Rósa Björk um áfengisfrumvarpið: „Þetta er vandræðaleg þráhyggja hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til að afvegaleiða umræðuna“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 4. febrúar 2017 13:08 Rósa Björk gagnrýndi áfengisfrumvarpið ásamt fleirum í stjórnarandstöðu Vísir/Stefán Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í Víglínunni að víðtækur stuðningur væri innan Sjálfstæðisflokksins um áfengisfrumvarpið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, gagnrýndi þetta harðlega ásamt Birgittu Jónsdóttur. Mikil umræða var um umrætt frumvarp og vildu sumir þingmenn meina að frumvarpið væri ítrekað sett fram þegar nauðsynlegt væri að ræða önnur og mikilvægari mál.Vandræðaleg þráhyggja„Þetta er vandræðaleg þráhyggja hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til að afvegaleiða umræðuna,“ segir Rósa og bendir jafnframt á að Sigurður Kári Kristjánsson hafi einnig lagt þetta frumvarp fram árið 2009 þegar efnahagskreppan var komin á fullt. Þá hafi hann viljað ræða vín í búðir. Síðan hafi þetta frumvarp alltaf verið tekið fram þegar „hneykslismálin skóku Sjálfstæðisflokkinn“ líkt og Rósa orðaði það. Rósa Björk bendir jafnframt á að áfengisfrumvarpið stríði gegn ráðlegginum landlæknis og forvörnumÖnnur málefni skipta máliBirgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði að hún teldi að málið ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu enda væri það umdeilt á meðal þjóðarinnar og málefnið sé þverpólitískt. „Þjóðin er mjög skipt,“ segir Birgitta og bendir á að að væri annað sem þyrfti að ræða í þinginu. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa í huga að alltaf þegar við byrjum að tala um þetta mál þá er mikil umræða og aðrir hlutir fá á sig ryk. Mér finnst merkilegt að fjalla frekar um frí forsætisráðherra og skýrslu hans,“ bendir Birgitta á og á þar við nýtútkomna skýrslu um skiptingu leiðréttingarinnar og hörð viðbrögð við henni. Birgitta beindi jafnframt þeirri spurningu til Teits hvort að áfengisfrumvarpið væri eitt af helstu stefnumálum flokksins og vitnar þar í beiðni forseta Alþingis að hver flokkur væri með þrjú skýr áherslumál. Teitur lagði hins vegar áherslu á að hægt væri að sjá stefnumál flokksins í stjórnarsáttmálanum. Víglínan Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
Teitur Björn Einarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í Víglínunni að víðtækur stuðningur væri innan Sjálfstæðisflokksins um áfengisfrumvarpið. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, gagnrýndi þetta harðlega ásamt Birgittu Jónsdóttur. Mikil umræða var um umrætt frumvarp og vildu sumir þingmenn meina að frumvarpið væri ítrekað sett fram þegar nauðsynlegt væri að ræða önnur og mikilvægari mál.Vandræðaleg þráhyggja„Þetta er vandræðaleg þráhyggja hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins til að afvegaleiða umræðuna,“ segir Rósa og bendir jafnframt á að Sigurður Kári Kristjánsson hafi einnig lagt þetta frumvarp fram árið 2009 þegar efnahagskreppan var komin á fullt. Þá hafi hann viljað ræða vín í búðir. Síðan hafi þetta frumvarp alltaf verið tekið fram þegar „hneykslismálin skóku Sjálfstæðisflokkinn“ líkt og Rósa orðaði það. Rósa Björk bendir jafnframt á að áfengisfrumvarpið stríði gegn ráðlegginum landlæknis og forvörnumÖnnur málefni skipta máliBirgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði að hún teldi að málið ætti að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu enda væri það umdeilt á meðal þjóðarinnar og málefnið sé þverpólitískt. „Þjóðin er mjög skipt,“ segir Birgitta og bendir á að að væri annað sem þyrfti að ræða í þinginu. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa í huga að alltaf þegar við byrjum að tala um þetta mál þá er mikil umræða og aðrir hlutir fá á sig ryk. Mér finnst merkilegt að fjalla frekar um frí forsætisráðherra og skýrslu hans,“ bendir Birgitta á og á þar við nýtútkomna skýrslu um skiptingu leiðréttingarinnar og hörð viðbrögð við henni. Birgitta beindi jafnframt þeirri spurningu til Teits hvort að áfengisfrumvarpið væri eitt af helstu stefnumálum flokksins og vitnar þar í beiðni forseta Alþingis að hver flokkur væri með þrjú skýr áherslumál. Teitur lagði hins vegar áherslu á að hægt væri að sjá stefnumál flokksins í stjórnarsáttmálanum.
Víglínan Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira