Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 19:00 Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Margir af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins eru meiddir og óvíst hve margir sem nú eru á sjúkralistanum verða með í Evrópukeppninni í Hollandi í sumar. Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen slitu báðar krossbönd í hné gegn Norðmönnum á Algarve-mótinu fyrir rúmri viku. Fjölmargir aðrir leikmenn glíma við meiðsli. „Þetta eru áföll sem dynja yfir okkur núna og þetta er ekki staða sem við vildum vera í að missa tvo leikmenn í krossbandaslit í leiknum á móti Noregi. Það var mikið sjokk. Við vorum ekki búin að fá þetta staðfest strax en þegar við fengum þetta staðfest þá var þetta eins og að vera kýldur í magann og þá fyrst og fremst fyrir leikmennina,“ segir Freyr. „Sandra María á möguleika á að ná Evrópumótinu en hann er lítill. Hún er að gera allt sem hún þarf að gera til að ná mótinu. Dóra María verður ekki meira með og það er gríðarleg blóðtaka fyrir utan allt hitt,“ segir Freyr. Illa gengur að greina meiðsli Dagnýjar Brynjarsdóttur. Freyr er bjartsýnn að Hólmfríður Magnúsdóttir jafni sig af meiðslum. Margrét Lára Viðarsdóttir fór í aðgerð rétt fyrir jól. „Ég hef mikla trú á því að Margrét Lára verði á góðum stað á réttum tíma og hver vika er mjög dýrmæt fyrir hana. Það er óþægilegt að það hefur verið erfitt að greina meiðsli Dagnýjar og þar af leiðandi erfitt að finna rétt meðferðarúrræði. Hún er komin til Bandaríkjanna og er í góðum höndum þar. Hún er í kappi við tímann varðandi aprílverkefnið,“ segir Freyr. Það má finna alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Margir af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins eru meiddir og óvíst hve margir sem nú eru á sjúkralistanum verða með í Evrópukeppninni í Hollandi í sumar. Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen slitu báðar krossbönd í hné gegn Norðmönnum á Algarve-mótinu fyrir rúmri viku. Fjölmargir aðrir leikmenn glíma við meiðsli. „Þetta eru áföll sem dynja yfir okkur núna og þetta er ekki staða sem við vildum vera í að missa tvo leikmenn í krossbandaslit í leiknum á móti Noregi. Það var mikið sjokk. Við vorum ekki búin að fá þetta staðfest strax en þegar við fengum þetta staðfest þá var þetta eins og að vera kýldur í magann og þá fyrst og fremst fyrir leikmennina,“ segir Freyr. „Sandra María á möguleika á að ná Evrópumótinu en hann er lítill. Hún er að gera allt sem hún þarf að gera til að ná mótinu. Dóra María verður ekki meira með og það er gríðarleg blóðtaka fyrir utan allt hitt,“ segir Freyr. Illa gengur að greina meiðsli Dagnýjar Brynjarsdóttur. Freyr er bjartsýnn að Hólmfríður Magnúsdóttir jafni sig af meiðslum. Margrét Lára Viðarsdóttir fór í aðgerð rétt fyrir jól. „Ég hef mikla trú á því að Margrét Lára verði á góðum stað á réttum tíma og hver vika er mjög dýrmæt fyrir hana. Það er óþægilegt að það hefur verið erfitt að greina meiðsli Dagnýjar og þar af leiðandi erfitt að finna rétt meðferðarúrræði. Hún er komin til Bandaríkjanna og er í góðum höndum þar. Hún er í kappi við tímann varðandi aprílverkefnið,“ segir Freyr. Það má finna alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira