Breytum um kúrs í heilbrigðismálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 11. október 2017 07:00 Hvernig á að byggja upp heilbrigðiskerfi þjóðar? Reka það, starfrækja, hlúa að þannig að það nýtist þjóðinni allri? Þessara spurninga hefur oft og tíðum verið spurt undanfarin ár, en því miður hafa of margir stjórnmálaflokkar heykst á því að svara þeim. Afleiðing þess er að heildarstefnu í heilbrigðismálum skortir og á meðan opinbera kerfið hefur setið á hakanum hefur einkarekni hlutinn vaxið nánast stjórnlaust. Er það afleiðing hugmyndafræðilegra umræðna, þar sem þjóðin sýndi vilja sinn í verki? Nei, því miður. Þessu hefur verið laumað inn bakdyramegin, látið gerast í einstöku samningum án þess að skýr stefna sé borin undir þjóðina. Skyldi kannski engan undra, því kannanir sýna að mikill meirihluti vill einmitt þveröfuga stefnu; að byggja upp hið opinbera heilbrigðiskerfi. Stefna flokka sem vilja auka veg einkarekstrar hefur verið falin í orðum um fjölbreyttara rekstrarform og hugmyndafræðin var víðs fjarri hjá fráfarandi stjórnarflokkum þegar málefni Klíníkurinnar bar sem hæst í vor. Þar snerist allt um skilgreiningar orða, ekki skýra stefnu. Ég sat fund BSRB um heilbrigðismál á mánudag, þar sem spurt var að því hver væri hagur sjúklinga, þegar að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu kæmi. Birgir Jakobsson landlæknir var einn frummælanda og hann var býsna skýr; aukning í einkarekstri hefði hingað til í raun og veru stýrst af framboði á sérgreinalæknum, en lítið stuðst við greiningar á þörfum sjúklinga. Núverandi kerfi sé letjandi fyrir opinbera aðila, en hvetjandi fyrir einkaaðila. Einkavæðingin hefur aukist á kostnað opinberrar þjónustu. Það er risastór pólitísk ákvörðun, sem raunar hefur aldrei verði tekin á yfirborðinu. Stjórnmálamenn sem eru fylgjandi þessari þróun hefur hingað til skort kjark til að segja það upphátt við kjósendur, enda vita þeir sem er að sú skoðun þeirra á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum sem vilja ekki þetta óheilbrigða kerfi. Vinstri græn eru sammála Landlækni um að við eigum að staldra við varðandi einkavæðinguna. Það þarf að byggja upp sterkt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem hagur og þarfir sjúklinga ráða för, ekki framboð á sérgreinalæknum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Kosningar 2017 Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Hvernig á að byggja upp heilbrigðiskerfi þjóðar? Reka það, starfrækja, hlúa að þannig að það nýtist þjóðinni allri? Þessara spurninga hefur oft og tíðum verið spurt undanfarin ár, en því miður hafa of margir stjórnmálaflokkar heykst á því að svara þeim. Afleiðing þess er að heildarstefnu í heilbrigðismálum skortir og á meðan opinbera kerfið hefur setið á hakanum hefur einkarekni hlutinn vaxið nánast stjórnlaust. Er það afleiðing hugmyndafræðilegra umræðna, þar sem þjóðin sýndi vilja sinn í verki? Nei, því miður. Þessu hefur verið laumað inn bakdyramegin, látið gerast í einstöku samningum án þess að skýr stefna sé borin undir þjóðina. Skyldi kannski engan undra, því kannanir sýna að mikill meirihluti vill einmitt þveröfuga stefnu; að byggja upp hið opinbera heilbrigðiskerfi. Stefna flokka sem vilja auka veg einkarekstrar hefur verið falin í orðum um fjölbreyttara rekstrarform og hugmyndafræðin var víðs fjarri hjá fráfarandi stjórnarflokkum þegar málefni Klíníkurinnar bar sem hæst í vor. Þar snerist allt um skilgreiningar orða, ekki skýra stefnu. Ég sat fund BSRB um heilbrigðismál á mánudag, þar sem spurt var að því hver væri hagur sjúklinga, þegar að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu kæmi. Birgir Jakobsson landlæknir var einn frummælanda og hann var býsna skýr; aukning í einkarekstri hefði hingað til í raun og veru stýrst af framboði á sérgreinalæknum, en lítið stuðst við greiningar á þörfum sjúklinga. Núverandi kerfi sé letjandi fyrir opinbera aðila, en hvetjandi fyrir einkaaðila. Einkavæðingin hefur aukist á kostnað opinberrar þjónustu. Það er risastór pólitísk ákvörðun, sem raunar hefur aldrei verði tekin á yfirborðinu. Stjórnmálamenn sem eru fylgjandi þessari þróun hefur hingað til skort kjark til að segja það upphátt við kjósendur, enda vita þeir sem er að sú skoðun þeirra á ekki upp á pallborðið hjá kjósendum sem vilja ekki þetta óheilbrigða kerfi. Vinstri græn eru sammála Landlækni um að við eigum að staldra við varðandi einkavæðinguna. Það þarf að byggja upp sterkt opinbert heilbrigðiskerfi þar sem hagur og þarfir sjúklinga ráða för, ekki framboð á sérgreinalæknum. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun