Besta myndin sem hefur náðst af fjarlægri stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 24. ágúst 2017 15:23 Samsett mynd sem sýnir yfirborð Antaresar. ESO/K. Ohnaka Hreyfingar í lofthjúpi fjarlægrar stjörnu eru greinanlegar í bestu mynd sem stjörnufræðingar hafa tekið af annarri stjörnu en sólinni. Myndin varpar nýju ljósi á hreyfingar efnis í stjörnum. Stjarnan Antares í stjörnumerkinu Sporðdrekanum er stór en tiltölulega köld stjarna sem verður á endanum að sprengistjörnu, að því er segir í frétt á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Hópur stjörnufræðinga náðu mynd af Antares sem er sú nákvæmasta til þessara af annarri stjörnu en sólinni okkar með því að sameina krafta nokkurra sjónauka, þar á meðal VLT-sjónauka ESO í Síle.Bendir til áður óþekktrar virkniMælingarnar notuðu þeir til þess að kortleggja yfirborð stjörnunnar og mæla hreyfingar efnis á því. Komust þeir að raun um að þunnt en ólgandi gas náði mun lengra út frá stjörnunni en spár gerðu ráð fyrir. Þessar hreyfingar eru ekki taldar vera af völdum svonefndra iðustrauma sem flytja geislun út frá kjarna margra stjarna. Stjörnufræðingarnir draga þess í stað þá ályktun að nýtt og óþekkt ferli gæti þurft til að útskýra hreyfingu gass í hjúpum svonefndra rauðra reginrisa eins og Antaresar. „Í framtíðinni er hægt að beita þesari tækni á aðrar stjörnur til að rannsaka yfirborð þeirra og gashjúpa í einstökum smáatriðum. Hingað til hefur þetta aðeins átt við um sólina okkar,“ segir Keiichi Ohnaka, frá Kaþólska háskólanum í Norður-Síle sem fór fyrir verkefninu. Vísindi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Hreyfingar í lofthjúpi fjarlægrar stjörnu eru greinanlegar í bestu mynd sem stjörnufræðingar hafa tekið af annarri stjörnu en sólinni. Myndin varpar nýju ljósi á hreyfingar efnis í stjörnum. Stjarnan Antares í stjörnumerkinu Sporðdrekanum er stór en tiltölulega köld stjarna sem verður á endanum að sprengistjörnu, að því er segir í frétt á vef Evrópsku stjörnustöðvarinnar á Suðurhveli (ESO). Hópur stjörnufræðinga náðu mynd af Antares sem er sú nákvæmasta til þessara af annarri stjörnu en sólinni okkar með því að sameina krafta nokkurra sjónauka, þar á meðal VLT-sjónauka ESO í Síle.Bendir til áður óþekktrar virkniMælingarnar notuðu þeir til þess að kortleggja yfirborð stjörnunnar og mæla hreyfingar efnis á því. Komust þeir að raun um að þunnt en ólgandi gas náði mun lengra út frá stjörnunni en spár gerðu ráð fyrir. Þessar hreyfingar eru ekki taldar vera af völdum svonefndra iðustrauma sem flytja geislun út frá kjarna margra stjarna. Stjörnufræðingarnir draga þess í stað þá ályktun að nýtt og óþekkt ferli gæti þurft til að útskýra hreyfingu gass í hjúpum svonefndra rauðra reginrisa eins og Antaresar. „Í framtíðinni er hægt að beita þesari tækni á aðrar stjörnur til að rannsaka yfirborð þeirra og gashjúpa í einstökum smáatriðum. Hingað til hefur þetta aðeins átt við um sólina okkar,“ segir Keiichi Ohnaka, frá Kaþólska háskólanum í Norður-Síle sem fór fyrir verkefninu.
Vísindi Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira