Innlent

Brutu gegn jafnréttislögum

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
vísir/birgir ísleifur
Jafnrétti Rio Tinto á Íslandi braut gegn ákvæðum jafnréttislaga, samkvæmt niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála. Kona kvartaði vegna kynbundins launamunar.

Óumdeilt var að konunni voru greidd lægri laun en karlinum. Rio Tinto taldi muninn meðal annars skýrast af lengri starfsaldri karlsins. Kærunefndin óskaði eftir launakjörum annarra starfsmanna en ekki var orðið við því að öllu leyti. Meirihluti kærunefndar taldi að ekki hefðu verið færð fullnægjandi rök fyrir launamuninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×