Magðalena segir skelfilegt að sjá aðstæður í Tyrklandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. desember 2017 08:00 Hópurinn sem Magðalena var með í Ankara heimsótti líka hjálparstöð fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Þar sá hún þessa mynd sem eitt barnanna hafði teiknað. Magðalena Kjartansdóttir „Maður lamast þegar maður sér fólkið þarna girt af að bíða eftir því að komast í viðtal. Þarna voru bara brún brostin augu sem maður sá og þetta var bara skelfilegt,“ segir Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri yfir hælisleitendateymi hjá Reykjavíkurborg. Magðalena heimsótti í síðustu viku móttökuskrifstofu fyrir hælisleitendur í Ankara í Tyrklandi. „Þangað koma allir sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta var mögnuð upplifun að koma inn í þetta járngirta virki,“ segir Magðalena og bætir við að þar hafi verið vopnaðir verðir með byssur hvarvetna. „Þarna var fólk að koma inn í stríðum straumum og þeir skrá inn 5.000 manns í hverri einustu viku,“ segir Magðalena. Tilefni heimsóknar Magðalenu til Ankara var ráðstefna ASAM, samtaka sem aðstoða hælisleitendur í Tyrklandi.Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri hjá ReykjavíkurborgMagðalena segir Tyrki fá vel greitt fyrir að sinna hælisleitendunum og það virðist henta Evrópuríkjunum ágætlega að halda fólkinu meira og minna í flóttamannabúðum í Tyrklandi. „Fólki finnst ýmislegt um þennan forseta, þú segir ekki hvað sem er þarna. En hann er þó að taka á móti þessu fólki.“ Magðalena segist þó velta fyrir sér hvað alþjóðasamfélagið sé að hugsa. „Af hverju eru svona margir þarna? Og af hverju eru svona margir í flóttamannabúðum? Svo gerist ýmislegt þar. Fólk er að hverfa og það er beitt ofbeldi. Þannig að það vakna ýmsar spurningar hjá manni. Ég vil meina að það breyti manni fyrir lífstíð að sjá svona,“ segir hún. Reykjavíkurborg gerir samning við Útlendingastofnun og nýjasti samningurinn hljóðar upp á að borgin þjónusti 200 hælisleitendur á hverjum tíma, en er með 218 núna. Hún segir Reykjavíkurborg fá mjög mikið af fólki frá löndum sem eru talin örugg samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. „Við erum að fá mjög mikið af fólki frá Makedóníu, Georgíu og Albaníu. Á þessu ári – frá janúar til september – hafa Sýrlendingar bara verið fimm prósent,“ segir hún. Ástæðan er einkum sú að það er svo dýrt og flókið fyrir Sýrlendinga að koma hingað. Flóttamenn Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
„Maður lamast þegar maður sér fólkið þarna girt af að bíða eftir því að komast í viðtal. Þarna voru bara brún brostin augu sem maður sá og þetta var bara skelfilegt,“ segir Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri yfir hælisleitendateymi hjá Reykjavíkurborg. Magðalena heimsótti í síðustu viku móttökuskrifstofu fyrir hælisleitendur í Ankara í Tyrklandi. „Þangað koma allir sem eru að sækja um alþjóðlega vernd. Þetta var mögnuð upplifun að koma inn í þetta járngirta virki,“ segir Magðalena og bætir við að þar hafi verið vopnaðir verðir með byssur hvarvetna. „Þarna var fólk að koma inn í stríðum straumum og þeir skrá inn 5.000 manns í hverri einustu viku,“ segir Magðalena. Tilefni heimsóknar Magðalenu til Ankara var ráðstefna ASAM, samtaka sem aðstoða hælisleitendur í Tyrklandi.Magðalena Kjartansdóttir, deildarstjóri hjá ReykjavíkurborgMagðalena segir Tyrki fá vel greitt fyrir að sinna hælisleitendunum og það virðist henta Evrópuríkjunum ágætlega að halda fólkinu meira og minna í flóttamannabúðum í Tyrklandi. „Fólki finnst ýmislegt um þennan forseta, þú segir ekki hvað sem er þarna. En hann er þó að taka á móti þessu fólki.“ Magðalena segist þó velta fyrir sér hvað alþjóðasamfélagið sé að hugsa. „Af hverju eru svona margir þarna? Og af hverju eru svona margir í flóttamannabúðum? Svo gerist ýmislegt þar. Fólk er að hverfa og það er beitt ofbeldi. Þannig að það vakna ýmsar spurningar hjá manni. Ég vil meina að það breyti manni fyrir lífstíð að sjá svona,“ segir hún. Reykjavíkurborg gerir samning við Útlendingastofnun og nýjasti samningurinn hljóðar upp á að borgin þjónusti 200 hælisleitendur á hverjum tíma, en er með 218 núna. Hún segir Reykjavíkurborg fá mjög mikið af fólki frá löndum sem eru talin örugg samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. „Við erum að fá mjög mikið af fólki frá Makedóníu, Georgíu og Albaníu. Á þessu ári – frá janúar til september – hafa Sýrlendingar bara verið fimm prósent,“ segir hún. Ástæðan er einkum sú að það er svo dýrt og flókið fyrir Sýrlendinga að koma hingað.
Flóttamenn Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira