Helga Vala verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2017 19:30 Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Tveir dagar eru í að Alþingi komi saman og að nýtt fjárlagafrumvarp verði kynnt en í því er meðal annars gert ráð fyrir að skattaívilnun vegna rafbíla sem falla átti niður um áramótin verði framlengd. Tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum hafa skipað formenn í þær nefndir sem þeim var úthlutað. Eins og fram kom í fréttum í gær hafa stjórnarandstöðuflokkarnir á alþingi samþykkt að taka að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins. Píratar tilkynntu í gær að Halldóra Mogensen tæki sæti sem formaður Velferðarnefndar til tveggja ára en þá mun Samfylkingin taka við formennsku í nefndinni og afhenta Pírötum formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á móti. Samfylkingin tilnefndi í dag að Helgu Völu Helgadóttur, sem formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til tveggja ára, en formlega verður kosið um tilnefninguna á morgun. „Ég er mjög spennt að hefja hér störf af alvöru. Maður er búinn að vera svolítið í grúski síðan kosningarnar voru,“ sagði Helga Vala í dag. Ekki liggur fyrir hver tekur við formennsku í Velferðarnefnd þegar Samfylking tekur við nefndinni af Pírötum en líkt og þeir reyndi formaður Samfylkingarinnar að fá stjórnarflokkanna til þess að veita stjórnarandstöðuflokkunum formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það stendur nú í þeirra stjórnarsáttmála að það eigi að vera víðtækara samráð og samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu. En það var ekki tekið þannig í það að það væri hægt að fara í það,“ segir Helga Vala. Miðflokkurinn mun fara með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og til stóð að þingflokkurinn kæmi saman í dag þar sem formaður nefndarinnar yrði tilnefndur. Fundinum var frestað nú síðdegis og hefur verið boðið til nýs fundar á morgun klukkan hálf fjögur. Aðeins tveir dagar eru þar til Alþingi kemur saman og þá hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins vinna hörðum höndum að því að koma fjárlögunum saman fyrir fimmtudag, en þá verða þau kynnt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér að verulegar breytingar séu á fjárlögum nú miðað við fyrra frumvarp en samhliða því verður fjármálastefna til lengri tíma lögð fram þar sem einnig kveður við nýjan tón. Fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða króna afgangi og búist er við að afkomuhorfur verði betri í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður á fimmtudag. „Það er vissulega ákveðin tilhlökkun að sjá það. Hvort að maður sjái skýr merki þess að Vinstri græn séu í ríkisstjórn,“ segir Helga Vala. Fréttastofan fékk það staðfest í dag að ívilnun sem fylgt hefur rafbílum á undanförnum árum, og áttu að falla niður um áramót, verði framlengd til þriggja ára líkt Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra lagði upp með í sínu fjárlagafrumvarpi í haust. Áður hefur þessi ívilnun aðeins verið framlengd í eitt ár í senn. Ísland var annað landið í heiminum til að stíga þetta skref árið 2012. Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Tveir dagar eru í að Alþingi komi saman og að nýtt fjárlagafrumvarp verði kynnt en í því er meðal annars gert ráð fyrir að skattaívilnun vegna rafbíla sem falla átti niður um áramótin verði framlengd. Tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum hafa skipað formenn í þær nefndir sem þeim var úthlutað. Eins og fram kom í fréttum í gær hafa stjórnarandstöðuflokkarnir á alþingi samþykkt að taka að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins. Píratar tilkynntu í gær að Halldóra Mogensen tæki sæti sem formaður Velferðarnefndar til tveggja ára en þá mun Samfylkingin taka við formennsku í nefndinni og afhenta Pírötum formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á móti. Samfylkingin tilnefndi í dag að Helgu Völu Helgadóttur, sem formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til tveggja ára, en formlega verður kosið um tilnefninguna á morgun. „Ég er mjög spennt að hefja hér störf af alvöru. Maður er búinn að vera svolítið í grúski síðan kosningarnar voru,“ sagði Helga Vala í dag. Ekki liggur fyrir hver tekur við formennsku í Velferðarnefnd þegar Samfylking tekur við nefndinni af Pírötum en líkt og þeir reyndi formaður Samfylkingarinnar að fá stjórnarflokkanna til þess að veita stjórnarandstöðuflokkunum formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það stendur nú í þeirra stjórnarsáttmála að það eigi að vera víðtækara samráð og samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu. En það var ekki tekið þannig í það að það væri hægt að fara í það,“ segir Helga Vala. Miðflokkurinn mun fara með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og til stóð að þingflokkurinn kæmi saman í dag þar sem formaður nefndarinnar yrði tilnefndur. Fundinum var frestað nú síðdegis og hefur verið boðið til nýs fundar á morgun klukkan hálf fjögur. Aðeins tveir dagar eru þar til Alþingi kemur saman og þá hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins vinna hörðum höndum að því að koma fjárlögunum saman fyrir fimmtudag, en þá verða þau kynnt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér að verulegar breytingar séu á fjárlögum nú miðað við fyrra frumvarp en samhliða því verður fjármálastefna til lengri tíma lögð fram þar sem einnig kveður við nýjan tón. Fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða króna afgangi og búist er við að afkomuhorfur verði betri í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður á fimmtudag. „Það er vissulega ákveðin tilhlökkun að sjá það. Hvort að maður sjái skýr merki þess að Vinstri græn séu í ríkisstjórn,“ segir Helga Vala. Fréttastofan fékk það staðfest í dag að ívilnun sem fylgt hefur rafbílum á undanförnum árum, og áttu að falla niður um áramót, verði framlengd til þriggja ára líkt Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra lagði upp með í sínu fjárlagafrumvarpi í haust. Áður hefur þessi ívilnun aðeins verið framlengd í eitt ár í senn. Ísland var annað landið í heiminum til að stíga þetta skref árið 2012.
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent