Bíó og sjónvarp

Baráttusaga fólks sem á við ofurefli að etja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndin fer í sýningar í kvöld.
Myndin fer í sýningar í kvöld.
Heimildamyndin LÍNUDANS eftir Ólaf Rögnvaldsson verður frumsýnd á Stockfish kvikmyndahátíðinni í kvöld kl. 18.00.

Myndin lýsir tæplega fimm ára baráttu bænda, landeigenda og náttúruverndarsamtaka gegn lagningu Blöndulínu 3, sem Landsnet hyggst leggja frá Blönduvirkjun til Akureyrar, um Vatnsskarð, Skagafjörð, Öxnadalsheiði og Hörgárdal.

Háspennulínur hafa lengi þótt sjálfsagður fylgifiskur nútímans. En svo er ekki lengur. Heimildarmyndin LÍNUDANS fjallar um baráttu bænda og landeigenda gegn lagningu Blöndulínu 3 til Akureyrar, m.a. um Skagafjörð.

LÍNUDANS er baráttusaga fólks sem á við ofurefli að etja. Bóndinn birtist í dramatísku hlutverki - í eldlínu átaka sem enginn sér fyrir endann á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.