Verzlingar sóttu hart að Bjarna á framboðsfundi Jakob Bjarnar skrifar 11. október 2017 15:55 Ljóst er að spennustigið í hinni snörpu kosningabaráttu er farið að segja til sín. Bjarni brást harkalega við fyrirspurn nemanda við Verzlunarskóla Íslands í dag. visir/Anton Brink Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, brást fremur harkalega við fyrirspurn úr hópi nemenda á framboðsfundi í Verzlunarskólanum í dag. Svo hastur var hann í máli að Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, sem jafnframt var í pallborðsumræðunum ásamt öðrum frambjóðendum, taldi það ekki verjanlegt að veitast að nemandanum með slíkri framgöngu.Brást illa við efni fyrirspurnarinnar en ekki nemandanum Bjarni sagði síðar á fundinum að hann hefði ekki verið að veitast að nemandanum heldur væri hann verið að bregðast við efni fyrirspurnarinnar sem slíkrar. Hún snerist um það að Bjarna væri tíðrætt um mikilvægi baklands stjórnmálaflokka, að það þurfi að kjósa flokk með sterkt bakland. En, er það ekki bakland flokksins sem hefur komið honum í sífelld vandræði, svo sem Borgunarmálið og Landsréttarmálið? Góðar undirtektir voru við þeirri fyrirspurn, hlátur og klapp í salnum en Bjarna var ekki skemmt. „Að taka Borgunarmálið sem dæmi um það að það sé eitthvað að í baklandi Sjálfstæðisflokksins er alveg ótrúlega ómerkilegt, fyrirgefðu. Það hefur hvergi nokkur staðar komið fram ein einasta vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn, ég sem fjármálaráðherra, eða einhver sem var inni í stjórnkerfinu, hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu í því máli,“ sagði Bjarni.Ótrúlega ómerkilegur áróður Og færðist þá enn í aukana: „Þess vegna er þetta ótrúlega ómerkilegur áróður sem þú ert að flytja hér inn í salinn um það mál. Þetta er ekkert nema áróður, þetta Borgunarmál. Það er engin innistæða fyrir öllum stóru orðunum. Ég verð að fá að verja mig hér fyrst að menn ætla að taka það hér upp og nota það gegn mér. Þetta er ómerkilegt. Landsréttarmálið er svo allt annað mál.“ Björt tók við míkrófóninum og taldi, sem áður sagði, það ekki boðlegt að veitast með þessum hætti að ungum kjósendum. Ef marka má viðtökur í salnum, þá féll það upplegg í kramið. Sjá má myndbandið hér neðar en ljóst er að mikill hiti er að færast í kosningabaráttuna. Kosningar 2017 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, brást fremur harkalega við fyrirspurn úr hópi nemenda á framboðsfundi í Verzlunarskólanum í dag. Svo hastur var hann í máli að Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra, sem jafnframt var í pallborðsumræðunum ásamt öðrum frambjóðendum, taldi það ekki verjanlegt að veitast að nemandanum með slíkri framgöngu.Brást illa við efni fyrirspurnarinnar en ekki nemandanum Bjarni sagði síðar á fundinum að hann hefði ekki verið að veitast að nemandanum heldur væri hann verið að bregðast við efni fyrirspurnarinnar sem slíkrar. Hún snerist um það að Bjarna væri tíðrætt um mikilvægi baklands stjórnmálaflokka, að það þurfi að kjósa flokk með sterkt bakland. En, er það ekki bakland flokksins sem hefur komið honum í sífelld vandræði, svo sem Borgunarmálið og Landsréttarmálið? Góðar undirtektir voru við þeirri fyrirspurn, hlátur og klapp í salnum en Bjarna var ekki skemmt. „Að taka Borgunarmálið sem dæmi um það að það sé eitthvað að í baklandi Sjálfstæðisflokksins er alveg ótrúlega ómerkilegt, fyrirgefðu. Það hefur hvergi nokkur staðar komið fram ein einasta vísbending um að Sjálfstæðisflokkurinn, ég sem fjármálaráðherra, eða einhver sem var inni í stjórnkerfinu, hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöðu í því máli,“ sagði Bjarni.Ótrúlega ómerkilegur áróður Og færðist þá enn í aukana: „Þess vegna er þetta ótrúlega ómerkilegur áróður sem þú ert að flytja hér inn í salinn um það mál. Þetta er ekkert nema áróður, þetta Borgunarmál. Það er engin innistæða fyrir öllum stóru orðunum. Ég verð að fá að verja mig hér fyrst að menn ætla að taka það hér upp og nota það gegn mér. Þetta er ómerkilegt. Landsréttarmálið er svo allt annað mál.“ Björt tók við míkrófóninum og taldi, sem áður sagði, það ekki boðlegt að veitast með þessum hætti að ungum kjósendum. Ef marka má viðtökur í salnum, þá féll það upplegg í kramið. Sjá má myndbandið hér neðar en ljóst er að mikill hiti er að færast í kosningabaráttuna.
Kosningar 2017 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira