Synir Jónu Dóru létust í eldsvoða árið 1985: „Maður verður að engu“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. desember 2017 20:07 Jóna Dóra segir vel mögulegt að vinna sig úr jafn miklum missi og þau urðu fyrir. Guðmundur Árni Stefánsson og Jóna Dóra Karlsdóttir misstu tvo syni sína í hörmulegum bruna árið 1985. Skömmu síðar voru sorgarsamtökin Ný dögun stofnuð en þau urðu þrítug á dögunum. Jóna Dóra segir vel mögulegt að vinna sig úr jafn miklum missi og þau urðu fyrir. Mikilvægt sé þó að hlúa vel að réttindum syrgjenda. Rætt var við Jónu Dóru í Ísland í dag í kvöld. Þann 16. febrúar árið 1985 var þjóðin slegin óhug þegar fréttir bárust af því að þá um nóttina hefðu tveir ungir bræður farist í eldsvoða í Hafnarfirði. Drengirnir Fannar Karl og Brynjar Freyr, átta og fjögurra ára,, voru gestkomandi á heimili frændfólks síns þegar eldurinn kom upp um nóttina. Foreldrar þeirra, þau Guðmundur Árni Stefánsson og Jóna Dóra Karlsdóttir, voru vakin upp um morguninn og þeim færðar þessar hræðilegu fréttir. „Þetta var aðfaranótt 16. febrúar, sem var laugardagur. Svo var ég bara vakin með þessu að strákarnir mínir séu dánir. Umvafin fólkinu mínu í herberginu mínu,“ segir Jóna Dóra. „Þetta tók einhverjar sekúndur að síga inn. Svo gerist eitthvað í líkamanum. Maður bara, ég er ekkert ein um það, margir hafa lýst þessu, það er eins og maður tæmist. Maður verður að engu.“Frændi bræðranna lagði sig í mikla hættu við að reyna að bjarga þeim og var fluttur í lífshættu á sjúkrahús. Eldurinn kom upp meðan allir voru í fastasvefni en eldsupptök voru ókunn. Jóna Dóra segir að ekki sé hægt að lýsa dögunum sem á eftir fylgdu. „Manni er haldið uppi af öllum þessum kærleika sem vinir og fjölskylda sýna manni. Það fyllist auðvitað húsið af manns nánasta fólki og vinum. Allir tilbúnir að gera allt. Ég hef alltaf sagt að finna svona hlýja nærveru og strauma frá fólki það er meðal fyrir sálina."Teiknuðu brennandi hús Jóna Dóra segir sérstakt að líta til baka og skoða síðustu myndirnar sem bræðurnir teiknuðu, en Brynjar, sá yngri, teiknaði skömmu áður mynd af brennandi húsi og slökkviliðsbílum að störfum. „Þeir voru að teikna brunnin hús og báðir tveir, sérstaklega sá yngri. Það voru slökkviliðsbílar að reyna, sjúkrabílar sem hann teiknaði og það var verið að reyna að slökkva elda í húsi og svo til dæmis ein af síðustu myndunum er kista með krossi yfir og við höfum bara ákveðið það að sálirnar þeirra hafi þarna bara verið í einhverskonar undirbúningi fyrir að þeir væru að fara.“ Bræðurnir létust á tíma þar sem lítið var talað opinberlega um sorg og sorgarferli. Jóna Dóra segir að þau hafi enga faglega hjálp fengið til að takast á við áfallið. Hún segir þó að þau fjölskyldan hafi fengið mikinn stuðning frá vinum, vandamönnum og þjóðinni allri. „Einhvernveginn náði maður að skynja samhug þjóðarinnar þó það hafi ekki verið neitt Facebook á þessum tíma. En þetta gaf ótrúlega mikið. Faglega hjálp var ekki að fá. Við gátum strax og getum enn talað svo mikið um þetta. Við segjum stundum hjónin að við höfum talað okkur í gegnum sorgina.“Fjölskyldan var byrjuð að undirbúa afmæli Brynjars Freys sem hefði orðið fimm ára mánuði eftir eldsvoðann.Sár að lífið hafi verið tekið af drenjunum Jóna Dóra segist oft vera spurð hvort hún sé reið að þetta hafi komið fyrir sig. Það sé þó ekki það versta, hún segist vera óyfirstíganlega sár að lífið hafi verið tekið af drengjunum. „Af hverju fengu þeir ekki að njóta áfram að vera til? Við skulum redda okkur hérna hin, við reddum okkur. En af hverju voru þeir farnir? Af hverju fengu þeir ekki, það var svo margt sem þeir hlökkuð til. Þeir ætluðu sko að verða atvinnumenn í fótbolta og þeir ætluðu að gera þetta og ætluðu að gera hitt. Sá yngri átti afmæli eftir mánuð og við vorum farin að undirbúa það og hlakka mikið til. Jóna Dóra segir enga faglega hjálp hafa verið að fá og að hálfum mánuði eftir að drengirnir létust blasti blákaldur raunveruleikinn við. „Þá fer ég að hugsa sko ég get þetta ekki, ég get ekkert lifað, hvað á ég að gera? Ég verð að fá einhverskonar hjálp eða ég verð að vona að ég sofni bara og vakni ekki aftur.“ Hún segir að aðdragandi fyrstu jólanna eftir andlát bræðranna hafi verið sérstaklega erfiður. Jólin hafi komið og farið eins og þau geri alltaf en aðventan hafi verið erfið. Þá segir hún að fólk hafi oft verið klaufalegt þegar það hafi viljað hughreysta hana og fjölskylduna en hún hafi fyrirgefið því fólki, það hafi einungis viljað hjálpa. „Ein alveg yndisleg vildi hugga mig með því að segja að ef guð væri til þá væri hann vondur. En við sem verðum fyrir þessu, að fá svona ógætileg orð til okkar, við getum ekki orðið sár út í það. Því það er svo góður hugur bakvið þetta allt. Þetta er fólk sem hefur kannski aldrei staðið í því áður að reyna að hugga syrgjendur eða þann sem er í svona áfalli og reynir að finna bestu orðin. Ég segi bara sjálf, passa mig á því að segja bara ekki neitt.“Verður ekki alltaf svona slæmt „Þeir fara ekki neitt. Þeir eru náttúrulega bara hérna með mér og okkur auðvitað, hvert sem ég fer. Eins og núna, ég finn svona extra kærleika í hjartanu. Núna eru þeir fyrir löngu síðan búnir að vera hinum megin heldur en þeir fengu að vera hérna megin. Margir ástvina okkar eru farnir sem þeim þótti óskaplega vænt um. Ég verð alltaf rólegri og rólegri eftir því að þau eru fleiri öll saman.“ Jóna Dóra segir að það sé vel mögulegt að vinna sig út úr svo alvarlegu áfalli, flestir sem verði fyrir áföllum nái að lifa góðu lífi og ná gleðinni inn í líf sitt á nýjan leik. „Mér finnst svo mikilvægt að þeir sem eru í sorg núna hafi það einhversstaðar á bakvið eyrað ekki gefa upp vonina, þetta verður ekki alltaf svona hrikalega slæmt.“Þurfi að bæta réttindi þeirra sem missa náinn ástvin Tveimur árum eftir að drengirnir fórust voru sorgarsamtökin Ný dögun stofnuð en Jóna Dóra og Guðmundur Árni eru meðal stofnmeðlima. Jóna Dóra segir margt hafa breyst til batnaðar á þeim tíma en engu að síður þurfi ýmislegt að bæta. „En það sem hefur verið í kollinum mínum í tuttugu ár, eða eiginlega bara frá því að ég kom til sjálfrar mín eftir að strákarnir mínir dóu, það eru réttindi þeirra sem missa náinn ástvin. Mjög margir verða fyrir miklum tekjumissi, það er bara undir velvilja atvinnuveitenda komið hvort þú haldir launum eða ekki. Sumir neyðast til að fara í vinnu eftir örfáa daga og það er ekki hægt þegar maður er í þessu ástandi, maður er ófær um að keyra bíl. Jóna Dóra og Guðmundur Árni eiga í dag fjögur börn á lífi og hún segist reglulega hugsa um hvað þeir Fannar Karl og Brynjar Freyr væru að gera ef þeir væru á lífi. „Við erum svo ósammála hjónin. Ég held að sá eldri ætti fimm börn og væri kennari eða eitthvað. Sá yngri hann væri kannski núna að ná sér í kærustu 35 ára. Ég hugsa að hann hefði viljað hafa svolítið gaman fyrst. En guð má vita. Ég veit það ekki.“ Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Guðmundur Árni Stefánsson og Jóna Dóra Karlsdóttir misstu tvo syni sína í hörmulegum bruna árið 1985. Skömmu síðar voru sorgarsamtökin Ný dögun stofnuð en þau urðu þrítug á dögunum. Jóna Dóra segir vel mögulegt að vinna sig úr jafn miklum missi og þau urðu fyrir. Mikilvægt sé þó að hlúa vel að réttindum syrgjenda. Rætt var við Jónu Dóru í Ísland í dag í kvöld. Þann 16. febrúar árið 1985 var þjóðin slegin óhug þegar fréttir bárust af því að þá um nóttina hefðu tveir ungir bræður farist í eldsvoða í Hafnarfirði. Drengirnir Fannar Karl og Brynjar Freyr, átta og fjögurra ára,, voru gestkomandi á heimili frændfólks síns þegar eldurinn kom upp um nóttina. Foreldrar þeirra, þau Guðmundur Árni Stefánsson og Jóna Dóra Karlsdóttir, voru vakin upp um morguninn og þeim færðar þessar hræðilegu fréttir. „Þetta var aðfaranótt 16. febrúar, sem var laugardagur. Svo var ég bara vakin með þessu að strákarnir mínir séu dánir. Umvafin fólkinu mínu í herberginu mínu,“ segir Jóna Dóra. „Þetta tók einhverjar sekúndur að síga inn. Svo gerist eitthvað í líkamanum. Maður bara, ég er ekkert ein um það, margir hafa lýst þessu, það er eins og maður tæmist. Maður verður að engu.“Frændi bræðranna lagði sig í mikla hættu við að reyna að bjarga þeim og var fluttur í lífshættu á sjúkrahús. Eldurinn kom upp meðan allir voru í fastasvefni en eldsupptök voru ókunn. Jóna Dóra segir að ekki sé hægt að lýsa dögunum sem á eftir fylgdu. „Manni er haldið uppi af öllum þessum kærleika sem vinir og fjölskylda sýna manni. Það fyllist auðvitað húsið af manns nánasta fólki og vinum. Allir tilbúnir að gera allt. Ég hef alltaf sagt að finna svona hlýja nærveru og strauma frá fólki það er meðal fyrir sálina."Teiknuðu brennandi hús Jóna Dóra segir sérstakt að líta til baka og skoða síðustu myndirnar sem bræðurnir teiknuðu, en Brynjar, sá yngri, teiknaði skömmu áður mynd af brennandi húsi og slökkviliðsbílum að störfum. „Þeir voru að teikna brunnin hús og báðir tveir, sérstaklega sá yngri. Það voru slökkviliðsbílar að reyna, sjúkrabílar sem hann teiknaði og það var verið að reyna að slökkva elda í húsi og svo til dæmis ein af síðustu myndunum er kista með krossi yfir og við höfum bara ákveðið það að sálirnar þeirra hafi þarna bara verið í einhverskonar undirbúningi fyrir að þeir væru að fara.“ Bræðurnir létust á tíma þar sem lítið var talað opinberlega um sorg og sorgarferli. Jóna Dóra segir að þau hafi enga faglega hjálp fengið til að takast á við áfallið. Hún segir þó að þau fjölskyldan hafi fengið mikinn stuðning frá vinum, vandamönnum og þjóðinni allri. „Einhvernveginn náði maður að skynja samhug þjóðarinnar þó það hafi ekki verið neitt Facebook á þessum tíma. En þetta gaf ótrúlega mikið. Faglega hjálp var ekki að fá. Við gátum strax og getum enn talað svo mikið um þetta. Við segjum stundum hjónin að við höfum talað okkur í gegnum sorgina.“Fjölskyldan var byrjuð að undirbúa afmæli Brynjars Freys sem hefði orðið fimm ára mánuði eftir eldsvoðann.Sár að lífið hafi verið tekið af drenjunum Jóna Dóra segist oft vera spurð hvort hún sé reið að þetta hafi komið fyrir sig. Það sé þó ekki það versta, hún segist vera óyfirstíganlega sár að lífið hafi verið tekið af drengjunum. „Af hverju fengu þeir ekki að njóta áfram að vera til? Við skulum redda okkur hérna hin, við reddum okkur. En af hverju voru þeir farnir? Af hverju fengu þeir ekki, það var svo margt sem þeir hlökkuð til. Þeir ætluðu sko að verða atvinnumenn í fótbolta og þeir ætluðu að gera þetta og ætluðu að gera hitt. Sá yngri átti afmæli eftir mánuð og við vorum farin að undirbúa það og hlakka mikið til. Jóna Dóra segir enga faglega hjálp hafa verið að fá og að hálfum mánuði eftir að drengirnir létust blasti blákaldur raunveruleikinn við. „Þá fer ég að hugsa sko ég get þetta ekki, ég get ekkert lifað, hvað á ég að gera? Ég verð að fá einhverskonar hjálp eða ég verð að vona að ég sofni bara og vakni ekki aftur.“ Hún segir að aðdragandi fyrstu jólanna eftir andlát bræðranna hafi verið sérstaklega erfiður. Jólin hafi komið og farið eins og þau geri alltaf en aðventan hafi verið erfið. Þá segir hún að fólk hafi oft verið klaufalegt þegar það hafi viljað hughreysta hana og fjölskylduna en hún hafi fyrirgefið því fólki, það hafi einungis viljað hjálpa. „Ein alveg yndisleg vildi hugga mig með því að segja að ef guð væri til þá væri hann vondur. En við sem verðum fyrir þessu, að fá svona ógætileg orð til okkar, við getum ekki orðið sár út í það. Því það er svo góður hugur bakvið þetta allt. Þetta er fólk sem hefur kannski aldrei staðið í því áður að reyna að hugga syrgjendur eða þann sem er í svona áfalli og reynir að finna bestu orðin. Ég segi bara sjálf, passa mig á því að segja bara ekki neitt.“Verður ekki alltaf svona slæmt „Þeir fara ekki neitt. Þeir eru náttúrulega bara hérna með mér og okkur auðvitað, hvert sem ég fer. Eins og núna, ég finn svona extra kærleika í hjartanu. Núna eru þeir fyrir löngu síðan búnir að vera hinum megin heldur en þeir fengu að vera hérna megin. Margir ástvina okkar eru farnir sem þeim þótti óskaplega vænt um. Ég verð alltaf rólegri og rólegri eftir því að þau eru fleiri öll saman.“ Jóna Dóra segir að það sé vel mögulegt að vinna sig út úr svo alvarlegu áfalli, flestir sem verði fyrir áföllum nái að lifa góðu lífi og ná gleðinni inn í líf sitt á nýjan leik. „Mér finnst svo mikilvægt að þeir sem eru í sorg núna hafi það einhversstaðar á bakvið eyrað ekki gefa upp vonina, þetta verður ekki alltaf svona hrikalega slæmt.“Þurfi að bæta réttindi þeirra sem missa náinn ástvin Tveimur árum eftir að drengirnir fórust voru sorgarsamtökin Ný dögun stofnuð en Jóna Dóra og Guðmundur Árni eru meðal stofnmeðlima. Jóna Dóra segir margt hafa breyst til batnaðar á þeim tíma en engu að síður þurfi ýmislegt að bæta. „En það sem hefur verið í kollinum mínum í tuttugu ár, eða eiginlega bara frá því að ég kom til sjálfrar mín eftir að strákarnir mínir dóu, það eru réttindi þeirra sem missa náinn ástvin. Mjög margir verða fyrir miklum tekjumissi, það er bara undir velvilja atvinnuveitenda komið hvort þú haldir launum eða ekki. Sumir neyðast til að fara í vinnu eftir örfáa daga og það er ekki hægt þegar maður er í þessu ástandi, maður er ófær um að keyra bíl. Jóna Dóra og Guðmundur Árni eiga í dag fjögur börn á lífi og hún segist reglulega hugsa um hvað þeir Fannar Karl og Brynjar Freyr væru að gera ef þeir væru á lífi. „Við erum svo ósammála hjónin. Ég held að sá eldri ætti fimm börn og væri kennari eða eitthvað. Sá yngri hann væri kannski núna að ná sér í kærustu 35 ára. Ég hugsa að hann hefði viljað hafa svolítið gaman fyrst. En guð má vita. Ég veit það ekki.“
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira