Segir stöðu Framsóknarflokksins ekki góða Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. ágúst 2017 19:23 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn sagði sig úr Framsóknarflokknum í dag og ætlar sér að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Hún segir Framsóknarflokkinn ekki vera tilbúinn fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Sveinbjörg Birna sendi frá sér yfirlýsingu um hádegisbil í dag þar sem hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn en í yfirlýsingunni segir hún flokksmenn raga við að tjá eigin skoðanir. Í yfirlýsingunni segir: „Stjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra." Þá segir Sveinbjörg einnig :„Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur." Nýlega var Sveinbjörg harðlega gagnrýnd, meðal annars af forystu Framsóknarflokksins, fyrir að hafa sagt að Reykjavíkurborg sitjo uppi með „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda og velti fyrir sér hvort eðlilegt væri að börn hælisleitenda verði sett í sérstakan skóla þar til að ákvörðun um dvalarleyfi liggi fyrir. Í framhaldinu lýsti stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík vantrausti á Sveinbjörgu Birnu.Fór þessi vantraustsyfirlýsing fyrir brjóstið á þér? „Nei, ég er nú ýmsu vön í þessu öllu saman.“Finnst þér þú hafa orðið fyrir meiri gagnrýni en aðrir borgarfulltrúar fyrir þín störf? „Nei, ég er nú ekki í neinu þolendahlutverki með það og ætla ekki að fara setja mig í þær stellingar.“ Formaður Framsóknarflokksins segir ákvörðun Sveinbjargar rökrétt framhald af því sem á undan hafi gengið hjá borgarstjórnarflokknum í sumar. Sveinbjörg segir ekki vita hvert framhaldið verði en hún komi til með að sitja áfram í umboði kjósenda sinna. Hún segist ekki vera horfa til annarra flokka og segir tímann leiða það í ljós hvort hún komi til með að færa sig yfir í landsmálin. „Staða Framsóknarflokksins er ekki góð og það er mikil sundrung innan hópsins. Ég kveið því að það yrði flokksþing í janúar sem er ekki endilega þess að þjappa Framsóknarfólki á landinu saman. Kannski er þetta fyrsta skrefið hjá mér í þá veru að sýna það.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir oddviti Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórn sagði sig úr Framsóknarflokknum í dag og ætlar sér að starfa áfram sem óháður borgarfulltrúi. Hún segir Framsóknarflokkinn ekki vera tilbúinn fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Sveinbjörg Birna sendi frá sér yfirlýsingu um hádegisbil í dag þar sem hún sagði skilið við Framsóknarflokkinn en í yfirlýsingunni segir hún flokksmenn raga við að tjá eigin skoðanir. Í yfirlýsingunni segir: „Stjórnmálamenn komast ekki hjá því að ræða málefni líðandi stundar. Á meðan sumir tjá skoðanir sem þeir byggja á eigin sannfæringu sætta aðrir sig við að enduróma skoðanir annarra." Þá segir Sveinbjörg einnig :„Flokksmenn eru hins vegar ragir við að tjá skoðanir sínar opinberlega. Af einhverjum ástæðum eru Framsóknarmenn sérstaklega viðkvæmir þegar að þessu kemur." Nýlega var Sveinbjörg harðlega gagnrýnd, meðal annars af forystu Framsóknarflokksins, fyrir að hafa sagt að Reykjavíkurborg sitjo uppi með „sokkinn kostnað“ vegna barna hælisleitenda og velti fyrir sér hvort eðlilegt væri að börn hælisleitenda verði sett í sérstakan skóla þar til að ákvörðun um dvalarleyfi liggi fyrir. Í framhaldinu lýsti stjórn félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík vantrausti á Sveinbjörgu Birnu.Fór þessi vantraustsyfirlýsing fyrir brjóstið á þér? „Nei, ég er nú ýmsu vön í þessu öllu saman.“Finnst þér þú hafa orðið fyrir meiri gagnrýni en aðrir borgarfulltrúar fyrir þín störf? „Nei, ég er nú ekki í neinu þolendahlutverki með það og ætla ekki að fara setja mig í þær stellingar.“ Formaður Framsóknarflokksins segir ákvörðun Sveinbjargar rökrétt framhald af því sem á undan hafi gengið hjá borgarstjórnarflokknum í sumar. Sveinbjörg segir ekki vita hvert framhaldið verði en hún komi til með að sitja áfram í umboði kjósenda sinna. Hún segist ekki vera horfa til annarra flokka og segir tímann leiða það í ljós hvort hún komi til með að færa sig yfir í landsmálin. „Staða Framsóknarflokksins er ekki góð og það er mikil sundrung innan hópsins. Ég kveið því að það yrði flokksþing í janúar sem er ekki endilega þess að þjappa Framsóknarfólki á landinu saman. Kannski er þetta fyrsta skrefið hjá mér í þá veru að sýna það.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir „Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31 Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
„Hefur legið fyrir í nokkurn tíma að hún ætti ekki samleið með Framsóknarflokknum“ Það kom Guðfinnu Jóhönnu Guðmundsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina, ekki á óvart að Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, sem einnig var borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, skuli hafa sagt sig úr Framsóknarflokknum 24. ágúst 2017 15:31
Sveinbjörg Birna kveður Framsókn og mun starfa sem óháður borgarfulltrúi Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir í yfirlýsingu að henni finnist að Framsóknarmenn séu "sérstaklega viðkvæmir“ þegar kemur að því að tjá skoðanir sínar í málefnum hælisleitenda opinberlega. 24. ágúst 2017 12:20