meara, David Duval, Stewart Cink, Paul Lawrie og Tom Lehman tókst þannig ekki að ná niðurskurðinum.Efstu menn eftir tvo hringi: -6: Spieth -4: Kuchar -3: Koepka, Poulter -2: Ramsay -1: McIlroy, Woodland, Connelly, Bland, Chan Kim, KangAðrir útvaldir: Á pari: Hoffman, Matsuyama; +1: Els; +2: Garcia, Fowler, Stenson, Fitzpatrick; +3: Rahm, D Johnson, C Wood.
Golf Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira