Lögmaður: Krónueigendur kanni réttarstöðu sína Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. mars 2017 06:00 Höftin eru á bak og burt frá og með deginum í dag. vísir/eyþór Fjármagnseigendur sem áttu krónur og keyptu evrur í útboði Seðlabankans í vor á genginu 190 munu hugsanlega kanna rétt sinn nú þegar ríkið hefur ákveðið að semja við krónueigendur sem eftir sátu um að kaupa evrur á genginu 137,5. Þetta segir Helgi Pétur Magnússon lögmaður sem hefur unnið fyrir krónueigendur. „Menn sem eiga tugi eða hundruð milljóna undir þeir hljóta að kanna þá stöðu. Maður getur í það minnsta ekki útilokað þann möguleika,“ segir Helgi Pétur. Hann býst við því að hann muni hafa samband við umbjóðendur sína og gera þeim grein fyrir stöðunni og kanna viðbrögð þeirra. „Við þurfum í fyrsta lagi að fá að vita hvort einhver sem tók þátt í útboðinu síðasta sumar hafi gert fyrirvara við það. Í öðru lagi þurfum við að vita hvort þeir einstaklingar eigi þá kröfu á ríkissjóð vegna þessa,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Okkur hefur verið tjáð að svo sé ekki en við í efnahags og viðskiptanefnd höfum kallað eftir frekari svörum þess efnis.“ Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vísaði á Seðlabankann aðspurður hvort einhverjir slíkir fyrirvarar hefðu verið gerðir.Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksinsvísir/stefánUppgjörið gæti reynst erfitt Að mati Helga Péturs gæti reynst flókið að gera upp við þátttakendur í aflandsútboðum síðasta árs ef þeir eiga kröfu á ríkið. Í júní í fyrra var 1.688 tilboðum tekið en fjárhæð samþykktra tilboða nam 83 milljörðum króna. Gengið þá var 190 krónur á evruna og var eftirstandandi aflandskrónum komið fyrir á vaxtalitlum reikningum. Hluti snjóhengjunnar var síðan leystur út síðasta föstudag með samkomulagi um kaup á 90 milljörðum af aflandskrónum en þar var gengið 137,5 krónur á evruna. Hefðu þátttakendur í fyrra beðið hefðu þeir fengið um 20 milljörðum meir í sinn hlut. Aflandskrónueignir í lok síðasta mánaðar námu tæplega 200 milljörðum. Eftir að viðskiptin síðasta föstudag gengu í gegn standa eftir um 100 milljarðar króna. Eigendur þeirra króna hafa hafnað tilboðum ríkisins um kaup á krónunum. Helgi Pétur segir stöðuna geta verið flókna því sum fyrirtækjanna sem hafi átt krónurnar séu ef til vill ekki til lengur, heldur hafi þau farið í gegnum gjaldþrotaskipti og mögulega nauðasamninga. „Þetta er flókin staða í mínu tilfelli til dæmis, en hún gæti verið einfaldari í öðrum tilfellum. Þar sem um er að ræða stórar kröfur og fyrirtæki í rekstri,“ segir Helgi Pétur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 „Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands“ Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. 13. mars 2017 13:32 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjármagnseigendur sem áttu krónur og keyptu evrur í útboði Seðlabankans í vor á genginu 190 munu hugsanlega kanna rétt sinn nú þegar ríkið hefur ákveðið að semja við krónueigendur sem eftir sátu um að kaupa evrur á genginu 137,5. Þetta segir Helgi Pétur Magnússon lögmaður sem hefur unnið fyrir krónueigendur. „Menn sem eiga tugi eða hundruð milljóna undir þeir hljóta að kanna þá stöðu. Maður getur í það minnsta ekki útilokað þann möguleika,“ segir Helgi Pétur. Hann býst við því að hann muni hafa samband við umbjóðendur sína og gera þeim grein fyrir stöðunni og kanna viðbrögð þeirra. „Við þurfum í fyrsta lagi að fá að vita hvort einhver sem tók þátt í útboðinu síðasta sumar hafi gert fyrirvara við það. Í öðru lagi þurfum við að vita hvort þeir einstaklingar eigi þá kröfu á ríkissjóð vegna þessa,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. „Okkur hefur verið tjáð að svo sé ekki en við í efnahags og viðskiptanefnd höfum kallað eftir frekari svörum þess efnis.“ Gylfi Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, vísaði á Seðlabankann aðspurður hvort einhverjir slíkir fyrirvarar hefðu verið gerðir.Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksinsvísir/stefánUppgjörið gæti reynst erfitt Að mati Helga Péturs gæti reynst flókið að gera upp við þátttakendur í aflandsútboðum síðasta árs ef þeir eiga kröfu á ríkið. Í júní í fyrra var 1.688 tilboðum tekið en fjárhæð samþykktra tilboða nam 83 milljörðum króna. Gengið þá var 190 krónur á evruna og var eftirstandandi aflandskrónum komið fyrir á vaxtalitlum reikningum. Hluti snjóhengjunnar var síðan leystur út síðasta föstudag með samkomulagi um kaup á 90 milljörðum af aflandskrónum en þar var gengið 137,5 krónur á evruna. Hefðu þátttakendur í fyrra beðið hefðu þeir fengið um 20 milljörðum meir í sinn hlut. Aflandskrónueignir í lok síðasta mánaðar námu tæplega 200 milljörðum. Eftir að viðskiptin síðasta föstudag gengu í gegn standa eftir um 100 milljarðar króna. Eigendur þeirra króna hafa hafnað tilboðum ríkisins um kaup á krónunum. Helgi Pétur segir stöðuna geta verið flókna því sum fyrirtækjanna sem hafi átt krónurnar séu ef til vill ekki til lengur, heldur hafi þau farið í gegnum gjaldþrotaskipti og mögulega nauðasamninga. „Þetta er flókin staða í mínu tilfelli til dæmis, en hún gæti verið einfaldari í öðrum tilfellum. Þar sem um er að ræða stórar kröfur og fyrirtæki í rekstri,“ segir Helgi Pétur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 „Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands“ Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. 13. mars 2017 13:32 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37
„Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands“ Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. 13. mars 2017 13:32
Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49