Hasla sér völl á Bandaríkjamarkaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. október 2017 12:00 Einar Sævarsson, framkvæmdastjóri Activity Stream, segir að gjáin á milli fyrirtækja sem geta nýtt sér gervigreind í rekstrinum og þeirra sem geta það ekki breikki hratt. Síðarnefndu fyrirtækin verði að bregðast við. vísir/hanna Íslenska sprotafyrirtækið Activity Stream hefur náð samningum við um fjórðung af liðunum í einni af stærstu íþróttadeildum Bandaríkjanna. Auk þess hyggjast margir af stærstu leikvöngum Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu, svo sem O2-höllin í Lundúnum, nýta sér þjónustu fyrirtækisins. „Það eru mörg spennandi verkefni í pípunum,“ segir Einar Sævarsson, framkvæmdastjóri Activity Stream. Stjórnendur fyrirtækisins eiga jafnframt í viðræðum við erlenda fjárfestingarsjóði, en þeir stefna að því að sækja meira fjármagn á næsta ári. „Í grunninn hjálpum við fyrirtækjum að notfæra sér gervigreind til þess að bæta rekstur og þjónustu og halda utan um allar upplýsingar sem máli skipta fyrir starfsemina,“ segir Einar. „Hugbúnaðurinn sem við höfum þróað safnar saman öllum upplýsingum sem snerta rekstur viðkomandi fyrirtækis og notar síðan gervigreind til þess að vinna úr gögnunum í rauntíma. Þannig hjálpum við fyrirtækjum að skilja hvað er að gerast í rekstrinum og koma auga á ýmis tækifæri og ógnir. Markmiðið er að þau verði betur í stakk búin til þess að taka betri ákvarðanir.“ Einar segir fyrirtækið hafa vaxið hratt á stuttum tíma. „Við fórum af stað fyrir nokkrum árum með þrjá starfsmenn. Nú eru þeir 35 talsins. Við höfum vaxið eins hratt og við höfum treyst okkur til. Það eru auðvitað takmörk fyrir því hvað hægt er að vaxa hratt með góðu móti, sér í lagi í flókinni starfsemi eins og okkar. Tekjurnar hafa fylgt vextinum ágætlega eftir. Við höfum byggt upp sterkan hóp viðskiptavina og samstarfsaðila. Þetta ásamt því að bjóða upp á pakkavörur, sem hægt er að selja og afhenda til hundraða eða þúsunda viðskiptavina með góðu móti, er forsenda þess að tekjur geti vaxið hratt. Eins og öll sprotafyrirtæki þurftum við fyrst að prófa vöruna og finna út hvað virkar og hvað virkar ekki áður en við gátum pakkað henni, ef svo má segja, í tilbúna lausn.“ Hann segir að til að byrja með hafi fyrirtækið sniðið hugbúnaðarlausn sína sérstaklega að fyrirtækjum í afþreyingu, íþróttum og orkugeiranum. „Við höfum sem dæmi þróað eina lausn okkar í samstarfi við Shubert-samtökin sem eiga og reka flest leikhúsin á Broadway. Við höfum hjálpað þeim við að takast á við helstu áskoranirnar sem blasa við í rekstri, hvort sem þær snúa að fjármálum, sölu eða markaðssetningu. Til viðbótar erum við að hasla okkur frekari völl í Bandaríkjunum, en á meðal væntanlegra viðskiptavina, sem við munum geta greint nánar frá um áramótin, er um fjórðungur liðanna í einni af stóru íþróttadeildunum í Bandaríkjunum. Auk þess eru margir af stærstu leikvöngum Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu, svo sem Staples Center í Los Angeles og O2-höllin í Lundúnum, að byrja að nýta þjónustu Activity Stream.“ Þá segir Einar fyrirtækið hafa kynnt til sögunnar á Charge-orkuráðstefnunni, sem fram fór í byrjun vikunnar í Hörpu, nýja lausn fyrir fyrirtæki í orkugeiranum. Markmiðið sé að hjálpa þeim að fylgjast með orkunotkun og hvetja þau til þess að leita leiða til þess að spara orku. „Við fengum leyfi frá Ólafi Elíassyni, sem hefur látið þennan málaflokk sig varða, til þess að nota glerhjúp Hörpu þar sem við birtum hreyfimynd sem sýnir eyju sökkva í sæ. Tilefnið er að vekja athygli á mikilvægi þess að spara rafmagn til þess að hægja á hlýnun jarðar,“ útskýrir hann.Sproti ársins á Íslandi Eins og kunnugt er var Activity Stream nýverið valið sproti ársins hér á landi. Keppir fyrirtækið nú til úrslita um norrænu sprotaverðlaunin, en úrslitin verða tilkynnt 18. október í Stokkhólmi. „Þetta er mikill heiður fyrir okkur. Við erum tiltölulega ungt sprotafyrirtæki og höfum í raun aðeins verið starfandi í rúm tvö ár. Við höfum fengið góðar viðtökur, sérstaklega í Bandaríkjunum, en einnig í Evrópu og nú síðast í Ástralíu, þar sem við höfum undanfarið náð samningum við marga stærstu leikvanga landsins. Það er afar óvenjulegt að íslenskt sprotafyrirtæki nái fljótt svona miklum árangri erlendis. Við höfum alltaf litið á okkur sem alþjóðlegt fyrirtæki og höfum ekki sérstaklega sóst eftir viðskiptum hér á landi. Það hefur ekki verið markmið í sjálfu sér, heldur höfum við horft til þess hvar áhugaverðustu viðskiptavinina sé að finna. Það hefur komið í ljós að það er gríðarleg eftirspurn eftir gervigreindarlausnum eins og við höfum þróað. Æ fleiri átta sig á því að gjáin á milli fyrirtækja sem geta nýtt sér gervigreind í rekstrinum og þeirra sem geta það ekki er að breikka hratt. Hætt er við því að síðarnefndu fyrirtækin séu að verða of sein að bregðast við.“ Á meðal bakhjarla fyrirtækisins eru sjóðirnir Eyrir Sprotar, Frumtak og fjárfestirinn Magnús Ingi Óskarsson, en þeir fjárfestu í fyrirtækinu í lok árs 2015. Auk þess hefur fyrirtækið fengið dýrmætan stuðning frá Tækniþróunarsjóði. „Við höfum undanfarið hálft ár verið í viðræðum við erlenda fjárfestingarsjóði og stefnum að því að sækja okkur meira fjármagn erlendis á næsta ári. Það snýst ekki aðeins um að fá meira fé inn í fyrirtækið, heldur líka um að fá til liðs við okkur aðila sem hafa mikla þekkingu og víðfeðmt tengslanet. Það getur nýst okkur vel við frekari markaðssókn. Það er ekkert launungarmál að margir fjárfestingarsjóðir eru afar spenntir fyrir fyrirtækjum sem geta hjálpað öðrum fyrirtækjum að nýta sér gervigreind. Eftirspurnin eftir slíkri þjónustu er nánast endalaus.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Markaðir Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íslenska sprotafyrirtækið Activity Stream hefur náð samningum við um fjórðung af liðunum í einni af stærstu íþróttadeildum Bandaríkjanna. Auk þess hyggjast margir af stærstu leikvöngum Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu, svo sem O2-höllin í Lundúnum, nýta sér þjónustu fyrirtækisins. „Það eru mörg spennandi verkefni í pípunum,“ segir Einar Sævarsson, framkvæmdastjóri Activity Stream. Stjórnendur fyrirtækisins eiga jafnframt í viðræðum við erlenda fjárfestingarsjóði, en þeir stefna að því að sækja meira fjármagn á næsta ári. „Í grunninn hjálpum við fyrirtækjum að notfæra sér gervigreind til þess að bæta rekstur og þjónustu og halda utan um allar upplýsingar sem máli skipta fyrir starfsemina,“ segir Einar. „Hugbúnaðurinn sem við höfum þróað safnar saman öllum upplýsingum sem snerta rekstur viðkomandi fyrirtækis og notar síðan gervigreind til þess að vinna úr gögnunum í rauntíma. Þannig hjálpum við fyrirtækjum að skilja hvað er að gerast í rekstrinum og koma auga á ýmis tækifæri og ógnir. Markmiðið er að þau verði betur í stakk búin til þess að taka betri ákvarðanir.“ Einar segir fyrirtækið hafa vaxið hratt á stuttum tíma. „Við fórum af stað fyrir nokkrum árum með þrjá starfsmenn. Nú eru þeir 35 talsins. Við höfum vaxið eins hratt og við höfum treyst okkur til. Það eru auðvitað takmörk fyrir því hvað hægt er að vaxa hratt með góðu móti, sér í lagi í flókinni starfsemi eins og okkar. Tekjurnar hafa fylgt vextinum ágætlega eftir. Við höfum byggt upp sterkan hóp viðskiptavina og samstarfsaðila. Þetta ásamt því að bjóða upp á pakkavörur, sem hægt er að selja og afhenda til hundraða eða þúsunda viðskiptavina með góðu móti, er forsenda þess að tekjur geti vaxið hratt. Eins og öll sprotafyrirtæki þurftum við fyrst að prófa vöruna og finna út hvað virkar og hvað virkar ekki áður en við gátum pakkað henni, ef svo má segja, í tilbúna lausn.“ Hann segir að til að byrja með hafi fyrirtækið sniðið hugbúnaðarlausn sína sérstaklega að fyrirtækjum í afþreyingu, íþróttum og orkugeiranum. „Við höfum sem dæmi þróað eina lausn okkar í samstarfi við Shubert-samtökin sem eiga og reka flest leikhúsin á Broadway. Við höfum hjálpað þeim við að takast á við helstu áskoranirnar sem blasa við í rekstri, hvort sem þær snúa að fjármálum, sölu eða markaðssetningu. Til viðbótar erum við að hasla okkur frekari völl í Bandaríkjunum, en á meðal væntanlegra viðskiptavina, sem við munum geta greint nánar frá um áramótin, er um fjórðungur liðanna í einni af stóru íþróttadeildunum í Bandaríkjunum. Auk þess eru margir af stærstu leikvöngum Bandaríkjanna, Bretlands og Ástralíu, svo sem Staples Center í Los Angeles og O2-höllin í Lundúnum, að byrja að nýta þjónustu Activity Stream.“ Þá segir Einar fyrirtækið hafa kynnt til sögunnar á Charge-orkuráðstefnunni, sem fram fór í byrjun vikunnar í Hörpu, nýja lausn fyrir fyrirtæki í orkugeiranum. Markmiðið sé að hjálpa þeim að fylgjast með orkunotkun og hvetja þau til þess að leita leiða til þess að spara orku. „Við fengum leyfi frá Ólafi Elíassyni, sem hefur látið þennan málaflokk sig varða, til þess að nota glerhjúp Hörpu þar sem við birtum hreyfimynd sem sýnir eyju sökkva í sæ. Tilefnið er að vekja athygli á mikilvægi þess að spara rafmagn til þess að hægja á hlýnun jarðar,“ útskýrir hann.Sproti ársins á Íslandi Eins og kunnugt er var Activity Stream nýverið valið sproti ársins hér á landi. Keppir fyrirtækið nú til úrslita um norrænu sprotaverðlaunin, en úrslitin verða tilkynnt 18. október í Stokkhólmi. „Þetta er mikill heiður fyrir okkur. Við erum tiltölulega ungt sprotafyrirtæki og höfum í raun aðeins verið starfandi í rúm tvö ár. Við höfum fengið góðar viðtökur, sérstaklega í Bandaríkjunum, en einnig í Evrópu og nú síðast í Ástralíu, þar sem við höfum undanfarið náð samningum við marga stærstu leikvanga landsins. Það er afar óvenjulegt að íslenskt sprotafyrirtæki nái fljótt svona miklum árangri erlendis. Við höfum alltaf litið á okkur sem alþjóðlegt fyrirtæki og höfum ekki sérstaklega sóst eftir viðskiptum hér á landi. Það hefur ekki verið markmið í sjálfu sér, heldur höfum við horft til þess hvar áhugaverðustu viðskiptavinina sé að finna. Það hefur komið í ljós að það er gríðarleg eftirspurn eftir gervigreindarlausnum eins og við höfum þróað. Æ fleiri átta sig á því að gjáin á milli fyrirtækja sem geta nýtt sér gervigreind í rekstrinum og þeirra sem geta það ekki er að breikka hratt. Hætt er við því að síðarnefndu fyrirtækin séu að verða of sein að bregðast við.“ Á meðal bakhjarla fyrirtækisins eru sjóðirnir Eyrir Sprotar, Frumtak og fjárfestirinn Magnús Ingi Óskarsson, en þeir fjárfestu í fyrirtækinu í lok árs 2015. Auk þess hefur fyrirtækið fengið dýrmætan stuðning frá Tækniþróunarsjóði. „Við höfum undanfarið hálft ár verið í viðræðum við erlenda fjárfestingarsjóði og stefnum að því að sækja okkur meira fjármagn erlendis á næsta ári. Það snýst ekki aðeins um að fá meira fé inn í fyrirtækið, heldur líka um að fá til liðs við okkur aðila sem hafa mikla þekkingu og víðfeðmt tengslanet. Það getur nýst okkur vel við frekari markaðssókn. Það er ekkert launungarmál að margir fjárfestingarsjóðir eru afar spenntir fyrir fyrirtækjum sem geta hjálpað öðrum fyrirtækjum að nýta sér gervigreind. Eftirspurnin eftir slíkri þjónustu er nánast endalaus.“Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Markaðir Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira