Enski boltinn

Davy Pröpper orðinn dýrasti leikmaður Brighton

Elías Orri Njarðarson skrifar
Pröpper (t.h.) í leik með PSV á síðustu leiktíð
Pröpper (t.h.) í leik með PSV á síðustu leiktíð visir/getty
Sky sports greinir frá að Brighton & Hove Albion, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, hafa gengið frá kaupunum á hollenska miðjumanninum Davy Pröpper frá PSV Eindhoven.

Pröpper, sem er 25 ára gamall, skrifaði undir fjögurra ára samning við nýliðana.

Hann hefur leikið 67 leiki fyrir PSV og skorað 16 mörk ásamt því að hann hefur spilað fjóra landsleiki fyrir Holland.

Talið er að kaupverðið sé nálægt 10 milljónum punda og  því er hann dýrasti leikmaður Brighton í sögu félagsins.

Brighton komust upp í úrvalsdeildina eftir að hafa lent í öðru sæti í Championship deildinni og fóru upp í deild þeirra bestu á Englandi ásamt Newcastle.

Enska úrvalsdeildin hefst um helgina og nýliðarnir fá erfitt verkefni strax í fyrstu umferð. Þar munu þeir fá Manchester City í heimsókn í hörkuleik á Amex vellinum í Brighton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×