Neyðarlegt kampavínskosningamyndband VG Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2017 12:45 Hin nöturlega kampavínssena Ragnars virðist vera að springa upp í andlit VG. Margir netverjar skemmta sér nú konunglega yfir kosningamyndbandi VG sem þykir heldur neyðarlegt fyrir flokkinn, svo vægt sé til orða tekið. Í gærkvöldi greindi RÚV frá því að fulltrúar flokkanna, aðrir en formennirnir, hefðu skálað fyrir vel unnum störfum í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu að lokinni þeirra vinnu í stjórnarmyndunarviðræðum. Ýmsir á Facebook hafa lagt það til, í ljósi þeirra fregna, að vert sé að kalla væntanlega ríkisstjórn Kampavíns- eða Freyðivínsstjórnina. Ragnar Kjartansson listamaður, sem stundum hefur kallað sig Rassa prump, hefur verið einn helsti stuðningsmaður Vinstri grænna lengi og hefur látið til sín taka í kosningabaráttu flokksins.Hann hefur gert nokkur myndbönd, meðal annarra umrætt myndband sem birtist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar er látið sem myndbandið sé á vegum Skrímsladeildarinnar, en svo er kölluð og höfð um hóp afar flokkshollra Sjálfstæðismanna sem einatt ganga afar hart fram í kosningabaráttu. Myndbandið er tekið í stjórnarráðshúsinu við Tjarnargötu og þar er hópur galaklæddra gesta í veislu, skála í kampavíni; meðal annars fyrir hækkun lágmarkslauna. „Nei, þetta er heldur ólíklegt,“ segir Ragnar svo í lok senunnar. „Líklegra er að þegar stjórnin springur sirka næsta vor, þá verði hver einasti Engeyingur, frændi hans og hundur, kominn á nýjan Porche Cheyenne. Kjósum alvöru leiðtoga. Kjósum motherfucking Katrínu“.Uppfært klukkan 13:19 Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að formennirnir hefðu skálað í freyðivíni. Það voru hins vegar aðrir fulltrúar flokkanna sem komu að stjórnarmyndunarviðræðum. Kosningar 2017 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Margir netverjar skemmta sér nú konunglega yfir kosningamyndbandi VG sem þykir heldur neyðarlegt fyrir flokkinn, svo vægt sé til orða tekið. Í gærkvöldi greindi RÚV frá því að fulltrúar flokkanna, aðrir en formennirnir, hefðu skálað fyrir vel unnum störfum í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu að lokinni þeirra vinnu í stjórnarmyndunarviðræðum. Ýmsir á Facebook hafa lagt það til, í ljósi þeirra fregna, að vert sé að kalla væntanlega ríkisstjórn Kampavíns- eða Freyðivínsstjórnina. Ragnar Kjartansson listamaður, sem stundum hefur kallað sig Rassa prump, hefur verið einn helsti stuðningsmaður Vinstri grænna lengi og hefur látið til sín taka í kosningabaráttu flokksins.Hann hefur gert nokkur myndbönd, meðal annarra umrætt myndband sem birtist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar er látið sem myndbandið sé á vegum Skrímsladeildarinnar, en svo er kölluð og höfð um hóp afar flokkshollra Sjálfstæðismanna sem einatt ganga afar hart fram í kosningabaráttu. Myndbandið er tekið í stjórnarráðshúsinu við Tjarnargötu og þar er hópur galaklæddra gesta í veislu, skála í kampavíni; meðal annars fyrir hækkun lágmarkslauna. „Nei, þetta er heldur ólíklegt,“ segir Ragnar svo í lok senunnar. „Líklegra er að þegar stjórnin springur sirka næsta vor, þá verði hver einasti Engeyingur, frændi hans og hundur, kominn á nýjan Porche Cheyenne. Kjósum alvöru leiðtoga. Kjósum motherfucking Katrínu“.Uppfært klukkan 13:19 Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að formennirnir hefðu skálað í freyðivíni. Það voru hins vegar aðrir fulltrúar flokkanna sem komu að stjórnarmyndunarviðræðum.
Kosningar 2017 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira