Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Hvenær beitir maður ofbeldi?

Sindri Sindrason skrifar
Hvenær beitir maður ofbeldi og hvenær ekki? Getur maður beitt ofbeldi án þess að átta sig á því?

Sindri Sindrason kynnti sér leikverkið Gott fólk sem frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu í kvöld.

Leikgerðin er skrifuð af höfundi samnefndrar bókar, Vali Grettissyni ásamt Símoni Birgissyni, dramatúrg við leikhúsið. Verkið er byggt á þekktu máli af sama toga sem komst í hámæli fyrir nokkrum árum.

Bókin fjallar í stuttu máli um menningarblaðamanninn Sölva sem fær bréf í ábyrgðapósti, í votta viðurvist. Bréfið er frá fyrrum kærustu hans og í því spyr hún hann hvort hann gangist við því að hafa beitt hana ofbeldi í sambandi þeirra. Hann getur einungis svarað „já“ eða „nei“. Sölvi viðurkennir að hann hafi verið ruddalegur við fyrrum kærustu sína og merkið því við „já“. 

Sú ákvörðun hrindir af stað atburðarás sem hvorugt þeirra sá fyrir, líf þeirra gjörbreytist. Þegar upp er staðið veit hann sjálfur ekki hvað er satt og hvað er logið í því sem sagt er um samband þeirra, hver beitti hvern ofbeldi og missir í raun sjónar á skilgreiningu hugtaksins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 hefjast á slaginu 18.30, að vanda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×