Sænski markvörðurinn Mattias Andersson hefur samið við austurríska handboltasambandið um að gerast markvarðaþjálfari karlalandsliðsins næsta sumar. Hann mun einnig koma að þjálfun yngri landsliða Austurríkis.
Andersson leggur skóna á hilluna eftir tímabilið og fer þá beint í að aðstoða Patrek Jóhannesson, landsliðsþjálfara Austurríkis.
Austurrísku markverðirnir ættu að njóta góðs af þessari ráðningu en Andersson hefur lengi verið í hópi bestu markvarða heims.
Andersson hefur leikið með Flensburg frá árinu 2011. Áður lék hann með Ystads, Drott, Barcelona, Kiel og Grosswallstadt. Andersson hefur fjórum sinnum orðið Þýskalandsmeistari á ferlinum og tvisvar sinnum unnið Meistaradeild Evrópu.
Austurríki verður með á EM í Króatíu í janúar þar sem liðið er með Frakklandi, Hvíta-Rússlandi og Noregi í riðli. Austurríki heldur EM 2020 með Noregi og Svíþjóð.
Einn besti markvörður heims hættir í sumar og byrjar að aðstoða Patrek
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn

Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn


Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn