Höfðingjagröf á Landsímareit gæti fært bæ Ingólfs Arnarsonar á Lækjargötu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. október 2017 06:00 Séra Þórir Stephensen segir fund kumls á Landsímareit gefa vísbendingu um að bær Ingólfs Arnarsonar gæti hafi verið hér við Lækjargötu fremur en við Aðalstræti og gagnrýnir áform um framkvæmdir. vísir/anton brink „Þarna er örugglega höfðingjagröf,“ segir séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, um kuml sem fannst á Landsímareitnum og er enn til rannsóknar hjá sérfræðingum. Séra Þórir er einn þeirra sem gagnrýna harðlega áform um nýja viðbyggingu við gamla Landsímahúsið fyrir 160 herbergja hótel. Með framkvæmdunum yrði raskað hinum forna Víkurgarði þar sem verið hafi grafreitur í meira en þúsund ár. Heiðið kuml sem þar fannst í fyrra undir hinum kristnu gröfum þurfi að rannsaka betur. Kumlið sé talið vera frá árunum 870 til 875. „Þetta gæti verið aðeins eitt stakt kuml en ef rannsókn undir Kirkjustræti leiðir í ljós fleiri kuml þá er kominn kumlareitur og þá þurfa menn að íhuga vel hvort ekki þurfi að færa bústað Ingólfs frá Aðalstræti og yfir í Lækjargötu,“ segir Þórir og vísar þá til minja sem fundist hafa við Iðnaðarbankahúsið svokallaða á Lækjargötu 12. Nánar útskýrir Þórir að Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður telji að fjarlægðin frá þeim stað í Aðalstræti þar sem núverandi tilgáta segir að hafi verið bæjarstæði landsnámsmannsins Ingólfs Arnarssonar sé of lítil frá kumlinu sem nú sé fundið til þess að bær Ingólfs hafi getað verið þar. Haugfé úr kumli höfðinga frá níundu öld fannst að sögn Séra Þóris Stephensen í suðvesturhorni lóðinnar, til vinstri á myndinni.vísir/anton brink „Þetta er höfðingjagröf og hún virðist ekki hafa tilheyrt þessum bæ í Aðalstræti. Hún hefur frekar tilheyrt bænum sem búið er að finna við Lækjargötu. Og þar á að fara að rífa Iðnaðarbankann og ég hef ekki heyrt hvað á að gera við þær rústir,“ segir Þórir. Um sé að tefla atriði sem skipti máli yfir söguna. „Upphaf Reykjavíkur er svo mikið púsluspil. Nú er komið í ljós að það er vafasamt að púslubitinn sem er í Aðalstræti sé bær Ingólfs. Þetta gæti verið upphafið að því að sjá að hann er ekki á réttum stað,“ segir Þórir. Margt spennandi hafi fundist í kumlinu sem ekki hafi verið sagt frá og sé enn til rannsóknar. „Þegar rannsókninni lýkur þarf að raða púsluspilinu og sjá hvernig það passar við púsluspil sagnfræðinga í Reykjavík.“ Ekki náðist í gær tal af Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, stjórnanda uppgraftarins á Landsímareitnum sem gerður er á kostnað eiganda lóðarinnar, Lindarvatns ehf., í samvinnu við Minjastofnun. Vala hefur opinberlega sagt umræðuna um reitinn vera á villigötum. „Staðreyndin er nefnilega sú að í jörðinni voru sundur skornar minjar. Að púsla þeim saman með greiningum og túlkunum er og mun ætíð verða fræðilegt þrætuepli. Þessi staðreynd hryggir mig mjög en hún er staðreynd engu að síður. Þær greiningar, sem gerðar verða á þeim sýnum er tekin voru, munu kannski svara einhverjum spurningum sem brenna á mönnum í dag, en það er óraunhæft að ætlast til þess að hægt sé að fullyrða, hvað þá sanna það sem þarna var,“ skrifaði Vala í grein á vefsíðunni landsimareitur.is fyrir um hálfum öðrum mánuði. Þórir segir að endurheimta verði allt land Víkurgarðsins. „Þá getum við sett upp minningarmark um þennan ókunna höfðingja sem þarna er heygður. Að setja slíkan stað undir kjallaragólf á hóteli, sem kannski verður bara vaskahús eða ruslatunnugeymsla væri menningarlegt stórslys.“ vísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
„Þarna er örugglega höfðingjagröf,“ segir séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, um kuml sem fannst á Landsímareitnum og er enn til rannsóknar hjá sérfræðingum. Séra Þórir er einn þeirra sem gagnrýna harðlega áform um nýja viðbyggingu við gamla Landsímahúsið fyrir 160 herbergja hótel. Með framkvæmdunum yrði raskað hinum forna Víkurgarði þar sem verið hafi grafreitur í meira en þúsund ár. Heiðið kuml sem þar fannst í fyrra undir hinum kristnu gröfum þurfi að rannsaka betur. Kumlið sé talið vera frá árunum 870 til 875. „Þetta gæti verið aðeins eitt stakt kuml en ef rannsókn undir Kirkjustræti leiðir í ljós fleiri kuml þá er kominn kumlareitur og þá þurfa menn að íhuga vel hvort ekki þurfi að færa bústað Ingólfs frá Aðalstræti og yfir í Lækjargötu,“ segir Þórir og vísar þá til minja sem fundist hafa við Iðnaðarbankahúsið svokallaða á Lækjargötu 12. Nánar útskýrir Þórir að Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður telji að fjarlægðin frá þeim stað í Aðalstræti þar sem núverandi tilgáta segir að hafi verið bæjarstæði landsnámsmannsins Ingólfs Arnarssonar sé of lítil frá kumlinu sem nú sé fundið til þess að bær Ingólfs hafi getað verið þar. Haugfé úr kumli höfðinga frá níundu öld fannst að sögn Séra Þóris Stephensen í suðvesturhorni lóðinnar, til vinstri á myndinni.vísir/anton brink „Þetta er höfðingjagröf og hún virðist ekki hafa tilheyrt þessum bæ í Aðalstræti. Hún hefur frekar tilheyrt bænum sem búið er að finna við Lækjargötu. Og þar á að fara að rífa Iðnaðarbankann og ég hef ekki heyrt hvað á að gera við þær rústir,“ segir Þórir. Um sé að tefla atriði sem skipti máli yfir söguna. „Upphaf Reykjavíkur er svo mikið púsluspil. Nú er komið í ljós að það er vafasamt að púslubitinn sem er í Aðalstræti sé bær Ingólfs. Þetta gæti verið upphafið að því að sjá að hann er ekki á réttum stað,“ segir Þórir. Margt spennandi hafi fundist í kumlinu sem ekki hafi verið sagt frá og sé enn til rannsóknar. „Þegar rannsókninni lýkur þarf að raða púsluspilinu og sjá hvernig það passar við púsluspil sagnfræðinga í Reykjavík.“ Ekki náðist í gær tal af Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, stjórnanda uppgraftarins á Landsímareitnum sem gerður er á kostnað eiganda lóðarinnar, Lindarvatns ehf., í samvinnu við Minjastofnun. Vala hefur opinberlega sagt umræðuna um reitinn vera á villigötum. „Staðreyndin er nefnilega sú að í jörðinni voru sundur skornar minjar. Að púsla þeim saman með greiningum og túlkunum er og mun ætíð verða fræðilegt þrætuepli. Þessi staðreynd hryggir mig mjög en hún er staðreynd engu að síður. Þær greiningar, sem gerðar verða á þeim sýnum er tekin voru, munu kannski svara einhverjum spurningum sem brenna á mönnum í dag, en það er óraunhæft að ætlast til þess að hægt sé að fullyrða, hvað þá sanna það sem þarna var,“ skrifaði Vala í grein á vefsíðunni landsimareitur.is fyrir um hálfum öðrum mánuði. Þórir segir að endurheimta verði allt land Víkurgarðsins. „Þá getum við sett upp minningarmark um þennan ókunna höfðingja sem þarna er heygður. Að setja slíkan stað undir kjallaragólf á hóteli, sem kannski verður bara vaskahús eða ruslatunnugeymsla væri menningarlegt stórslys.“ vísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira