Úrskurður gerðardóms vegna BHM að renna út: „Verkfall er ekki á óskalista nokkurs manns“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. ágúst 2017 13:15 Frá mótmælum BHM og Félags hjúkrunarfræðinga við stjórnarráðshúsið í Lækjargötu í verkföllunum 2015. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, er fremst til hægri á myndinni. Vísir/Pjetur BHM sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem seinagangur ríkisins vegna komandi kjaraviðræðna er gagnrýndur. Úrskurður gerðardóms frá árinu 2015 fyrir sautján aðildarfélög BHM rennur út eftir viku. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir í samtali við Vísi að aðildarfélögin hafi verið að reyna að ná fundi með samninganefnd ríkisins, meðal annars til að undirrita viðræðuáætlanir, en án árangurs. Ástæðan er sú að dregist hefur að fullskipa í samninganefndina en Þórunn kveðst eiga von á því að fjármála-og efnahagsráðuneytið klári að skipa í nefndina í seinasta lagi í dag. „Okkur fannst ástæða til að vekja athygli á því að það hefur dregist að skipa í nefndina og líka í ljósi þess hvað tíminn líður hratt,“ segir Þórunn. Fram kemur í yfirlýsingu BHM að samkvæmt þeim viðræðuáætlunum sem hafa verið undirritaðar á að ganga frá kjarasamningum fyrir næstu mánaðamót. Þórunn kveðst ekki bjartsýn á að það náist.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, þegar mál þess gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015.vísir/ernirHorfa meðal annars til launahækkanna þeirra sem heyra undir kjararáð „Það er þannig samkvæmt vinnumarkaðslöggjöfinni að nýr samningur á að taka við af þeim sem rennur út. Þetta er auðvitað dálítið öðruvísi hjá okkur núna vegna þess að félögin fengu á sig úrskurð gerðardóms þannig að það er ekki verið að halda áfram með samning sem slíkan þó úrskurðurinn hafi gilt sem samningur. En auðvitað er almenna reglan sú og það teljast góð vinnubrögð að láta ekki líða of langt á milli gamals og nýs kjarasamnings,“ segir Þórunn. Hún segir BHM ekki hafa fengið nein viðbrögð frá ríkinu við yfirlýsingunni frá því í gær en fyrr í mánuðinum átti félagið góðan fund með Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, að sögn Þórunnar. Þá væntir hún þess að lokið verði að skipa í samninganefndina í dag, eins og áður segir. Þórunn segir að við kröfugerðir horfi BHM á launaþróun allra ríkisstarfsmanna, þar með talið þeirra sem heyra undir kjararáð og hafa fengið launahækkanir undanfarið. Ýmis verkalýðsfélög, þar á meðal BHM, hafa gagnrýnt þær hækkanir harðlega enda telja þeir þær úr takti við almenna launaþróun í landinu. „Við horfum að sjálfsögðu á launaþróun allra ríkisstarfsmanna, líka þeirra sem hafa heyrt undir kjararáð og fengið ríflegar hækkanir. Við horfum auðvitað til þeirra samninga sem er nýbúið að gera, til að mynda við lækna, en svo er það líka þannig að hvert og eitt félag greinir stöðu sinna félagsmanna með tilliti til launaþróunar sambærilegra hópa, bæði hjá ríkinu og á almenna markaðnum.“Myndin er frá mótmælastöðu í aðgerðum BHM og hjúkrunarfræðinga á Austurvelli sumarið 2015, þegar viðræður stóðu við ríkið.vísir/StefánEkkert hægt að segja hvort að farið verði í verkföll líkt og í síðustu kjaradeilu Að sögn Þórunnar hafa kröfugerðir ekki verið gerðar opinberar fyrr en á fyrsta fundi með samninganefnd ríkisins en svo er það í höndum félaganna að upplýsa um kröfugerðir sínar. Það sé ekki komið að því. Kjaradeila BHM og ríkisins árið 2015 var afar hörð og endaði með því að Alþingi setti lög á verkföll tæplega 700 félagsmanna BHM. Verkföllin höfðu þá staðið yfir í tíu vikur en á meðal þeirra sem voru í verkfalli voru ljósmæður, geislafræðingar og lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Þórunn segir enga leið að segja til um það fyrirfram hvort að viðræðurnar núna verði að jafnharðri kjaradeilu og síðast. „Auðvitað vonum við að í þetta sinn verði lokið við kjarasamninga í frjálsum samningum. Þannig á það að vera alla jafna og að sjálfsögðu viljum við ná kjarasamningum við ríkið. Okkur hefur hingað til tekist að semja við aðra atvinnurekendur, sveitarfélög og atvinnurekendur á almennum markaði. Ríkið er stærsti vinnuveitandi í landinu og ég trúi ekki öðru en að í þetta sinn sé ríkið tilbúið til að virða samningsréttinn,“ segir Þórunn.Þannig að það er ekki efst á ykkar óskalista að fara í verkfall? „Það að fara í verkfall er ekki á óskalista nokkurs manns.“ Kjaramál Tengdar fréttir Tæplega helmingur lífeindafræðinga sagt upp störfum Yfirlífeindafræðingur smitsjúkdómadeildar telur deildina verða óstarfhæfa ef fram haldi sem horfir. 10. júlí 2015 10:59 Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00 Ljósmæður fá greidd vangoldin laun eftir 2 ára þref Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra. 30. maí 2017 16:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
BHM sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem seinagangur ríkisins vegna komandi kjaraviðræðna er gagnrýndur. Úrskurður gerðardóms frá árinu 2015 fyrir sautján aðildarfélög BHM rennur út eftir viku. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir í samtali við Vísi að aðildarfélögin hafi verið að reyna að ná fundi með samninganefnd ríkisins, meðal annars til að undirrita viðræðuáætlanir, en án árangurs. Ástæðan er sú að dregist hefur að fullskipa í samninganefndina en Þórunn kveðst eiga von á því að fjármála-og efnahagsráðuneytið klári að skipa í nefndina í seinasta lagi í dag. „Okkur fannst ástæða til að vekja athygli á því að það hefur dregist að skipa í nefndina og líka í ljósi þess hvað tíminn líður hratt,“ segir Þórunn. Fram kemur í yfirlýsingu BHM að samkvæmt þeim viðræðuáætlunum sem hafa verið undirritaðar á að ganga frá kjarasamningum fyrir næstu mánaðamót. Þórunn kveðst ekki bjartsýn á að það náist.Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, þegar mál þess gegn ríkinu vegna lagasetningar á verkföll fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2015.vísir/ernirHorfa meðal annars til launahækkanna þeirra sem heyra undir kjararáð „Það er þannig samkvæmt vinnumarkaðslöggjöfinni að nýr samningur á að taka við af þeim sem rennur út. Þetta er auðvitað dálítið öðruvísi hjá okkur núna vegna þess að félögin fengu á sig úrskurð gerðardóms þannig að það er ekki verið að halda áfram með samning sem slíkan þó úrskurðurinn hafi gilt sem samningur. En auðvitað er almenna reglan sú og það teljast góð vinnubrögð að láta ekki líða of langt á milli gamals og nýs kjarasamnings,“ segir Þórunn. Hún segir BHM ekki hafa fengið nein viðbrögð frá ríkinu við yfirlýsingunni frá því í gær en fyrr í mánuðinum átti félagið góðan fund með Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, að sögn Þórunnar. Þá væntir hún þess að lokið verði að skipa í samninganefndina í dag, eins og áður segir. Þórunn segir að við kröfugerðir horfi BHM á launaþróun allra ríkisstarfsmanna, þar með talið þeirra sem heyra undir kjararáð og hafa fengið launahækkanir undanfarið. Ýmis verkalýðsfélög, þar á meðal BHM, hafa gagnrýnt þær hækkanir harðlega enda telja þeir þær úr takti við almenna launaþróun í landinu. „Við horfum að sjálfsögðu á launaþróun allra ríkisstarfsmanna, líka þeirra sem hafa heyrt undir kjararáð og fengið ríflegar hækkanir. Við horfum auðvitað til þeirra samninga sem er nýbúið að gera, til að mynda við lækna, en svo er það líka þannig að hvert og eitt félag greinir stöðu sinna félagsmanna með tilliti til launaþróunar sambærilegra hópa, bæði hjá ríkinu og á almenna markaðnum.“Myndin er frá mótmælastöðu í aðgerðum BHM og hjúkrunarfræðinga á Austurvelli sumarið 2015, þegar viðræður stóðu við ríkið.vísir/StefánEkkert hægt að segja hvort að farið verði í verkföll líkt og í síðustu kjaradeilu Að sögn Þórunnar hafa kröfugerðir ekki verið gerðar opinberar fyrr en á fyrsta fundi með samninganefnd ríkisins en svo er það í höndum félaganna að upplýsa um kröfugerðir sínar. Það sé ekki komið að því. Kjaradeila BHM og ríkisins árið 2015 var afar hörð og endaði með því að Alþingi setti lög á verkföll tæplega 700 félagsmanna BHM. Verkföllin höfðu þá staðið yfir í tíu vikur en á meðal þeirra sem voru í verkfalli voru ljósmæður, geislafræðingar og lögfræðingar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Þórunn segir enga leið að segja til um það fyrirfram hvort að viðræðurnar núna verði að jafnharðri kjaradeilu og síðast. „Auðvitað vonum við að í þetta sinn verði lokið við kjarasamninga í frjálsum samningum. Þannig á það að vera alla jafna og að sjálfsögðu viljum við ná kjarasamningum við ríkið. Okkur hefur hingað til tekist að semja við aðra atvinnurekendur, sveitarfélög og atvinnurekendur á almennum markaði. Ríkið er stærsti vinnuveitandi í landinu og ég trúi ekki öðru en að í þetta sinn sé ríkið tilbúið til að virða samningsréttinn,“ segir Þórunn.Þannig að það er ekki efst á ykkar óskalista að fara í verkfall? „Það að fara í verkfall er ekki á óskalista nokkurs manns.“
Kjaramál Tengdar fréttir Tæplega helmingur lífeindafræðinga sagt upp störfum Yfirlífeindafræðingur smitsjúkdómadeildar telur deildina verða óstarfhæfa ef fram haldi sem horfir. 10. júlí 2015 10:59 Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00 Ljósmæður fá greidd vangoldin laun eftir 2 ára þref Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra. 30. maí 2017 16:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Tæplega helmingur lífeindafræðinga sagt upp störfum Yfirlífeindafræðingur smitsjúkdómadeildar telur deildina verða óstarfhæfa ef fram haldi sem horfir. 10. júlí 2015 10:59
Hæstiréttur: Íslenska ríkinu heimilt að setja lög á verkföll BHM Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í morgun, en BHM hafði áður áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll þann 15. júlí. 13. ágúst 2015 10:00
Ljósmæður fá greidd vangoldin laun eftir 2 ára þref Héraðsdómur Reykjavíkur hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkinu hafi verið óheimilt að skerða laun fimm ljósmæðra. 30. maí 2017 16:29