Sjálfstæði frestað og gengið til samningaviðræðna við Spán Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2017 06:00 Katalónskir bændur lögðu dráttarvélum sínum við Sigurbogann í Barcelona í gær til að krefjast sjálfstæðis. vísir/afp Katalónar frestuðu því í gær að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Fresturinn er hugsaður til að ná samningum við spænsk stjórnvöld. „Við munum lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni en við erum að gefa þeim smá tíma,“ sagði Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, í ávarpi sínu til katalónska þingsins í gær. Hann biðlaði til spænskra stjórnvalda að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu héraðsins.Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu.vísir/afpTogstreitan á milli Spánverja og Katalóna hefur magnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið samþykkti að kosið yrði um sjálfstæði héraðsins. Spánverjar lýstu kosningarnar ólöglegar og sendu lögreglu á svæðið til þess að gera kjörgögn upptæk. Átök við lögreglu á kjördag skiluðu hundruðum Katalóna á sjúkrahús. Alls kusu níutíu prósent þátttakenda með sjálfstæði en kjörsóknin var um fjörutíu prósent. Katalónska lögreglan, Mossos d’Esquadra, stóð vörð fyrir utan þinghúsið í gær og nánasta umhverfi hússins var lokað fyrir almenningi. Samkvæmt yfirvöldum var það gert í öryggisskyni. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, heldur ræðu á spænska þinginu í dag og hafði ekki tjáð sig um ræðu Puigdemont þegar Fréttablaðið fór í prentun. Hann hefur áður sagt að það komi ekki til greina að Katalónía fái að kljúfa sig frá Spáni. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar hefur ríkisstjórnin rétt til þess að svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindunum. Áður en forsetinn hélt ræðu sína biðlaði borgarstjóri Barcelona til hans og Rajoy um að reyna að draga úr spennunni. Ríkisstjórn Spánar hvatti Puigdemont jafnframt til þess að gera ekkert sem hann gæti ekki dregið til baka og að lýsa ekki yfir sjálfstæði einhliða. Evrópusambandsliðar hvöttu jafnframt til þess að sjálfstæðisyfirlýsing yrði ekki gefin út. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði slíka yfirlýsingu slæma fyrir Katalóna, fyrir Spánverja og fyrir gjörvalla Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar. 8. október 2017 08:31 Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæði Katalóníu Minnst 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í dag til að mótmæla því að Katalónía hljóti sjálfstæði frá Spáni. 8. október 2017 18:16 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Katalónar frestuðu því í gær að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Fresturinn er hugsaður til að ná samningum við spænsk stjórnvöld. „Við munum lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni en við erum að gefa þeim smá tíma,“ sagði Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, í ávarpi sínu til katalónska þingsins í gær. Hann biðlaði til spænskra stjórnvalda að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu héraðsins.Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu.vísir/afpTogstreitan á milli Spánverja og Katalóna hefur magnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið samþykkti að kosið yrði um sjálfstæði héraðsins. Spánverjar lýstu kosningarnar ólöglegar og sendu lögreglu á svæðið til þess að gera kjörgögn upptæk. Átök við lögreglu á kjördag skiluðu hundruðum Katalóna á sjúkrahús. Alls kusu níutíu prósent þátttakenda með sjálfstæði en kjörsóknin var um fjörutíu prósent. Katalónska lögreglan, Mossos d’Esquadra, stóð vörð fyrir utan þinghúsið í gær og nánasta umhverfi hússins var lokað fyrir almenningi. Samkvæmt yfirvöldum var það gert í öryggisskyni. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, heldur ræðu á spænska þinginu í dag og hafði ekki tjáð sig um ræðu Puigdemont þegar Fréttablaðið fór í prentun. Hann hefur áður sagt að það komi ekki til greina að Katalónía fái að kljúfa sig frá Spáni. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar hefur ríkisstjórnin rétt til þess að svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindunum. Áður en forsetinn hélt ræðu sína biðlaði borgarstjóri Barcelona til hans og Rajoy um að reyna að draga úr spennunni. Ríkisstjórn Spánar hvatti Puigdemont jafnframt til þess að gera ekkert sem hann gæti ekki dregið til baka og að lýsa ekki yfir sjálfstæði einhliða. Evrópusambandsliðar hvöttu jafnframt til þess að sjálfstæðisyfirlýsing yrði ekki gefin út. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði slíka yfirlýsingu slæma fyrir Katalóna, fyrir Spánverja og fyrir gjörvalla Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar. 8. október 2017 08:31 Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæði Katalóníu Minnst 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í dag til að mótmæla því að Katalónía hljóti sjálfstæði frá Spáni. 8. október 2017 18:16 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00
Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar. 8. október 2017 08:31
Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæði Katalóníu Minnst 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í dag til að mótmæla því að Katalónía hljóti sjálfstæði frá Spáni. 8. október 2017 18:16