Yusuke Hasegawa, yfirmaður kappakstursmála hjá Honda telur að framleiðandinn geti tekið fram úr Renault í afköstum véla á yfirstandandi Formúlu 1 tímabili.
Honda vélin hefur verið fjórða besta vélin í Formúlu 1, af fjórum, síðan Honda sneri aftur í Formúlu 1 árið 2015. Á eftir Ferrari, Mercedes og Renault.
Honda vélin hefur sýnt framfarir í undanförnum keppnum. McLaren-Honda liðið náði í sín fyrstu stig í Bakú í júní. Það var fyrsta skiptið sem þriðja útgáfa vélarinnar fyrir 2017 var notuð. Báðir bílar liðsins voru í stigasætum í síðustu keppni í Ungverjalandi.
„Ég tel að við getum haldið áfram samskonar framförum á næstunni, en það er erfitt að ná Mercedes og Ferrari. Ég þrái að komast fram úr Renault á þessu tímabili,“ sagði Hasegawa.
Hasegawa segist viss um að liðið geti náð því takmarki sínu.
„Það má sjá það á tölunum sem við fáum út úr okkar vél. Ég ætla ekki að opinbera þær en við erum að minnka bilið,“ bætti Hasegawa við.
Honda telur sig geta skákað Renault á þessu tímabili

Tengdar fréttir

Bottas: Ég get haft betur í titlbaráttu gegn Lewis Hamilton og Sebastian Vettel
Valtteri Bottas segir ekkert standa í vegi fyrir því að hann geti unnið Lewis Hamilton og Sebastian Vettel í titilbaráttu. Hann segir frammistöðu sína undanfarið sanna að hann geti gert tilkall til heimsmeistaratitilsins.

Vergne vann í Montreal en Lucas di Grassi meistari
Jean-Eric Vergne á Techeetah bílnum vann sína fyrstu keppni í Formúlu E í dag í Montreal, Kanada. Lucas di Grassi varð meistari ökumanna í mótaröðinni.

Bílskúrinn: Varnarsigur í Ungverjalandi
Sebastian Vettel á Ferrari kom fyrstur í mark í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 um liðna helgi. Hann var að glíma við stýrisvandamál í bíl sínum og hefði verið auðveld bráð fyrir Mercedes menn ef ekki hefði verið fyrir liðsfélaga Vettel, Kimi Raikkonen sem varði sinn mann vel en þurfti að bíta í það súra að fá ekki að taka fram úr Vettel.